Ægir - 01.10.1995, Síða 27
t.d. Fiskmarkaður Hafnarfjarðar öllu
hlutafé sínu á fyrstu tveimur ámnum og
var það ekkert einsdæmi. Þetta varð til
þess að til varð sérstök gjaldskrá þar sem
kveðið er á um löndunarkostnað og af-
greiðslugjöld af kaupendum og móttöku-
gjald af seljendum. Þessi gjöld eru utan
við hlutfallsgjald af verði og eru föst
krónutala. Þessi gjaldskrá er í stórum
dráttum svipuð hjá flestum mörkuðum.
Stórir viðskiptavinir fá síðan afslátt frá
þessari gjaldskrá eins og gengur. Þannig fá
seljendur á Fiskmarkaði Suðumesja lækk-
un á fastri þóknun úr 4% í 3% þegar 33
milljóna króna marki er náð.
Nú greiðir seljandi á íslandsmarkaði
4% af söluverði og að auki 1 krónu á
hvert kíló. Kaupandinn greiðir íslands-
markaði 1,30 krónur á hvert kíló sem
skiptist þannig að markaðurinn sem
keypt er á fær 80 aura en íslandsmarkaður
50 aura. Innifalið í þessum gjöldum er
ýmis þjónusta, s.s. löndun úr smærri bát-
um, þrif og fleira. Að auki tekur t.d.
Reiknistofa fiskmarkaðanna 100 krónur í
lágmarksgjald á hvert boð.
Þetta þýðir í framkvæmd að þóknun
markaðanna er hlutfallslega minnst af
dýmm fiski, eða um 6%, en hæst af ódýr-
um fiski, eba 8-9%, þó auðvitaö sé þar
um lægri krónutölu að ræða.
Lítum á tvö dæmi:
Meöalverð á þorski á markaði var
80,96 krónur árið 1994. Af því verði fara
alls 5,53 krónur af hverju kílói eba 6,17%
til markaðarins. Algengt verð á ufsa og
karfa er t.d. 50,50 krónur. Af því verði
renna 4,32 krónur af hverju kílói eða
8,5% til markaðarins.
Þessi tvö dæmi gefa meðalþóknun upp
á 7%. Árið 1994 var seldur fiskur á mark-
aði fyrir rúmlega 7,2 milljarða króna. 4%
af því em í kringum 288 milljónir. 7% af
þessari upphæb eru hins vegar rúmlega
500 milljónir króna.
Ef við fömm milliveginn og giskum á
að jafnabarþóknun markaðanna sé um
6% þá verður heildarkakan um 435 millj-
ónir sem skiptist þannig milli samkeppn-
isblokkanna að íslandsmarkaður fékk í
sinn hlut um 252 milljónir en Reiknistofa
fiskmarkaðanna um 182 milljónir. Rétt er
að fram komi að deilt er um hvert þetta
jafnaðarhlutfall sé og telja fulltrúar beggja
markaða að þab sé innan við 6%.
„Ég hef tekið saman ab bátar sem
skipta mikið við okkur eru að greiða að
jafnabi 4,8% til okkar en ekki sjö til átta
prósent eins og sumir halda fram," sagði
Ólafur Þór Jóhannsson framkvæmdastjóri
Fiskmarkabs Suðurnesja í samtali vib Ægi
sem vildi meina að þóknun fiskmarkaö-
anna væri í heild 5,3% til 6,6% af heildar-
veltu.
Fyrstu árin erfið
Afkoma fiskmarkaðanna hefur verið
misjöfn milli ára en almennt mun óhætt
að segja að sú gjaldskrá sem sett var á um-
fram hin lögboðnu 4% hafi bjargað
mörkuðunum og við núverandi aöstæður
sé rekstur þeirra nokkuð tryggur svo fremi
að þeir fái einhvern fisk til að selja.
Fiskmarkabur Hafnarfjarðar, elsti mark-
aðurinn, er átta ára gamalt fyrirtæki sem
hefur náð ab greiða nibur lungann af sín-
um fjárfestingum. Á síðasta ári var hagn-
aöur af rekstrinum upp á 6 milljónir en
Reiknistofa fiskmarkaða tengir og heldur
sameiginleg uppboð fyrir eftirtalda
fiskmarkaði:
kau^Ju:
0!
Fiskmarkaöur Snæfellsnes: 436 1611
Fiskmarkaöur ísafjaröar: 456 3088
Fiskmarkaöur Tálknafjaröar: 456 2656
Fiskmarkaöur Hornafjaröar: 478 2057
Fiskmarkaöur Hólmavíkur: 451 3132
Fiskmarkaöur Hornafjaröar: 473 1360
Fiskmarkaöurinn Dalvík: 466 1140
Faxalón, Hafnarfirði: 565 1961
Fiskmarkaður Húsavík: 464 2044
Faxalón, Reykjavík: 552 3280
Betri fiskmarkaðurinn, Bolungarvík: 456 7578
Fiskmarkaður Suðurnesja:
Njarðvík: 4215300
Grindavík: 426 7300
Sandgerði: 423 7660
-■■■■■■■ viö bjóöum viöskiptavinum beintengingu við tölvu okkar
Reiknistofa fiskmarkaða hf
Hafnarbakka 13, Box 45, 260 Njarðvík, S: 421 5302, Fax: 421 5708
ÆGIR 27