Ægir - 01.10.1995, Blaðsíða 9
HVER ER MAÐURINN?
Jóhann A. Jónsson er fæddur árið
1955 á Þórshöfn, sonur hjónanna
Jóns K. Jóhannssonar og Guðnýjar
Maríu Jóhannsdóttur. Hann er elstur
þriggja bræðra. Ættir foreldra hans
eru úr Þistilfirði. Jóhann lagði stund
á nám við Samvinnuskólann á Bif-
röst og í Reykjavík en hóf störf sem
skrifstofustjóri hjá Hraðfrystistöð
Þórshafnar árið 1976 og tók við
stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækis-
ins 1978.
Jóhann hefur setið i hreppsnefnd
á Þórshöfn fyrir framfarasinna frá ár-
inu 1982 og er nú oddviti hrepps-
nefndar. Hann var varaþingmaður
sérframboðs Stefáns Valgeirssonar
sem klauf sig út úr Framsóknarflokknum árið 1990.
Jóhann er kvæntur Rósu Daníelsdóttur og þau eiga þrjú börn, Guönýju
Maríu, Jón Kristbjörn og Arnþór. □
nýrra verkefna helst sem næst og útfrá ís-
landi, en ef ekki þar þá annars staðar í
heiminum. Þróunarsjóður sjávarútvegsins
á að styðja við fmmkvæði útgerða í þessa
veru og standa með því undir nafni frekar
en að eyða öllum sínu peningum í að
sökkva skipum og skuldsetja með því
næstu kynslóö útgerðarmanna í landinu.
Við erum alltof ragir við að taka fmm-
kvæði í þessum úthafsveiðum. Við eltum
Frakkana í blálönguna á Franshól, við elt-
um dóminíkönsku Færeyingana í Smug-
una, við eltum rússneska verksmiðjutog-
ara í karfann á Reykjaneshrygg. Það er
kominn tími til að við gerum eitthvað
upp á eigin spýtur.
Ef það er túnfiskur og smokkfiskur á
Reykjaneshryggnum þá er einfaldast að
fara og gá að því og reyna að veiða
hann."
Eigum við að stefna að kvótaskipt-
ingu á Reykjaneshryggnum?
„Það verður í náinni framtíð. Það
kemur að því að þær þjóðir sem hafa
reynslu af veiðunum skipti stofnunum
með sér og íslendingar, Grænlendingar
og Rússar fái þar stærstan hlut. Það er
ekkert fast í hendi en það grillir orðið í
hvernig þessir hlutir muni ganga fram."
Þróunarsjóður er öfugmæli
Ertu á móti Þróunarsjóðnum?
„Ég er ekki viss um að þjóðfélagið
nærist í framtíðinni á þessari úrelding-
arstefnu sem hefur verið rekinn. A sama
tíma og þessi úreldingarstefna nær há-
marki opnast stöðugt fleiri möguleikar
á úthafinu. Ég get ekki séð að þessi sjóð-
ur stuðli aö neinni þróun.
Það er ekkert grín að standa frammi
fyrir því að vanta skip. Heimsmarkaður-
inn á notuðum skipum minnkar
stöðugt og þá eru engir aðrir kostir
nema rándýr nýsmíði.
Ég held að sú samdráttarstefna sem
rekin hefur verið sé ekki að öllu leyti
rétt."
Er kreppunni lokið?
/ sex mánaða uppgjöri margra sjávar-
útvegsfyrirtœkja verður ekki annað séð en
kreppunni sé lokið. Er þetta rétt?
„Ég fer varlega í að segja að krepp-
unni sé lokið. Fyrirtæki koma misvel
undan vetrinum. Þau sem reiða sig mest
á hefðbundna botnfiskvinnslu standa
illa en þau sem standa í fleiri fætur em í
betra formi."
Hvernig er staðan á Þórshöfn? í hvaða
lappir er staðið þar?
„Við byggjum helming okkar veltu á
síld og loðnu, 25% á útgerð Stakfellsins
og 25% á botnfiskvinnslu. Við erum
ekki með rækjuvinnslu í landi en emm
með tiltölulega fjölþætta vinnslu.
Við höfum styrkt okkar stöðu á und-
anförnum ámm og reynt að skjóta fleiri
stoðum undir atvinnulífið á staðnum.
Það er ekki svo langt síðan Hraðfrysti-
stöðin átti aðeins eitt frystihús. Við
byggöum loðnuverksmiðju 1986 og
tókum við útgerð Stakfellsins 1990.
Við skuldum nú eitthvað um 500
milljónir nettó. Bakvið þær skuldir
standa loðnuverksmiðja, frystihús og
togari. Svo geta menn dæmt um það
hvort við stöndum vel eða illa."
Hagsmunir okkar og fólksins
þeir sömu
Hvernig hefur Þórshöfn mœtt afla-
samdrœtti undanfarinna ára?
„Við höfum fært okkur í síld og
loðnu og mætt samdrættinum mikið
með kaupum á Rússafiski en ekki keypt
mikinn kvóta utan það sem heima-
menn hafa viljað selja. Við höfum ekki
búið við atvinnuleysi og fólki á Þórs-
höfn hefur fjölgað á síðustu árum. Við
höfum ekki þurft á aðkomufólki að
halda í vinnu því víðlendar sveitir í ná-
grenninu sjá okkur fyrir vinnuafli á
álagstímum. Hjá okkur er unnið 8-10
tíma og Rússafiskurinn jafnar út sveifl-
urnar. Við viljum hafa þetta svona.
Hagsmunir fyrirtækisins og fólksins sem
býr á staðnum eru samofnir. Ég vil satt
að segja frekar skulda milljóninni meira
en missa fólk úr plássinu vegna
óstööugrar atvinnu.
Auðvitað verður að samræma ólík
sjónarmið í þessum efnum og sigla milli
skers og báru en stöðug og jöfn atvinna
er lykilatriði."
Er ekki erfitt að fá Rússafiskinn hing-
að núorðið?
„Veiðiskipin eru hætt að koma hing-
að. Fiskurinn kemur með flutningaskip-
um. Um leið og samið verður um
Smuguna má búast við breytingum á
þessu því þá fara skipin trúlega að koma
aftur."
ÆGIR 9