Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.1995, Side 8

Ægir - 01.10.1995, Side 8
veiðar en forsætisráðherra æskti þess að það yrði látið bíða ríkisstjórnarfundar. Þegar ríkisstjórnarfundurinn var hald- inn voru nokkur fyrstu skipin farin af stað og skriðan varð ekki stöðvuð. Við vorum á nálum um að ráðuneyt- ið kæmi í veg fyrir áætlanir okkar og töldum að reglugerðin væri í burðarliðn- um. Nokkrir útgerðarmenn unnu tals- vert í málinu og komu því til leiðar að málið yrði lagt fyrir ríkisstjórnarfund." Nefndin verður óþörf með tímanum Jóhann er formaður úthafsveiðinefhdar LÍÚ sem vinnur með forystu samtakanna. f nefndinni sitja auk hans Einar Svansson á Sauðárkróki, Þorsteinn Wilhelmsson á Akureyri, Gunnar Tómasson í Grindavík og Sigurbjöm Svavarsson frá Granda. Hef- ur reynt mikið á starf nefndarinnar? „I upphafi voru mörg mál í umræðu hjá nefndinni sem einkenndust af upp- hafi veiðanna. Við höfum einnig reynt að styðja útgerðir sem hafa lent í að Norðmenn hafa tekið skip þeirra við veiðar. Margir örðugleikar eru að baki og með tímanum verður nefndin óþörf. Nú eru helstu verkefnin að fylgj- ast með og leggja á ráðin um stefnu og áherslur við samninga um þessi svæði." Sumir sögðu að á þessum tíma hefðu þið verið tilbúnir til að kljúfa LÍÚ og stofna sjálfstœð samtök úthafsveiði- manna. „Það kom ekki tii greina. Okkur fannst LÍÚ ekki fara í þetta mál af þeim krafti sem við hefðum viljað í upphafi. Þetta kom flatt upp á forystu samtak- anna ekki síður en stjórnvöld en við höfum nú fullan stuðning þeirra." Þú minntist á Síldarsmuguna. Hvemig eiga þau rök sem við notum til stuðnings úthafsveiðum við hagsmuni okkar þar? „Þar gilda sömu reglur aö því leyti að þeir sem stunda veiðarnar og hafa gert þaö hljóta að skipta aflanum með sér verði settur kvóti á. Síldarsmugan er óumdeilanlega alþjóðlegt hafsvæði og þar höfum við stundað síldveiðar. Við höfum sterkari málstað þar en í Barentshafi því síldin gengur að lokum inn í okkar lögsögu. Það þarf mjög stór- an og góðan flota til þess að geta veitt þarna af einhverju viti." Viöhorf Norðmanna út úr kortinu Voru það herraþjóðarviðhorf Norð- manna sem komu í veg fyrir að sam- komulag nœðist um kvótaskiptingu úr þessum stofni í vor? „Að koma hér til samninga um síld- ina og bjóða okkur 28 þúsund tonna kvóta, sem er jafnmikið okkar afla árið áður, er auðvitað algjörlega út úr kort- inu. A sama tíma voru þeir þegar búnir að veiða 350 þúsund tonn úr stofnin- um. Fiskifræðingar segja að stofninn þoli milljón tonna veiði þegar á næsta ári. Á þessu ári voru veidd 750 þúsund tonn úr stofninum og við ásamt Færey- ingum veiddum 250 þúsund tonn af því. Meðan Norðmenn haga sér svona og bjóða fáránlegar tölur þá getum við ekk- ert annað en verið álíka ósvífnir í kröf- um okkar í hina áttina. Kannski við get- um þá mæst á miðri leið." „Ég veit ekki hvað á að segja um Norðmennina blessaða. Ég held að þeir séu sjálfum sér verstir í sinni hagsmunagœsluN Nú er vitað að allar þjóðir sem stunda veiðar úr flökkustofhum og eiga til þess góð skip fylgjast grannt með framvindu þessa máls. Er ekki brýnt fyrir okkur að semja um skiþtingu norsk-íslenska síld- arstofnsins til þess að koma í veg fyrir veiðar annarra þjóða? „Það verður alltaf erfiðara og erfiðara að ná samkomulagi um þetta mál. Afli aðrar þjóðir, s.s. Irar og Skotar, sér veiði- reynslu í Síldarsmugunni á næstu árum verður málinu varla lokað án þess að þeir fái sinn hlut í veiðunum rétt eins og við erum að krefjast í Barentshafi. Munum það að íslendingar hafa árum saman ítrekað við Norðmenn að þetta sé sameiginlegur stofn og óskað eftir samningaviðræðum áður en stofninn gengi út úr lögsögu þeirra. Norðmenn hafa jafnan svarað því að íslendingar eigi ekkert í síldinni fyrr en hún gengur út, sem hún hefur nú gert, og þá er allt í uppnámi í málinu." Blessaðir Norðmennirnir „Ég veit ekki hvað á að segja um Norðmennina blessaða. Ég held að þeir séu sjálfum sér verstir í sinni hagsmuna- gæslu. Náist ekki að stjórna veiðum úr þessum stofni kemur það verst niður á þeim." Munum við leita samninga við Fœrey- inga aftur nœsta sumar þegar kemur að síldveiðum? „Ég sé það fyrir mér að áður en frjáls- ar síldveiðar hefjist aftur verði gerð mjög alvarleg tilraun til að ná samning- um. Þetta verður reynt með öllum til- tækum ráðum." Jóhann bendir að lokum á þann möguleika að selja rússneskum verk- smiðjuskipum síld yfir borðstokk og fá í staðinn þorskkvóta í Barentshafi. Þetta hafa Rússar viljað undanfarin ár. Hann segir að þessi möguleiki liggi fyrir ónýtt- ur og ætti að geta hentað íslendingum ágætlega. Eitt mikilvœgasta úthafsveiðisvœði ís- lendinga undanfarin ár er Reykjanes- hryggurinn. Þaðan berast misvísandi fréttir, ýmist um mikinn afla eða hœttu á ofveiði á karfastofninum. Hvernig er staðan á hryggnum? „Við höfum ekki veitt eins vel þar í ár eins og í fyrra. Stærsti gallinn við þetta svæði og fleiri suöur af landinu er að það er svo lítið vitað um þau. Þarna er karfi en þarna eru líka miklar lóðn- ingar á stórum svæðum sem enginn veit með vissu hvað er en það hefur ver- ið mælt sem karfi. í umræðu um möguleika á smokk- fiskveiðum suður af landinu og ef til vill túnfiskveiðum kemur alltaf að því aftur og aftur að það er ekkert vitað." Erum of ragir við að taka frumkvæði Eigum við íslendingar að rannsaka þessi svœði? „Engin spuming. Það hefur heldur bet- ur sýnt sig að aðrir hafa opnað augu okk- ar fyrir nýjum veiðimöguleikum. Um- framafköst flotans eigum viö að nýta til 8 ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.