Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1995, Blaðsíða 21

Ægir - 01.10.1995, Blaðsíða 21
Skrúfustœrð (skrúfuþœttir): Skrúfuþættir ráða miklu um nýt- ingu vélaraflsins, en með skrúfuþáttum er m.a. átt við: * Blaðfjölda (Z) * Þvermál skrúfu (D) * Flatarmálshlutfall (Ae/A0) * Hámarks skrúfuskurð (H) * Snúningshraða skrúfu (N) * Skrúfuhring (S) Til einföldunar má fækka skrúfuþáttum í þrjá, þ.e. þvermál, snúningshraða og hvort skipið er búið skrúfuhring eður ei. Fyrir togskip hefur skrúfuhringurinn mikið að segja til að auka spyrnu á hestafleiningu. Togkraftur, toggeta: Togkraftur skips (T), eða bryggjuspyrna, segir verulega mikið um toggetu skips. Auðvelt er að mæla togkraft skips við bryggju, en einnig er unnt að reikna hann út með sæmilegri nákvæmni. Slíkir útreikningar gefa fræði- lega spyrnu (T0), þ.e. eins og skrúfan sé að vinna í opnu vatni. I reynd er skrúfan að vinna bak við skrokk sem þýðir ákveðin töp frá fræðilegri spyrnu. Aðstreymi að skrúfu í vinnusvæði hennar skiptir verulegu máli. Þannig er ekki óvarlegt að reikna með að mæling gefi nýtanlega spyrnu sem dæmi 91% af fræðilegri með 4-5% frávik. Með upplýsingum um þvermál og snúningshraða skrúfu og afl yfirfært til skrúfu má með allgóðri nákvæmni reikna út fræðilega spyrnu fyrir annars vegar hringlausa skrúfu og hins vegar skrúfu í hring með ákveðnum blaðfjölda, með því að nota skrúfudiagröm fyrir þekktar skrúfugerðir. Með þessu er verið að segja að blaðlögun, blaðflatarmálshlutfall, hlutfallsleg stærð á skrúfuhaus o.fl. eru almennt mun áhrifaminni þættir en þvermál og snúningshraði. Það gildir að spyrna við tiltekið fast vélarafl er mest við 0 hnúta (hn) hraða, þ.e. skipið togar fyrir föstu, en fellur með hraða hliðstætt og sýnt er á mynd 1. Þannig fæst samkvæmt línuritinu að miðað við 30 tonn við bryggju er möguleg spyma um 25.5 tonn við sem dæmi 3 hn toghraða. Við siglingu á 10 hn hraða hefur spyrnan fallið í um 17.4 tonn. Hér að framan hefur virk spyrna eða nýtanleg spyrna verið skilgreind sem það „spark" sem skrúfan getur gefið frá sér við mismunandi beitingu, þ.e. afl yfirfært til hennar, snúnings- hraða og vatnshraða í skrúfusviðinu. Fyrir fiskiskip sem ætlað er að draga veiðarfæri (troll) fer nýtanlega spyrnan í að yfir- vinna dráttarkraft vörpu (láréttur kraftur) og skipsmótstöðu (sjá mynd 2). Eftirfarandi jafna gildir: FT + Rs = T0 (1-t) eða FT + Rs = Tj (Líking III) þar sem: Ft = dráttarkraftur (tonn) Rs = mótstaða skips (tonn) T0 = fræðileg skrúfuspyrna (tonn) 1-t = nýtingarstuðull spyrnu t = spyrnutapsstuðull T^ = nýtanleg spyrna á togi Tapsstuðullinn t er háður hraða og er breytilegur milli skipa og skipta ýmsir skrokkstuðlar, línur o.fl. máli. Sem fræðilegt meðaltal má nota t= 0.05 fyrir bryggjuspyrnu og t = 0.10 fyrir algengan toghraða. Á togferð við fullkomnar aðstæður er mótstaða skipsins, Rs, hlutfallslega lítil borið saman við dráttarkraftinn FT, gæti verið nálægt 10%. Miðað við að tiltekin skrúfuspyrna sé til ráðstöfunar í skipi sem hámark, þá þýðir aukinn mótvindur og þyngri sjór að ráðstöfunarkraftur til að draga trollið minnkar (sjá mynd 3). Þetta leiðir jafnframt til þess að skip og veiðarfæri tapa hraða, sem getur einnig leitt til þess að trollið missir veiðihæfnina. Eins og mynd 3 gefur til kynna þá koma þar fram tvær gerðir ferla, annars vegar ferlar fyrir nýtanlega spyrnu (fallandi) við breytilegt álag á vél og hins vegar ferlar fyrir skipsmótstöðu (vaxandi) við breytilegt vind- Mynd 2. Einfölduð mynd af samspili skips og veiðarfæris sem sýnir krafta sem verka á skipið. ÆGIR 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.