Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1995, Blaðsíða 25

Ægir - 01.12.1995, Blaðsíða 25
Úr sjó til sælkera í glæsilegum og vönduóum umbúium frá Kassageró Reykjavíkur. Hjá Kassagerðinni hefur átt sér stað áratuga þróunarstarf við gerð margskonar fiskumbúða. Hönnun og önnur sérfræðiþjónusta á staönum. Hafið samband og við leysum vanda- málin fljótt og vel. KASSAGERÐ REYKJAVIKUR HF VESTURGARÐAR 1 104 REYKJAVÍK SlMI 55 38383 BRÉFASÍMI 55 38598 hafnamála væri að breytast. Vitar sem áður hefðu verið mannaðir og knúöir af gasi eða öðrum orkugjöfum, sem þurftu mikið eftirlit, væm nú mannlausir, sjálfvirkir og knún- ir rafmagni frá sólarorku. „Þetta nýja kerfi kemur að sumu leyti í stað þess tóma- rúms sem myndast þegar veðurskeyti hætta t.d. að koma frá Hornbjargi. Þar hætti vitavöröurinn í sumar og við settum upp sjálfvirka veðurathugunarstöð sem á eftir að reyna á hvernig þolir veturinn, en við erum bjartsýnir því reynsla okkar af þessum sjálfvirku stöövum hefur verið mjög góð eins og sést á samfelldum mælingum þar sem aldrei verður gloppa í þó veður sé afar vont." Kerfi eins og þetta á fáa sína líka í heiminum, svo vitað sé, að sögn Gísla. Þekktar fyrirmyndir koma þó frá Noregi þar sem einhver dæmi eru um einfalda upplýsingasíma af þessu tagi. í mörgum alþjóðlegum höfnum er hægt að nálgast svipaðar upplýsingar, t.d. í Amsterdam, Rotterdam og víðar. Sérstaða ís- lenska kerfisins felst fyrst og fremst í útbreiðslu þess, en eftir því sem best er vitað er það eina kerfið sem nær yfir heilt land. Þéttum netið á næstu árum Hvert stefnir í þessum málum? „Við vinnum eftir fjögurra ára áætlun um að þétta netið og bæta þjónustuna. Það koma óskir frá hafnarstjórnum og sjómönnum víða um land sem vilja fá þetta til sín. Þessi fyrsti hluti kerfisins hefur verið byggður tiltölulega hratt upp, en ég býst við að við förum eitthvað hægar á næstunni. En það er ljóst að eftirspurnin er nokkur." Gísli sagði að samstarfið við Veðurstofu íslands hefði verið mjög gott og kerfið lyti þeirra gæðakröfum og stöðlum og Veðurstofan fengi að sjálfsögðu óhindraðan aðgang að öll- um upplýsingum úr kerfinu. Landsvirkjun, Vegagerðin og Flugmála- stjórn taka veðrið Landsvirkjun fylgist með veðri á hálendinu og notar til þess átta sjálfvirkar veðurstöðvar sem fyrirtækið á sjálft, en auk þess er fylgst með veöri á tíu öðr- um stöðvum sem Veðurstofa Islands á. Stöðvar Landsvirkjunar eru á Dynjand- isheiði, Þingmannaheiði, við Kolku við Blöndulón, við Búrfell, í Veiöivatna- hrauni, í Þúfuveri, í Jökulheimum og við Sandbúðir á Sprengisandsleiö. Þorsteinn Hilmarsson upplýsinga- fulitrúi Landsvirkjunar sagði í samtali við Ægi að tilgangurinn væri að fylgj- ast með álagi á háspennulínur og úr- komu. Veðurstofan næmi einnig skeyti frá stöðvum Landsvirkjunar, en að öðru leyti væri skeytunum ekki miðlað áfram og væru ekki uppi neinar áætlan- ir um að gera það. „Við lítum svo á að það sé á verk- sviði Veðurstofunnar að miðla þessum veðurskeytum til aimennings." Vegagerð ríkisins á og rekur 19 sjálf- virkar veðurstöðvar á heiðum og fjall- vegum, en tekur skeyti frá fjórum að auki. Veðurskeytum frá þeim er veitt beint til almennings gegnum textavarp Sjónvarpsins. Að sögn Hjörleifs Jóns- sonar hjá Vegagerð ríkisins verður veð- urstöðvum í eigu Vegagerðarinnar fjölgað á næstu árum og stefnt að því að þær verði 30-40 innan fárra ára. Hjörleifur sagði að Vegagerðin liti á þaö sem skyldu sína að koma sem mestum upplýsingum sem fljótast til almenn- ings og væri ætlunin að auka enn þá þjónustu, t.d. með tölvukortum á skjám á fjölförnum stöðum við þjóð- veginn sem sýndu færð og veður á veg- um landsins. Einnig væri í bígerð að setja upp sjálfvirkan aflestur við veginn austur fyrir fjall frá Reykjavík þar sem vegfarendur gætu séð í sjónhending við Rauðavatn hvernig veður væri á Hellisheiði og hvort betra væri að fara Þrengsli. ÆGIR 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.