Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.1995, Qupperneq 17

Ægir - 01.10.1995, Qupperneq 17
SAMKEPPNISSTAÐA SJÁVARÚTVEGS í síðustu grein minni ræddi ég um fiskvinnsluna og stöðu hennar. Nú í lok september var haldinn aðalfundur Sam- taka fiskvinnslustöðva. Á þeim fundi flutti erindi Einar Svansson, fram- kvæmdastjóri Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. á Sauðárkróki. Fjallaði erindi hans um samkeppnisstöðu íslenskrar fisk- vinnslu gagnvart fiskvinnslu í Evrópu- sambandslöndunum annars vegar og hins vegar í Noregi. Einar fjallar ítarlega um styrki sem veittir eru til sjávarútvegs þessara landa og em það þúsundir mill- jarðar í heild talið til næstu aldamóta, þ.e. á næstu fimm ámm. Þessir styrkir fara í allt mögulegt, úreldingu skipa, ný- smíði skipa og endurbóta, hafnarað- stöðu, lagfæringar á löndunaraðstöðu og geymslu á fiski, uppbyggingu fisk- markaða, uppbyggingu og endurbóta á húsnæði og tækjum til fiskvinnslu og fjárfestingar í fiskeldi, rannsóknir og menntun í fiskifræði og líffræöi ásamt fræðslu í þjálfun og stjórnun fisk- vinnslu og veiða. Þá má ekki gleyma markaðssetningu og þróun afurða og umbúða. Eins og sést er sviöið stórt og í hvern lið er varið feikna fjárhæðum. Athygli vekur er að flestir þessir liðir em til að byggja upp og auka starfsemi, en mikill minnihluti til að draga úr og þá þannig að einungis er verið að taka burt óhagkvæm skip og tæki, til að ný og betri komi í staðin. Þessu er öðru vísi háttað hér. Þróunarsjóður sjávarútvegsins hefur á síöustu tveim árum varið um á milli 2-3 milljörðum króna til úreldingar á fiskiskipum og nú á allra síðustu vikum til úreldingar á fiskvinnsluhúsum ein- hverjum tugum milljóna. Á árunum 1995-2000 mun sjávarútvegurinn þurfa að borga til Þróunarsjóös um 3,2 mill- jarða, útgerðin um 2,7 milljarða og fisk- vinnslan um 0,5 milljarð á sama tíma og sjávarútvegur er að fá hundruðir milljarða í styrki í samkeppnislöndun- um. Og eins og Einar segir: „Á íslandi borga fyrirtækin inn í sjóðinn öfugt við Noreg og ESB. Fiskvinnslustyrkirnir eru mjög frábrugönir. Á íslandi er okkur borgað fyrir að leggja fiskvinnsluhús niður en í Noregi og ESB er mönnum borgað fyrir að byggja ný hús eða endurnýja. Hugsunin og markmiðin varðandi fiskvinnsluna hér á íslandi eru greinilega allt önnur en hjá samkeppn- isþjóðum okkar. Veit einhver hér inni hver stefnan er með íslenska fiskvinnslu eða íslenska sjávarútveg yfirleitt? Ætlum við að verða verstöð sem skaffar Evrópu hráefni eins og við höfum alltaf gert? Höfum við aðra framtíðarsýn?" Það er full ástæða til að taka undir orð Einars Svanssonar og spyrja um stefnu stjórnvalda í sjávarútvegi. Stjórn- völd eiga ekki að vera með ofstjórnun af neinu tagi í greininni og styrkjakerfi Noregs og ESB er mjög óeðlilegt og veldur verulegri skekkju í samnings- stöðu okkar gagnvart þessum þjóðum. En þessir styrkir og kerfið um þá eru staðreyndir sem við komumst ekki framhjá. Þetta styrkjakerfi veldur vem- legum erfiðleikum hjá íslenskum fyrir- tækjum og skekkir samkeppnisaðstöðu á alþjóðlegum mörkuðum. Við höfum hins vegar veriö það heppin að verðlag á sjávarafurðum hefur heldur hækkað á undanförnum árum og fyrirsjáanlegt er að það verður hátt áfram. Það er vegna stöðugt aukinnar eftirspurnar eftir sjáv- arafurðum og hins að framboð af gæða- vöru hefur verið ótryggt. Krafa íslensks sjávarútvegs til stjórn- valda er að þau skapi fyrirtækjunum eðlilegt rekstrarumhverfi og leggi ekki hindranir í götu þeirra. í þessari kröfu fellst að til staðar sé vinnuafl sem getur lifað á þeim launum sem sjávarútvegur- inn getur greitt og hafi möguleika til að afla sér þeirrar menntunar sem þessi iðnaður þarfnast í nútíma samkeppnis- þjóðfélagi. Þá verða fyrirtækin að hafa svigrúm til að fjárfesta í nýrri tækni og geta þróað nýjar vörur, umbúðir og vinnsluaöferðir til frekari markaðssókn- ar. Skilningur á þessum þáttum virðist vera mjög takmarkaður og menn eru ennþá að reyna að leysa vanda gærdags- ins og enginn tími til að gæta að fram- tíðinni, hvað þá að skipuleggja sókn eða leiðir til að takast á við fyrirsjáanleg vandamál. Það er því ánægjuefni þegar maður á borð við Einar Svansson stígur fram og gerir tilraun til þess að opna augu manna fyrir framtíðinni. Það sem Einar Svansson vakti máls á hefur styrkt þá skoðun mína að því fjár- magni sem nú er varið til úreldingar og bálfara í sjávarútvegi, í gegnum Þróun- arsjóð, eigi að beina í aðra farvegi. Island er eitt örfárra ríkja i heiminum sem byggja efnahag sinn á sjávarútvegi. Öll stærstu ríki heims og ríkjasambönd eins og ESB byggja sinn efnahag á iðn- aði og verslun og sjávarútvegur er þar aðeins lítið brot sem skiptir ekki máli nema á afmörkuðum svæðum. í þessu felst bæði styrkleiki og veikleiki íslensks þjóðfélags og því tel ég að sú stefna að draga úr í sjávarútvegi, úrelda ný skip og loka fiskvinnsluhúsum sé röng. Við höfum úrelt nýjustu fiskiskipin því þau eru dýrust og erfiðust í rekstri og fisk- vinnsluhús drabbast niður og geta ekki keypt ný tæki og búnað sem nauð- synleg eru í markaöi sem er á stööugri hreyfingu. Það fjármagn sem sjávarútvegurinn sjálfur greiðir til Þróunarsjóðs á að nota til að úrelda „gömul" skip. Ný skip má kaupa út úr sókninni hér á heimamið- um og beina þeim til nýrra verkefna, eins og hér suður í Atlantshafi á túnfisk og smokkfisk og ef til vill fleiri tegundir sem eru þar en enginn veit um, þá er ónefnt Svalbarðasvæðið en þar er rækja án kvóta o.fl. Á þessum svæðum má veiða án takmarkana, en þetta ástand varir ekki lengi og því er tíminn naum- ur. Fiskvinnsluna i landi þarf að efla og leggja mun meiri áherslu á þróun og markaðssetningu ásamt bættri mennt- un alls starfsliðs þannig að menn skilji að hér er um hátæknivæddan matvæla- iðnað að ræða. í hraða nútímans þarf að bregðast skjótt við því annars miss- um við lestina framhjá. Bjarni Kr. Grímsson ægir 17

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.