Ægir - 01.12.1995, Blaðsíða 37
„Ég kunni alveg sérstaklega vel vi&
Jón forseta. Það var ákaflega gott að
fiska á honum og mér fannst ég geta
haft hann alveg eins og ég vildi. Hvað
það snerti var hann langbesta skipið
sem ég hef komið nálægt."
Miðin eins og fiskabúr
Árin eftir stríðið voru gífurlega góð
fiskiár. Þorskurinn óð uppi og allir
veiddu vel. Nýir togarar streymdu til
landsins í tugatali, svokallaðir nýsköp-
unartogarar. Ársafli íslendinga af þorski
jókst á fáum ámm, úr 140 til 180 þús-
und tonnum á ári á stríðsárunum upp í
221 þúsund tonn árið 1949.
„Það er kannski ekkert skrýtið. Út-
lendingar hurfu aiveg af miðunum í
stríðinu svo hér var friðun samanborið
við það sem áður haföi verið. Miðin
voru eins og fiskabúr allt stríðið.
Við veiddum oftast í ís á þessum
ámm eftir stríðið og það var nær alltaf
siglt með aflann, en það kom fyrir að
við fórum á veiðar og verkuðum í salt
líka. Þetta smábreyttist svo eftir því sem
fiskvinnslu og frystingu hér innanlands
óx fiskur um hrygg."
Tóku menn sér frí eftir ákveðnu kerfi
á þessum togurum líkt og nú tíðkast eða
voru þeir á sjó mánuðum saman?
„Það var bara einn sem réði því
hvenær menn fóm í frí og það var skip-
stjórinn, nú og eða útgerðarmaðurinn.
Vinnudagurinn var 16 tímar á sólar-
hring í samræmi við vökulögin, þau
voru komin þegar ég fór fyrst til sjós. Ég
vandist því að þetta voru 16 tímar á
dekki og 8 í koju og maður reyndi þá að
sofa enda veitti ekkert af því. Svo fóru
margir að skipta þessu í 12 tíma vinnu
og 6 í hvíld. Það kemur út sem sami
vinnutími, en flestum líkar það betur.
Maður var oft búinn að fá nóg eftir 12
tíma, sérstaklega ef veður var leiðinlegt.
Á ísfiskiríi vom einir 27-28 menn á
gömlu síðutogurunum. Menn voru
miklu lengur að taka trollið og losa fisk-
inn úr því en maður sá seinna á skut-
toginu. Það var tímafrekt ef vel fiskað-
ist að hífa það inn í mörgum pokum og
mjatla því inn sem er gert í einni svipan
á skuttogurum."
Aldrei kvartaði neinn
Á gömlu togurunum eins og þeim
sem Markús kynntist fyrst var aðbúnað-
ur tiltölulega frumstæður miðað við
það sem nú þekkist. Aftur í voru yfir-
mannaíbúðir, eldhús og matsalur. Á-
höfnin svaf öll í einum lúkar frammi í
skipinu, einn vatnskrani og fata var
hreinlætisaðstaðan og einn stór kolaofn
á miðju gólfinu var upphitunin. Á
veggnum var ein klukka og rafljós í loft-
inu. Ef menn vildu þvo af sér föt var
hægt að fá vatn hjá kokknum í fötu.
Þegar illa lyktandi löndunargallar voru
þvegnir á síldinni þótti best að henda
þeim í sjóinn á stíminu og láta þá drag-
ast með um hríð. „Ég man ekki eftir því
að neinn kvartaði," segir Markús.
„Menn kvarta aðeins ef þeirra þekkja
eitthvað betra og það þekktu sjómenn
ekki á þessum tíma. Menn létu sér þetta
vel líka og eftir stríðið þegar allir fínu
nýsköpunartogararnir komu þá var
hægt að fara í bað um borð og hver
hafði sína koju og það vom bara 4 til 6 í
klefa. Það var annaðhvort rafkynding
eða olíufýring. Þetta var ógurlegur lúxus
og öllum leið betur.
Annars er þetta allt spurning um
hverju menn venjast. Einu sinni sat ég
alltaf við hlið manns sem notaði Iýsi út
á fiskinn. Mér fannst þetta ógeðfellt en
þetta var það sem hann var vanur."
Spurður um tómstundagaman, s.s.
bækur, tafl eða spil, segir Markús að slíkt
hafi aldrei verið haft uppi við á veiðum,
en menn hafi gripið í spil og tafl á
löngu stími en bækur hafi ekki sést.
Jafnvel nýsköpunarlúxusinn virðist
frumstæður þegar hann er borinn sam-
an við nútímatogara með sínum
trimmtækjum, gufuböðum, mynd-
bandstækjum og setustofum með leður-
sófasettum.
Við hinar frumstæðu aðstæður um
borð í gömlu togurunum gat oft verið
erfitt um vik þegar menn meiddu sig og
skrámuðu í dagsins önn líkt og gerist nú
til dags. Sérstaklega var hætt við ígerð-
um og Markús segir að það hafi jafnan
verið einhver einn úr hópi yfirmanna,
sem þótti nærfærinn, sem fékk það
hlutverk að stinga á kýlum og sauma
saman sár.
„Þetta var stundum vélstjóri, þeir
voru oft handlagnir. Ég sá einn skóla-
bróður minn skera sig mjög illa frá
þumalfingri og upp á handlegg. Stýri-
maðurinn saumaði hann saman og það
var eins og eftir vél, alveg stórfínt. Ég
varð stundum að gera þetta, en mér lík-
aði aldrei að sauma menn. Það blessað-
ist þó allt saman."
Læröi af fööur sínum
Markús var stýrimaður hjá karli föð-
ur sínum á Jóni forseta þar til sá gamli
fór í land 1950. Lærðir þú mikið af föð-
ur þínum í sambandi við skipstjórn og
veiðar?
„Já, ég gerði það og sennilega meira
en ég geri mér grein fyrir. Ég var venju-
lega uppi í brú hjá honum þegar ég var
vakandi og ekki var þörf fyrir mig á
dekkinu. Ég var ekkert ab spyrja hann
mikið, en fylgdist vel með og hann var
aö segja mér undan og ofan af þessu.
Hann kenndi mér á hraunið á Selvogs-
bankanum. Meb því að fylgjast með
honum og horfa á landið gekk ég í
skóla."
Dýptarmælirinn var eina hjálpartæk-
ið við veiöarnar á Selvogsbankanum. Þó
radar væri í sumum nýsköpunartogur-
unum þá dró hann aðeins 10 til 12 míl-
ur og því var stuðst vib mið í landi og
togað eftir baujum við hraunkantinn
ÆGIR 37