Ægir - 01.12.1995, Blaðsíða 24
öldu í sekúndum sem er mat á öldu-
lengd. Þannig gefur sveiflutíminn 4 til
6 sekúndur til kynna aö um vindöldu
sé aö ræöa en þegar sveiflutíminn leng-
ist er þaö háö ölduhæö hvort um er aö
ræöa undiröldu eöa í vaxandi sjó. í af-
tökum getur kennialdan oröiö vel yfir
10 metrar og sveiflutíminn vel yfir 10
sekúndur. Næst hæsta kennialda á
öldudufli sem mælst hefur mældist
þann 9. janúar 1990 suöur af Vest-
mannaeyjum 16,7 metra há meö
sveiflutímann 15 sekúndur. í sama
veöri mældist á öldudufli vestur af
Garöskaga kennialdan hæst 14,0 metr-
ar og hæsta einstök alda yfir 25 metra.
í vonskuveörinu sem gekk yfir land-
iö í lok október 1995 og var verst á
Vestfjörðum var ölduhæð út af Straum-
nesi að jafnaöi rúmir 13 metrar.
Meö tengingu þessara dufla við
tölvukerfi Vita- og hafnamála og al-
mennri miðlun þeirra upplýsinga sem
þaðan berast opnast nýir möguleikar
varöandi öryggisgæslu á sjó. Fari veður
og ölduhæö yfir ákveðin mörk getur
skipstjórnandi nú fengið tíöari og betri
upplýsingar um aöstæöur. Það er háö
stærð skipa og veiðiaðferð í hve mikl-
um sjó þau geta veitt. Minnstu bátar
geta veitt í allt að þriggja metra hárri
öldu, önnur fiskiskip í 3 til 5 metra
hárri öldu en stærstu togarar geta verið
við veiðar þó ölduhæö sé mun hærri,
en fari hún yfir ákveðin mörk þarf aö
grípa til öryggisráðstafana.
Reynslan sýnir aö upplýsingar þessar
nýtast best fyrir smábáta þegar taka
skal ákvöröun um hvort fara eigi í róð-
ur. Þær koma aö bestu gagni þegar þær
eru bornar saman viö sjóveöurspá, þeg-
ar veður fer versnandi eða er að ganga
niður. Smábátamenn, aö minnsta kosti
á Hornafirði og í Grindavík og víðar,
eru búnir að læra að nýta sér nútíma-
tækni og afla sér nákvæmra upplýsinga
um veður, sjólag og horfur, jafnvel án
þess að fara fram úr rúminu.
Það á að hringja í síma 902 1000
Og hvernig er svo best aö nálgast
þessar upplýsingar? Það er sáraeinfalt.
símatorg Pósts og síma er notað til þess
og kostar 16,60 krónur á mínútuna aö
hringja. Hafa ber í huga aö suma far-
síma getur þurft að stilla sérstaklega á
tónval eigi að nota upplýsingasímann.
Síminn er 902-1000. Símsvarinn veit-
ir allar upplýsingar um hvaða tölur skal
velja til þess aö fá lýsingu frá einstökum
stöövum og duflum. Símsvarinn bregst
mjög hratt við og tilraunir Ægis leiða í
ljós aö hann er afar vinsamlegur í notk-
un og fljótlega lærist á hann.
Ekkert eins í heiminum
En er þetta ekki kostnaðarsamt?
Hafa Vita- og hafnamál efni á þessu?
„Menn spyrja mikiö um þetta og því
er til að svara að það hafa allir lagst á
eitt til þess ab gera þetta kleift eftir að
okkur varð ljóst hve vinsælt þetta varð.
Staðreyndin er sú að það hefur mik-
ið verið hagrætt í rekstri Vita- og hafna-
mála undanfarin ár og vitar verða t.d.
stöðugt ódýrari í rekstri eftir því sem
sjálfvirkni fleygir fram. Það hefur með-
al annars gert okkur kleift að hleypa
þessu verkefni af stokkunum," sagði
Gísli Viggósson.
Hann benti á að hlutverk Vita- og
24 ÆGIR