Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.1995, Side 30

Ægir - 01.10.1995, Side 30
Tæknideild Fiskifélags íslands og Fiskveiðasjóðs íslands: Klæðskerasaumað troll Tæknideildarmenn, þeir Emil Ragnarsson, Stefán Kárason og Jón Sigurösson. stærri og smærri skuttogarar, fiskibátar, varöskip, dráttarbátar og ferjur. Annað þróunarskeið í sögu tækni- deildarinnar hófst með þátttöku í sam- norrænu orkusparnaðarverkefni en þá var farið að mæla afl vélar beint til skrúfu og þar meö eldsneytisnýtingu. í framhaldi af því hafa starfsmenn tækni- deildar, einkum Stefán Kárason, smíðað stóran hluta af þeim mælibúnaði, sem notaður er um borð, ásamt kvörðunar- búnaði í tækjasal deildarinnar, enda leggja starfsmenn metnað sinn í að ná- kvæmni mælinga sé eins og hún gerist best hjá rannsóknastofnunum. Þriðja stigið var síðan tölvuvæðing aflnýtni- og olíumælinga um borð í skipunum. Aftur var það Stefán sem var potturinn og pannan í að smíða þann sérhæfða búnað sem þurfti, en Auðunn Tæknideild Fiskifélagsins hóf brautryöjendastarf á sviði orku- notkunar fiskiskipa árið 1976 þeg- ar olíumælingar í skipum hófust með því að deildin setti upp sína eigin mæla meö fjaraflestri um borð í fiskiskip. Þessi mælar fóru víða um flotann og urðu til þess að skipstjórar og vélstjórnarmenn kynntust af eigin raun notagildi slíks búnaöar og árið 1979 fóru að koma slíkir mælar frá innlendum framleiöendum á markað og hafa síðan sannað ágæti sitt. „Á þessum árum var lögð mjög mikil áhersla á olíusparnað en olíukostnaður nam þegar verð var hæst rúmlega 20% af aflaverðmæti," sagði Emil Ragnars- son, yfirmaður tæknideildar, í samtali við Ægi. Frá því að fjölþættar mælingar deildarinnar hófust hafa 98 skip verið togmæld, auk fjölda annarra mælinga er taka til annarra þátta. Skipin sem mæld hafa verið eru af ýmsum gerðum, þ.e. „Við létum mæla togkraft Slétt- baks vegna þess að ætlunin er að kaupa nýtt flottroll og þá skiptir mjög miklu máli að vita upp á hár hve togkrafturinn er mikill því á því byggist stærö troilsins. Bráðabirgða- niðurstöður sýna að skipið togar 40 tonn viö 90% álag og það er eigin- lega meira en við bjuggumst við," sagði Gunnar Larsen, tæknistjóri Útgerðar- félags Akureyringa, í samtali við Ægi. Út- gerðarfélag Akureyr- inga er eitt þeirra fyr- irtækja sem notfærir sér reglulega þjón- ustu tæknideildar Fiskifélags íslands. Gunnar sagði að ætlunin væri að mæla annað skip fé- lagsins á næstunni. Mælingarnar skipta miklu máli við val á veiðarfærum en ekki síður við lagfæringar á skrúfubúnaði og t.d. er algengt að togkraftur sé mældur þeg- ar skrúfuhringur er settur á eða skipt um skrúfublöð. Þess má geta að Sléttbakur er með- al eldri togara í flotanum, smíðaður í Noregi 1968 en endurbyggður 1987. Sléttbakur EA 304. 30 ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.