Ægir - 01.12.1995, Blaðsíða 44
Tæknideild Fiskifélags íslands.
SKIPIÐ - STUTT LÝSING
5. júní 1994 kom skuttogarinn
Ottó Wathne NS 90 (2218) til
heimahafnar, Seyðisfjarðar. Skip
þetta sem áður hét Sirena Star er
keypt frá Noregi en undir kanad-
ískum fána. Skipið er fyrsta fiski-
skipið sem keypt er sérstaklega tii
landsins og fcer skráningu sem
íslenskt fiskiskip án veiðiheimilda í
íslenskri landhelgi.
Eftir að skipið var keypt voru
gerðar ákveðnar breytingar á búnaði,
m.a. bœtt við hjálparvélasamstœðu
og þriðju togvindunni, þannig að það
getur dregið tvö troll, svo og bœtt við
tcekjabúnaði á vinnsluþilfar og í brú.
Skipið er smíðað í mjög háum
ísklassa hjá Det Norske Veritas.
Skipið er í eigu Ottó Watlme hf. á
Seyðisfirði. Skipstjórar á skipinu eru
Páll Ágústsson og Vilhelm Annasson
og yfirvélstjóri er Páll Magnússon.
Framkvœmdastjóri útgerðar er
Trausti Magnússon.
Almenn lýsing
Gerð skips: Skuttogari meö vinnslubún-
aði (rækju- og heilfrysting).
Smíðastöð: A.M. Liaaen A/S, Álesund í
Noregi, smíðanúmer 114.
Afhending: Nóvember 1969.
Flokkun: Det Norske Veritas, * 1A1,
Stern Trawler, Ice A, * MV.
Byggingarlag almennt: Tvö þiiför
stafna á milli, fjögur vatnsþétt þverþil
undir neðra þilfari, skutrenna upp á
efra þilfar, hvalbakur fremst með heilt
hvalbaksþilfar yfir um 70% af
skipslengd og íbúðarhæö og brú á
hvalbaksþilfari framan við miðju.
Fyrirkomulag innanskips: Undir neðra
þilfari er framanfrá taliö: Stafnhylki
fyrir sjókjölfestu; hágeymar fyrir
brennsluolíu (sjókjölfestu); fiskilest
með botngeymum fyrir brennsluolíu
/sjókjölfestu; vélarúm með botngeym-
um í síðum fyrir ferskvatn; og aftast
skutgeymar fyrir brennsluolíu.
Fremst á neðra þilfari er geymsla, þá
íbúðarými og þar fyrir aftan fiskvinnslu-
rými með fiskmóttöku aftast. Aftan við
móttöku er stýrisvélarrými en til hliðar
við eru vélarreisnir, hjálparvélarrými og
geymslur.
Á efra þilfari er fremst lokað rými með
samtengdu þilfarshúsi fyrir aftan og
göngum í síðum (fyrir bobbinga). I fyrr-
nefndu rými eru íbúðir, þar fyrir aftan er
togþilfar skipsins.
Á miðju heilu bakkaþilfari er íbúðar-
hæð í fullri breidd með brú skipsins
fremst á henni.
Andveltigeymir eru fremst í íbúðar-
hæð.
Togfyrirkomulag: Fyrir tvær vörpur
undirslegnar og tiibúnar til veiða, og
unnt að draga tvö troll samtímis.
Aðalmál:
Mesta lengd......................... 66.60 m
Lengd milli lóðlína................. 59.04 m
Breidd (mótuð)...................... 10.50 m
Dýpt að efra þilfari......... 7.70 m
Dýpt að neðra þilfari........ 5.50 m
44 ÆGIR