Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1995, Blaðsíða 32

Ægir - 01.12.1995, Blaðsíða 32
Samþykktir 54. Fiskiþings sem haldið var í Reykjavík dagana 21.-23. nóvember 1995 Fiskiþing, hiö 54. í rööinni, var haldiö í Reykjavík 21.-23. nóvember sl. Miklar og líflegar umræöur urðu á þinginu um fjölmörg mál sem efst eru á baugi í þeirri síkviku og lifandi umræöu sem jafnan er í sjávarútveginum. Með þessu þingi staðfesti Fiskiþing þaö forystu- og sameiningarhlutverk sem núverandi forusta félagsins ætlar því. Fulltrúar voru nokkru fleiri nú en áður vegna þess aö breytt lög heimila setu fleiri fulltrúa á þinginu en þaö stuðlar aö víðtækari umfjöllun og breiðari skírskotun sem hlýtur aö verða þar sem fulltrúar jafn margra og ólíkra hópa koma saman. Á þinginu var unniö mikið og merkt starf sem kristallast í fjölmörgum ályktunum um ýmis ólík efni sem hér birtast. Um sumt var sátt en annað varð tilefni deilna og skoðanaskipta eins og verða vill þegar fjallað er um undirstöðuatvinnuveg heillar þjóðar. Rekstrarumhverfi Fiskiþing gerir þá kröfu til stjórn- valda að þau skapi fyrirtækjum í sjávarútvegi eðlilegt rekstrarumhverfi. Fyrirtækin verða að hafa svigrúm til þess að greiöa mannsæmandi laun og fjárfesta í nýrri tækni- og vöruþróun. Þróunarsjóður Fiskiþing leggur til að Þróunarsjóður sjávarútvegsins einbeiti sér að þróun og uppbyggingu. Úttekt á sóknarmynstri Fiskiþing felur Fiskifélagi íslands að hafa forgöngu um að láta gera úttekt á breytingum á sóknarmynstri og verk- efnastöðu hinna ýmsu útgerðarflokka síðustu 20 árin. Verkefnið verði unnið í samvinnu við mennta- og vísinda- stofnanir og áhersla lögð á að kanna ástæður breytinganna og afleiðingar. Auðlindaskattur Fiskiþing mótmælir harðlega öllum hugmyndum um nýja auðlindaskatta. Hvalveiðar 54. Fiskiþing hvetur ríkisstjórn ís- lands til að leyfa hvalveiðar hér við land eigi síðar en sumarið 1996. Allt bendir til þess að fjölgun hvala stefni til ójafnvægis í lífríki sjávar. Veiðarnar fari eftir ráðgjöf Hafrannsóknastofn- unar. Selveiðar 54. Fiskiþing hvetur til þess að stjórn- völd stuðli að sem skynsamlegastri nýtingu selastofna hér viö land. Þingið varar sérstaklega við þeirri hættu sem gæti stafað af aukinni selagengd á fiskimiðum við ísland. Þingið þakkar hringormanefnd vel unnin störf og hvetur hana til áfram- haldandi starfa. Jafnframt skorar þingið á stjórnvöld að vinna að því við Evrópu- ríki og Bandaríkin að aflétt verði innflutningsbanni á selaafurðum. Úthafsveiðar 54. Fiskiþing beinir til stjórnvalda að þau láti kanna nú þegar markvisst og ákveðið hvar íslendingar geti átt mögu- leika á að stunda úthafsveiöar til að skapa sér veiðireynslu og réttindi. Við athugun þessa skal sérstaklega hafa í huga ýmis ákvæði í nýsamþykktum úthafsveiði- samningi. Tími til þessa er nú orðinn mjög naumur, e.t.v. einungis 1-2 ár. Því þarf að vinna markvisst að málinu. Endurskoðun landhelgismarka 54. Fiskiþing vill leggja áherslu á að hraðað verði störfum nefndar þeirrar sem vinnur að endurskoðun laga nr. 81/1976 um fiskveiðilandhelgina og tillit verði tekið til vistfræðilegra forsendna í því starfi. Úthafsveiðar og veiðar vannýttra tegunda 54. Fiskiþing skorar á stjórnvöld að beita sér í auknum mæli fyrir því að kannaðir verði möguleikar íslenskra fiski- skipa til veiða á vannýttum tegundum innan landhelginnar og í úthafinu. Þingið bendir sérstaklega á þörfina á auknu fé til rannsókna á þessu sviði og aö þess sé gætt að strangar reglur um endurnýjun á skipum hamli ekki við- leitni í þessa átt. Þó vill þingið jafnframt benda á að varkárni sé gætt ef notuð eru veiðarfæri með smáriðnum möskvum við tilraunaveiðar, þannig að ekki sé unnið tjón á þekktum nytjastofnun með seiðadrápi. Loðnu- og síldarleit rannsóknaskipa 54. Fiskiþing beinir því til Haf- rannsóknastofnunar að kanna hvort ekki sé markvissara að nota skipakost stofn- unarinnar meira til almennra fiski- og hafrannsókna í stað loðnu- og síldarleitar sem betur verði sinnt með loönu- og síldveiðiskipum. Úrgangur frá fiskiskipum 54. Fiskiþing vísar í samþykkt 53. Fiskiþings varðandi meðhöndlun á úrgangi frá fiskiskipum og ítrekar þá afstöðu sem þá var tekin. Gæðaímynd íslenskra fiskafurða 54. Fiskiþing skorar á stjórnvöld að árétta nauðsyn þess að viðhalda gæða- ímynd íslenskra fiskafurða. í því sam- bandi vill þingið skora á stjórnvöld að auka fræðslu um meðferð sjávarfangs meðal sjómanna og fiskvinnslufólks og að opinber athygli verði vakin á þeim 32 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.