Ægir - 01.10.1995, Qupperneq 50
toggálgar en yfir frambrún skutrennu er pokamastur sem
gengur niður í skorsteinshúsin. Toggálgapallur tengist við
pokamastur.
Vélabúnaður
Framdrifts- og orkuframleiðslukerfi: Aðalvél skipsins er frá
Grená Motorfabrikk, sex strokka fjórgengisvél með forþjöppu
og eftirkælingu. Vélin tengist niöurfærslugír og skiptiskrúfu-
búnaði frá Grená.
Tæknilegar upplýsingar (aðalvél með skrúfubúnaði):
Gerb vélar 6FR-24TK
Afköst 596 KW (810 hö)*
750 sn/mín
2.14:1
Blaöafjöldi skrúfu 3
1750 mm
351 sn/mín
Fastur
* Skilgreind afköst eru öxulafl.
Við fremra aflúttak aðalvélar er Hytek deiligír sem við tengj-
ast tvær Brattvaag G18 vökvaþrýstidælur fyrir vindur, sem
skila 17801/mín hvor við 375 sn/mín og 30 kp/cm2 þrýsting.
í skipinu eru tvær Volvo Penta hjálparvélasamstæöur. Önn-
ur er af gerð TAMD 122 A, 270 KW (367 hö) við 1500 sn/mín
og knýr riöstraumsrafal frá Stamford, 202 KW (253 KVA), 3 x
380 V, 50 Hz. Hin er af gerð TMD 100 AK, 118 KW (161 hö)
við 1500 sn/mín og knýr Stamford riðstraumsrafal af gerð MC
434A, 104 KW (130 KVA), 3 x 380 V, 50 Hz.
Annar vélbúnaður: Stýrisvél er rafstýrð og vökvaknúin frá
Scan, gerð MT 1600, snúningsvægi 1600 kpm.
í skipinu er ein Westfalia skilvinda af gerð ÖTA-2-00-066
fyrir brennsluolíu. Ræsiloftþjappa er frá Espolin af gerö H3S,
afköst 11.1 m3/klst við 30 bar þrýsting, en auk þess er hand-
knúin varaloftþjappa. Fyrir vélarúm og loftnotkun véla er einn
rafdrifinn blásari.
Rafkerfi skipsins er 380 V riöstraumur fyrir mótora og stærri
notendur og 220 V riðstraumur til ljósa og almennra nota í
íbúðum. í skipinu er 380 V landtenging.
Tankmælikerfi er frá Peilo Teknikk. í skipinu er ferskvatns-
framleiðslutæki frá Atlas af gerö AFGUl, afköst 2.5 tonn á sól-
arhring. Fyrir vélarúm er Halon 1301 slökkvikerfi og KEW
þvottakerfi fyrir vinnslurými.
íbúðir eru hitaðar upp með miðstöðvarofnum (miðstöðv-
arketill) og loftræstar með rafdrifnum blásurum. Tvö vatns-
þrýstikerfi eru í skipinu (sjó- og ferskvatnskerfi).
Fyrir vökvaknúinn vindubúnað (lágþrýstikerfi) eru áður-
nefndar véldrifnar vökvaþrýstidælur, drifnar af aðalvél um
deiligír, og auk þess ein rafdrifin G 5 dæla fyrir átaksjöfnunar-
búnað og til vara. Fyrir háþrýstivindur og krana er rafdrifin
vökvaþrýstidæla og auk þess er sérkerfi fyrir búnað á vinnslu-
þilfari með tveimur dælum.
Fyrir frystitæki og frystilest eru þrjár kæliþjöppur (stimpil-
þjöppur) frá Sabroe, tvær af gerð T3MC 108S, knúnar af 41
KW Schorch rafmótorum, og ein af gerð TCMD 18, knúin af
19 KW ASEA rafmótor, kælimiðill Freon 22.
íbúðir
íbúðir eru samtals fyrir 13 menn í tveimur 3ja manna, tveim-
ur 2ja manna og þremur eins manns klefum.
Á neðra þilfari em fremst tveir þriggja manna klefar og tveir
tveggja manna klefar. Þar fyrir aftan í b.b.-síðu er eins manns
klefi, snyrting með sturtu og salemi, borðsalur, matvælageymsla,
stigagangur, eldhús og aftast hlífðarfatageymsla ásamt þurrk-
klefa, salernisklefa o.fl.
Á efra þilfari eru tveir eins manns klefar, snyrting með salerni
og sturtu og stigagangar.
Vinnuþilfar (fiskvinnslurými)
Móttaka: Framan við skutrennu er vökvaknúin fiskilúga sem
veitir aðgang að fiskmóttöku, um 7 m3, aftast á vinnuþilfari. í
efri brún skutrennu er vökvaknúin skutrennuloka. Fiskmóttöku
er skipt í tvo geyma og er hleypt úr þeim um tvær vökvaknúnar
lúgur á framþili.
Vinnslubúnaður: Skipið er búið rækjuvinnslubúnaði og er
búnaður til flokkunar, suðu, pökkunar og frystingar. Flokkunar-
vél er frá Carnitech af gerð BSL, afköst 750-1000 kg/klst, og
rækjusjóðari (olíukyntur) frá Kronborg. Tölvuvogir em frá Póls,
þrjár af gerðinni S-55.
Frystibúnaður: í skipinu eru eftirtalin frystitæki: Tveir láréttir
Jackstone plötufrystar, 10 og 13 stöðva; og einn lausfrystir.
Fiskilest (frystilest)
Lestarými er um 340 m3 og er lestin búin fyrir frystingu. Lest-
in er einangruð með polyurethan og klædd með plasthúðuðum
krossviði. Kæling er með kælileiðslum í lofti lestar. í lest er ál-
uppstilling. Framantil á lest er eitt lestarop með lúguhlera og til-
svarandi iosunarlúga á efra þilfari, framan við yfirbyggingu.
Fyrir affermingu er losunarkrani, b.b.-megin á efra þilfari
framan við yfirbyggingu.
Vindubúnaöur, iosunarbúnaður
Almennt: Vindubúnaður skipsins er vökvaknúinn (lágþrýsti-
kerfi) frá A/S Hydraulik Brattvaag og er um að ræða tvær tog-
vindur, tvær grandaravindur og akkerisvindu. Auk þess er skipið
búið fjómm háþrýstiknúnum hjálparvindum, Pullmaster smá-
vindum og losunarkrana frá HMF.
Togvindur: Á efra þilfari, aftan við yfirbyggingu, em tvær tog-
vindur (splittvindur) af gerð DIA10, hvor búin einni tromlu og
knúin af einum vökvaþrýstimótor.
Tæknilegar stærðir (hvor vinda):
Tromlumál .. 510 mmo x 1800 mmo x
464 mm
Víramagn á tromlu .. 1830 m af 22 mmo vír
Togátak á miðja tromiu .. 4.6 tonn
Dráttarhraði á miðja tromiu.... .. 80m/mín
Vökvaþrýstimótor .. MA10
50 ÆGIR