Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.1995, Qupperneq 22

Ægir - 01.10.1995, Qupperneq 22
Mynd 3. Toggeta í drætti, breytilegt álag á vél og mismunandi vindálag, hegöun ferla í stórum dráttum. álag. Við tiltekinn hraöa, sem dæmi 3 hn, má lesa mun milli tilfallandi ferla sem vib á, sem dæmi 80% álag og 6 vindstig (um 17 tonn). Mismunandi mótstöðueiginleikar skipa og sjó- hæfni, ásamt því að vindfang er mismunandi, geta þýtt að skip sem hefur minni bryggjuspyrnu en annað tiltekið skip hefur við meðalaðstæður (sjólag, vindur) hugsanlega álíka mikinn eða meiri dráttarkraft. Við skulum kalla dráttarkraft- inn hér toggetu skips, þar sem skipiö kemur til með að vinna á ákveðnum toghraða við ákveðnar meðalaðstæður sem em mjög breytilegar, en ekki á 0 hn hraða (bryggjuspyrna) og lygnar aðstæður. Það sem hér er nefnt toggeta er hins vegar ekki einfalt mál aö ákveða, andstætt togkraftinum (bryggjuspyrnunni). Útreikningar Almennt: Hér verður stillt upp aðferð til að reikna út það sem hér að framan er nefnt toggeta skips, eða láréttur dráttarkraftur Ft, sem er jafnt og heildarmótstaða veiðarfæris (troll með til- heyrandi). Bremsuafl til ráðstöfunar (Pbn) fyrir skrúfu: Ekki er óraunhæft að gera ráð fyrir 80% af skráðu bremsuafli vélar sem viðmiðun- arafli á flotvörpuveiðum við meðalaðstæður. Afgangsafl er þá til ráðstöfunar til að mæta verri aðstæðum sem dæmi. Gengið út frá skráðu bremsuafli vélar, Pb, og rafmagnsframleiðslu á togi, Qt, þá fæst bremsuafl til ráðstöfunar, Pbn, sem: Pbn = 0.8 x Pb -r 1.55 x Qj [hö] (Líking IV) Útreiknuð bryggjuspyma (T): Tæknideild hefur þróað líkingu til að reikna út togkraft, gengið út frá ákveðinni „staðalskrúfu" og ákveðnum snúningshraða fyrir ákveðið þvermál, minnkandi snúningshraða með vaxandi þvermáli. Líkingin gildir bæði fyrir skrúfur í hring og hringlausar skrúfur og er eftirfarandi: T = (0.0116 x D2 + 0.076) x (1.15 + 0.1 x D) x Pb0-69 x S (Líking V) þar sem: T = útreiknuð bryggjuspyrna (tonn) D = skrúfuþvermál (m) Pb = bremsuafl vélar (hö) S = stuðull, S = 1.0 skrúfur í hring S = 0.71 skrúfur án hrings (meðaltal) Ef reikna á út hámarks bryggjuspyrnu fyrir skráð bremsuafl, Pb, er skráð bremsuafl vélar sett inn í líkinguna. í því tilviki sem hér um ræðir er verið að leita að útreiknaðri bryggjuspyrnu miðað við bremsuafl til ráðstöfunar, Pbn, og er sú stærð þar af leiðandi sett inn í líkinguna. Nýtanleg spyrna á togi (T,): Eins og mynd 1 sýnir þá fellur spyrnan með vaxandi hraða fyrir tiltekið vélarafl sem er til ráðstöfunar. Ef gert er ráð fyrir að nýtanleg spyrna miðað við 3ja hnúta togferö falli um 16% frá bryggjuspyrnu, þá verður spyrnan á togferð 84% af bryggjuspyrnunni, eða: Tt = 0.84 x T (tonn) (Líking VI) Það gildir eftirfarandi samband milli nýtanlegrar spymu á togi (Tt), dráttarkrafts (FT) og mótstöðu skips (Rs): FT + Rs = Tj (tonn) (Líking VII) Mótstaða skips (R$): Mótstaða skips við 3ja hnúta toghraða og vind- og sjávarstig B 3-4 (Beaufort 3-4) má áætla út frá eftir- farandi líkingu: Rs=2.4xBT/1000+5Rv (tonn) (Líking VIII) Þar sem BT er brúttótonnatala skips, þ.e. nýja mælingin sem finna má í skipaskrám, og 5RV er viöauki vegna vindmótstöðu. Þetta er nálgunaraðferð sem Tæknideild hefur sett fram og gefur grófa stæröargráðu skipsmótstöðunnar. í töflu I eru upplýsingar um viðauka í vindmótstöðu, 5RV, eftir skipsstærð og vindstyrkleika, þ.e. 4, 5, 6 og 7 vindstig. Þannig má lesa út úr töflunni að ef skipið er 1500 BT og vind- styrkleiki 6 vindstig, að viðbótar vindmótstaða, 5RV, er mitt á milli 1.53 og 1.74, eða um 1.64 tonn. Ef aðeins er reiknað með það sem við köllum meðalaðstæður (3-4 vindstig) verður 5RV = 0. Tafla 1 Áætlaður vindmótstööuauki Rv Viöauki í vindmótstöbu (tonn) viö breytilegan vindstyrkleika B í-tala 4 stig 5 stig 6 stig 7 stig 200 0,03 0,13 0,22 0,42 400 0,07 0,26 0,44 0,84 600 0,10 0,39 0,65 1,25 800 0,14 0,52 0,87 1,67 1000 0,17 0,65 1,09 2,09 1200 0,21 0,78 1,31 2,51 1400 0,24 0,91 1,53 2,92 1600 0,28 1,04 1,74 3,34 1800 0,31 1,17 1,96 3,76 2000 0,35 1,30 2,18 4,18 2200 0,38 1,43 2,40 4,59 2400 0,41 1,56 2,62 5,01 22 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.