Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1995, Blaðsíða 26

Ægir - 01.12.1995, Blaðsíða 26
Ennfremur sagði Hjörleifur að verið væri að setja upp talgervil svo hægt væri að nálgast veðurskeytin sjálfvirkt gegnum síma án þess að komast að sjónvarpi. Verið er að vinna að þessu og verður talgervillinn kominn í gagnið fyrir áramót. Ennfremur eru upplýsing- ar úr kerfi Vegagerðarinnar í gagna- bankanum Hafsjó, sem Strengur verk- fræðistofa setti upp, og þannig er það tengt inn á Internetið. Hjörleifur sagði að krafa tímans væri að almenningur fengi upplýsingar eftir þörfum eins fljótt og hægt væri og Vegageröin reyndi að svara þeim kröf- um. „Við viljum gjarnan auka aðgengi al- mennings að þessum upplýsingum. Þetta er bara spurning um hvaða leið er farin til þess." Hjörleifur sagði að samstarfið við Veðurstofuna væri gott og hún heföi aðgang að öllum stöðvum Vegagerðar- innar. Flugmálastjórn fylgist með veðri á öllum flugvöllum á landinu og er það enn sem komið er gert af starfsmönn- um flugvallanna. Flugmálastjóm er að setja upp net sjálfvirkra veðurathugun- arstöðva sem fylgjast stöðugt með loft- hita, yfirborðshita við jörð á flugbraut, vindátt, vindhraöa og rakastigi. Enn sem komið er er aflestur þessara sjálf- virku stöðva aðeins á hverjum stað, en það er ætlun Flugmálastjórnar að koma þessum upplýsingum áfram til loftfar- enda um símsvara eða talvél svo hægt sé að fá nýjar upplýsingar um veður á einstökum flugvöllum utan vinnutíma. Slikar stöðvar em þegar komnar upp á ísafiröi, Hornafirði, Akureyri, Egilsstöð- um og í Vestmannaeyjum. Veðurstofan: Eigin talgervili eftir áramót „Veðurstofan er í góðu samstarfi við stofnanir eins og Vita- og hafnamál og Landsvirkjun og Vegagerðina og skipt- ist á athuganagögnum við þær. Fyrsta sjálfvirka veðurstöðin í eigu Veðurstof- unnar var sett upp á Kambanesi og síð- an hefur sjálfvirkum veðurathugunar- stöðvum fjölgað hröðum skrefum," sagði Magnús Jónsson veðurstofustjóri í samtali við Ægi. Magnús sagði að eftir áramótin yrði tekin í notkun símsvarakerfi með tal- gervli hjá Veðurstofunni þar sem hægt yrði að fá upplýsingar frá öllum sjálf- virkum veðurathugunarstöðvum við sjó eða á sjó á einum stað. „Þegar allt er talið verða sjálfvirkar veðurathugunarstöðvar fljótlega mun fleiri en svo að þeim upplýsingum verði miðlað gegnum útvarp. Hér þarf þvi nýja og nútímalegri miðlunar- tækni." Á þessum talgervli verða jafnframt upplýsingar um veðurhorfur frá Veöur- stofunni svo notendur geta fengið mun heildstæðari mynd. Spárnar byggja að ákveðnu leyti á sjálfvirkum grunni þar Magnús Jónsson veðurstofu- stjóri segir að Veðurstofan sitji ekki við sama borð og aðrar rík- isstofnanir. sem tölvur breyta gildum frá stöðvum í talað mál. En allt verður þetta undir eftirliti veðurfræðinga og byrjunin verður líklega á spám fyrir djúpmiðin. „Við vonumst til þess að þessi þjón- usta verði komin í gagnið í lok janúar eða byrjun febrúar." Á þessum talgervli munu verða aö hluta upplýsingar frá sömu stöðvum og þeim sem Vita- og hafnamál rekur. Magnús vildi ekki meina að um sam- keppni væri aö ræða heldur mismun- andi form á þjónustu. Ekki hugsuð sem sérstök tekjulind Það mun áfram kosta 16,60 kr. á mínútu að hringja í nýjan taigervil Veðurstofunnar þegar þar að kemur. Reiknar Veðurstofan með einhverjum tekjum af rekstri hans? „Það má reikna með að það vegi eitt- hvað upp á móti kostnaði við uppsetn- ingu, en þetta er ekki hugsað sem sér- stök tekjulind. Hinsvegar er mjög líklegt, eftir því sem veðurspár verða sérhæfðari, að far- ið verði að greiða gjald fyrir þær af þeim aðilum sem þær þurfa aö nota." Veðurstofan er um þessar mundir að gera tilraunir með birtingu veðurskeyta frá ýmsum stöðvum beint í textavarpi Sjónvarps þar sem meðal annars eru birt skeyti frá sjálfvirkum stöðvum. „Við höfum farið varlega í þetta mál því okkur er gert skylt að afla tekna á móti kostnaöi við þessar stöðvar. Á sama tima hafa Vegagerðin og Vita- og hafnamál engar slíkar kvaðir og hafa haft mikinn sparnað og hagræði af rekstri þessara sjálfvirku stöðva. Vega- gerðin hefur sérstaklega miklar óbeinar tekjur af rekstri stöövanna á heiðum uppi vegna aukinnar hagkvæmni við snjómokstur." Að okkar mati ójafn leikur Eru þá ríkisstofnanir komnar bein- línis í samkeppni á þessu sviði upplýs- ingamiðlunar? „Okkur finnst þetta nokkuð ójafn leikur og þessar ríkisstofnanir séu langt frá því að sitja við sama borð. Vita- og hafnamál spara margar milljónir árlega með því að leggja niður mannaða vita- 26 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.