Ægir - 01.10.1995, Qupperneq 28
tap tvö árin á undan. Tvisvar sinnum hef-
ur veriö greiddur aröur til hluthafa.
Hundraö hluthafar eru í Fiskmarkaöi
Hafnarfjaröar. Stærstir þeirra eru Sjóla-
stööin, Buröarás, Stálskip, Lýsi hf. og
Kassageröin, en saman eiga þessir stærstu
hluthafar tæp 40%.
Grétar Friöriksson, fram-
kvæmdastjóri Fiskmarkaðs Hafn-
arfjarðar, sagöi að fiskmarkaöir
ættu í vök að verjast eftir því sem
mörkuðum fjölgaði, afli minnk-
aði og frystitogurum fjölgaði en
isfisktogurum og bátum fækkaði.
Óttast úreldingu
„Sú tilhneiging aö smæni út-
gerðaraöilum fækkar og smábát-
um fækkar óðfluga er stærsta
ógnunin viö tilveru okkar því
þetta eru einkum þeir aðilar sem
leggja upp hjá okkur. Stóru út-
gerðarfyrirtækin nota ekki mark-
aðina nema aö litlu leyti.
Allir fiskmarkaðir á íslandi
seldu um 100 þúsund tonn í
fyrra og það sýnir betur en margt annaö
að verðið sem myndast hér er raunveru-
leiki og full ástæða til að taka mark á því,
hvað sem andmælendur segja.
Ég er bjartsýnn á framtíöina en við
erum í harðri samkeppni við sjófrystingu
og bein viðskipti með tonn á móti tonni
sem ég held að við getum alveg staðist.
Við þurfum að þrauka þar til þorskafli fer
að aukast á ný. Það sem ég óttast er að
eftir fimm ár verði búið að úrelda allan
þann flota sem sér mörkuðunum fyrir
hráefni."
Reiknistofa fiskmarkaðanna er tölvu-
fyrirtæki sem rekið er sameiginlega af
þeim hópi fiskmarkaða sem ráða yfir
rúmlega 42% markaöarins í heild. Til
skamms tíma voru 11 fiskmarkaðir í þeirri
blokk sem halda sameiginleg uppboð
daglega kl. 11:00 á sumrin en kl. 15:00 á
veturna. Talan 11 er breytingum háð þar
sem framtíð Fiskmarkaðar ísafjarðar er ó-
ljós þegar þetta er skrifað en viðskiptin
sem áður fóru fram þar munu áfram til-
heyra þessari blokk markaða.
Reiknistofan sér um alla innheimtu,
greiðir öllum seljendum, greiðir öll opin-
ber gjöld fyrir alla markaðina og sér um
allt uppgjör fyrir alla markaðina. Upp-
gjörsaðferðir þeirra eru mun meira sam-
eiginlegar en tíðkast hjá Islandsmarkaði.
Fyrir þessa þjónustu greiða fiskmarkaðir,
sem eru aðilar að Reiknistofu fiskmarkað-
anna, 0,65% af ársveltu til hennar.
Valbjörn og Fiskanes eiga 34%
Fiskmarkaður Suðurnesja er langstærst-
ur þeirra markaða sem eru aðilar að
Reiknistofu fiskmarkaðanna og hafði 62%
viðskiptanna á síðasta ári en 60% til 1.
sept. 1995. Næstir honum að stærð koma
síðan markaöurinn í Ólafsvík með 11%,
Isafjörður með 9%, Hornafjörður með
10% og Dalvík með 5%.
Hluthafar í Fiskmarkaði Suðurnesja eru
tæplega 90 og stærstu einstöku eigendur
eru Valbjörn hf. í Sandgerði, sem á 18%,
og Fiskanes í Grindavík sem á 16%. Bæði
þessi fyrirtæki eru í útgerð og fiskvinnslu.
Gjaldskráin hjá Reiknistofu fiskmark-
aða er eðlilega með líkum hætti og hjá
íslandsmarkaði og algengast að markað-
ir taki 4% í þóknun. Þar fyrir utan er
hverjum markaði innan Reiknistofu
fiskmarkaðanna í sjálfsvald sett hvernig
gjaldtöku er háttað, en Fiskmarkaður
Suðurnesja tekur t.d. afgreiðslugjald af
seljendum sem er á bilinu frá 20 aurum
upp í 1 krónu á kíló. Kaupendur greiða
að jafnaði krónu á kíló í afgreiðslugjald.
Vigtargjald er 16 aurar en það rennur til
hafnarinnar en Reiknistofa fiskmarkab-
anna sér um ab innheimta það og greiða
út. Vigtargjald er ekki innheimt í Reykja-
vík og Hafnarfirði.
Auðveldara að svindla í föstum
viðskiptum
„Þetta er aukaskattur á okkur hér á
Suðurnesjum sem ríku hafnirnar sleppa
vib að innheimta," sagði Ólaf-
ur Þór Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Fiskmarkabs Sub-
urnesja, í samtali við Ægi.
Hann sagbi að eftir erfiðan
tíma hefði orðið góður hagn-
abur af rekstri Fiskmarkaðs
Suðurnesja á síðasta ári. Hann
sagðist í heiidina litið vera
bjartsýnn á framtíð fiskmark-
aða.
„Vib erum í harðri samkeppni
við föst viðskipti. Við erum
ekki bara að keppa um verð
heldur við kvótakerfið og af-
leiðingar þess því það er miklu
aubveldara ab fela þorsk og
breiða yfir hann í föstum vib-
skiptum en á markaði.
Ef markabslögmálin fengju að rába þá
væri auðvitað allur fiskur seldur á mark-
aöi.
Markaðir eiga eftir að stækka. Ég er
ekki nokkrum vafa um það. Vib aukum
hlutdeild okkar þrátt fyrir samdrátt í
afla. Umræðan nú er um að fá allan fisk
á markað og það væri það besta sem
gerðist.
Þab sem þarf aö gera er aö taka ráð-
stöfunarrétt aflans af þeim sem eiga afla-
heimildirnar. Útgerðarmenn og sjómenn
eru þeir bestu til að sækja fiskinn en við
eigum síðan að fá tækifæri til þess að
gera það besta fyrir þjóöarbúið úr aflan-
um. Þab er ekki sjálfgefið að þab verð
sem stóru fyrirtækin fá fyrir afla sem þau
veiða sjálf sé það besta fyrir þjóöarbúiö.
Ef þeir eru að gera jafnvel og betur en
hinir sem versla á markaðnum þá ættu
þeir ekki að óttast samkeppnina.
Þaö segja sumir ab markaðirnir sé
afætur og sjá ofsjónum yfir þessum fáu
prósentum sem við tökum. Ég fullyrði að
verðmætaaukningin sem fiskmarkaðir
hafa leitt af sér er margfalt meiri en svo
að taki því að minnast á þjónustugjöld
okkar," sagbi Ólafur Þór ab lokum. □
1988 1989 1990
1991
1992 1993 1994
Samanburður á meðalverði þorsks á
mörkuðum og í beinum viðskiptum
28 ÆGIR