Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.1995, Side 18

Ægir - 01.10.1995, Side 18
Tilurð línurennu á fiskiskipum Benedikt Gunnarsson Þeir sem kynntust fyrst sjómennsku á árunum kringum 1930, þar á meðal línu- veiðum, hafa sennilega talið að svoköll- uð línurenna hafi fylgt íslensku línubát- unum frá fyrstu stund línuveiða af vél- bátum. Svo var að minnsta kosti um mig, sem fyrst kynntist störfum við sjávarsíðuna sumarið 1933, þá 12 ára gamall, en það vor fluttist ég til Hríseyjar. Þá var mikil út- gerð línubáta frá Hrísey og þar var fóstri minn, Tryggvi Helgason, for- maður á 12 tonna báti. Þetta vor og sumar sem ég var þarna í eyjunni var ég, eins og hinir strákarnir, mikið á bryggjunum og í kringum sjómennina við löndun og annað sem veiði- skapnum tilheyrði. Maður var þarna með þessum hetj- um hafsins og gleypti í sig hvert orð sem sagt var um sjósókn. En aldrei var talað um línurennuna frekar en um annan sjálfsagðan búnað á bátnum, svo sem stefni eða stýri, nema ef eitthvaö af þessu varð fyrir hnjaski og þurfti lagfæringar við. En svo er það í kringum árið 1990 aö Tryggvi fóstri minn fer að segja mér sögu línurennunn- ar og það að slíkur búnaður hafi ekki al- mennt verið tekinn í notkun á íslenska bátaflotanum fyrr en 1928 og þá fyrst þegar línubátur keyptur gamall frá Nor- egi kom með þennan búnað hingað, þó að fyrsta línurennan hafi verið gerö hér á landi og þá af íslensku hugviti. Þegar Tryggvi nefnir hugvitsmanninn, Kristin Kristjánsson á Nýhöfn á Mel- rakkasléttu, þá hef ég samband við Jón Helgason, kunningja minn og fyrrum samstarfsmann og bróðurson nefnds Kristins. Frá Jóni fékk ég minnisblöð eftir Kristin þar sem m.a. er rætt um tiiurð rennunnar. Út frá þessum minnisblöðum og frásögn Tryggva hef ég nú skráð þessa frásögn. Fiskilínan var þá eins og nú beitt og lögð niður í stamp. Hún var síðan, áður en rennan kom, greidd með höndum upp úr stampinum eftir því sem hún lagðist. Ekki var hægt að keyra mikla ferð við lagninguna því hafa varð undan við að greiða línuna upp úr stampinum, ella var hætta á að of mikið færi fyrir borð í kvippum og flækjum. Einnig var það ekki hættulaust að hafa hendur á línunni með öllum sinum önglun, enda ekki einsdæmi að menn færu fyrir borð þegar öngull kræktist í þá og gat þá orðiö erfitt um björgun. Nú segir Kristinn svo frá að hann var á ferð ásamt öðrum félögum sínum frá Raufarhöfn og fengust þeir dálítib við línuveiðar. Þar kom tali þeirra félaga hve mikla þýbingu það hefði ef unnt væri að finna aðferð til þess að keyra út línuna fulla ferb, þannig að önglarnir rektust greiðlega í sjóinn. Þetta ætti að minnka líkur á aö línan færi í flækjum í sjóinn og ónýtti þar með hluta lagnarinnar. Nokkru seinna, sem mun hafa verið eftir áramót 1922-23, sér hann frétt í blaði um það ab maöur hafi farist með þeim hætti að öngull kræktist í hann þeg- ar hann var aö kasta línu á mótorbát. Varð þetta aukin ástæða fyrir Kristin að rifja upp samtal þeirra félaga haustið áður. Fór hann nú í alvöru að velta þessu máli fyrir sér. Hann sá fljótt að það sem til þurfti var fyrst og fremst það ab línan rektist lóðrétt upp úr stampinum í stað þess að dragast yfir brún hans þannig að önglarnir slægjust til og frá um yfirborö línunnar í stampinum og kipptu með sér flækju af línu. Þessi hugdetta hans gerði nú eftirleikinn auðveldari. Þetta ber Kristinn saman við egg Kólumbusar, lausnin liggur í augum uppi þegar forsendan er fundin. Og nú gerði hann sér rennu á trilluna sína sem fullnægði þeim skilyrðum sem hann setti búnaðinum og var það frumgerð þeirra renna sem síðar fylgdu hverjum línubát um áratugi í lítið breyttu formi. En nú var eftir ab markaðs- setja hugmyndina. Hann leitaði á náðir ráðu- neytismanna um fyrir- greiðslu, en mætti þar litlum skilningi. Hann reyndi að fá lögvernd á hugmyndina en honum var tjáð að engin patentlöggjöf væri til í landinu. Skildist honum að það væri helst til kóngsins ab leita með fyrirgreibslu. En Kristinn í Ný- höfn kunni ekki að leita ásjár hjá dönsk- um kóngi. En svo er þab um voriö 1924 að hann fær óvænta heimsókn af Kristjáni Bergs- syni, forseta Fiskifélags íslands. Var erindi hans þá að forvitnast um „einhvern út- búnað til þess ab láta línu renna í sjóinn". Út úr þessu hafðist það að hann fékk pöntun frá Fiskifélaginu á tveimur lagn- ingarrennum fyrir vertíðarbyrjun 1925. Smiðja Kristins er vinstra megin í myndinni, áföst við íbúðarhúsið. Smiðjan var þrískipt. Fyrir miðju, þar sem dyrnar eru, var eldsmiðja. í endanum næst íbúðarhúsinu var aðstaða til trésmíða, rennibekkur og hefilbekkur. í endanum fjarri húsinu var síðan vélsmiðjan. Vindmyllan var m.a. notuð til að drífa rennibekkinn. 18 ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.