Ægir - 01.12.1995, Blaðsíða 6
urlöndunum, Litháen og Eistlandi kom
skýrt fram að slysatíðni og tíðni alvar-
legra sjúkdóma sjómanna er mun hærri
en starfsstétta í landi. í skýrslu um nið-
urstöður ráðstefnunnar til siglingamála-
stjóra segir:
„Mikla athygli vakti að þeir sem
vinna í vélarúmum skipa eru sérstakur
áhættuhópur varðandi krabbamein og
eru þeir meö mun hærri tíðni krabba-
meins en aðrar stéttir um borð. Ef haft
er í huga að vélstjórar reykja minna en
aðrar stéttir um borð í skipum þarf að
leita annarra orsaka og beindust sjónir
manna að asbesti sem mikið var notað í
skip en er nú bannað á Norðurlöndun-
um. Bent var á aðra hugsanlega krabba-
meinsvalda sem höfðu meiri áhrif á
starfsmenn í vélarúmi en aðra í áhöfn. í
vélarúmi er mikið um meðhöndlun
allskyns olíuvara, s.s. brennsluolíu,
smurolíu, feiti og hreinsiefna. Brennslu-
olía hefur versnað mikið á síðustu árum
og hafa Norðurlandaþjóðirnar sett regl-
ur um snefilefni í henni þar sem vitað
er að boðin er olía á markaðnum sem er
skaðleg bæði umhverfi og heilsu
manna. Jafnvel eru dæmi um að efnum
eins og l’CB (mjög krabbameinsvald-
andi) er bætt í olíuvörur án sjáanlegs til-
gangs nema þá til að losna við efnið án
þess að kosta til dýrri eyðingu. Vitað er
að inntaka snefilefna gerist með þrenn-
um hætti, með öndun, með mat og í
gegnum húöina. Gerðar hafa verið
mælingar á lofti í vélarúmum og í ljós
kemur að oftast er það mettað af mjög
fínum olíudropum í einhverju magni,
auk þess mettar öndun eða jafnvel út-
blástur frá vélum loftið líka. Við öndun
þessa lofts fer fram nokkur inntaka
snefilefna í gegnum lungun. í flestum
tilfellum nota starfsmenn í vél ekki
hanska við vinnu sína og mikil olíu-
óhreinindi eru viðloðandi húð sem
kemst svo áfram inn í vefi líkamans.
Olíuóhreinindi á höndum komast auð-
veldlega í mat og áfram í meltingu."
í megnasta ólestri
í lokaorðum þessarar skýrslu segir
Kristinn Ingólfsson tæknifræðingur og
starfsmaður Siglingamálastofnunar að í
ljósi nýrrar þekkingar á högum sjó-
manna veröi að viðurkenna að almenn
heilbrigðismál þeirra séu í megnum
ólestri og mjög brýnt sé að taka á mál-
um þessum í heild.
Vinnueftirlit ríkisins hefur enga lög-
sögu yfir skipum heldur er það Siglinga-
málastofnun ríkisins sem lítur eftir heil-
næmu umhverfi um borð. Páll Guð-
mundsson yfirmaður skoðunardeildar
Skúli Magnússon vélstjóri við
störf sín um borð í Stapafellinu.
Glöggt má sjá að hann hirðír lítt
um þær varúðarráðstafanir sem
minnst er á í greininni varðandi
beina snertingu olíuefna við húð.
Eins og fram kemur í ummælum
Vilhjálms Rafnssonar auka reyk-
ingar krabbameinshættu veru-
lega.
stofnunarinnar sagði að unnið væri að
gerð nýrrar reglugerðar sem tæki til
mun fleiri atriða sem snertu hollustu og
vinnuumhverfi vélstjóra og annarra
áhafnarmeðlima en áður.
Hann sagði að nú væru í gildi
ákveðnar kröfur t.d. um loftskipti í véla-
rúmi en margt hefði komið fram á und-
anförnum árum sem gerði endurskoð-
un nauðsynlega og mundi ný reglugerð
líta dagsins ljós á næsta ári.
„Það er að verða vakning í þessum
efnum meðal sjómanna sem sést t.d. á
fjölda fyrirspurna til'okkar varðandi
reykingar."
Mætum litlum skilningl
„Vélstjórafélag íslands hefur lagt fé í
áróður og upplýsingastarfsemi og reynir
eftir megni að koma til félagsmanna
sinna upplýsingum um þær hættur sem
að þeim steðja, sem eins og hér hefur
komið fram eru verulegar. Af þessu til-
efni tókum við þátt í könnun á dánar-
tíðni vélstjóra sem borin var saman við
dánartíðni annarra hópa hér á landi og
unnin var ásamt öðrum af Vilhjálmi
Rafnssyni lækni hjá Vinnueftirliti ríkis-
ins, en niðurstööur sem þegar hefur ver-
ið vitnað til í þessari umfjöllun lágu fyr-
ir á árinu 1984.
í framhaldi af niðurstööum könnun-
arinnar, sem gáfu ótvírætt til kynna að
vélstjórn um borð í skipum væri
áhættusamt starf, ákvað félagið að gefa
út fræðsluefni á myndbandi um öryggi
og heilbrigði vélstjóra. Myndbandið
kom út á árinu 1991 og á að vera til um
borð í flestum skipum," sagði Helgi Lax-
dal, formaður Vélstjórafélags íslands, í
samtali við Ægi.
Slysavarnaskóli sjómanna þarf að
endurskoða afstöðu sína
„Þessi mál um öryggi ber að sjálf-
sögðu oft á góma í tengslum við kjara-
samninga og fleira samskipti okkar við
okkar helsta samningsaðila LÍÚ, en þaö
verður að segjast eins og er að mál af
þessu tagi njóta ekki forgangs á þeim
bæ, hugsanlega að hluta til vegna þess
að umræðan um mengun og heilsuspill-
andi efni er almennt frekar skammt á
veg komin hjá okkur. Nú fyrir um ári
síðan kynnti ég helstu niðurstöður þess-
arar könnunar á fundi hjá Slysavarna-
skóla sjómanna og óskaði eftir því að
skólinn stæði fyrir námskeiði sem fjall-
aði um helstu áhættuþætti varðandi
störf vélstjóra eða felldi efnið inn í
hefðbundin námskeið. Skemmst er frá
því að segja að ekkert í þá átt hefur litið
dagsins ljós.
Mér virðist að einu viðurkenndu
hætturnar sem tengjast sjómennsku á
þeim bæ lúti að „maður fyrir borð" eða
störfum á vinnuþilfari. Þessa afstöðu tel
ég að skólinn þurfi að endurskoða en
líta í stað þess til skipsins sem heildar
því frá mínum bæjardyrum séð verður
ótímabærum dauðsföllum og veikind-
um tæpast forgangsraðað út frá orsök-
um, þau hljóta öll að fá sömu með-
höndlun," sagði Helgi að lokum.
Norrænar reglur vernda okkur
Samkvæmt upplýsingum Ægis varð-
andi þá staðhæfingu að PCB-efnum sé
6 ÆGIR