Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1995, Blaðsíða 34

Ægir - 01.12.1995, Blaðsíða 34
undirmálsfiskur verði undanþeginn kvóta eins og áður. Enda verði framfylgt öbrum reglum um undirmálsfisk. Allur afli á land 54. Fiskiþing beinir því til stjórnvalda að fundin verði leið sem hvetur tii að allur veiddur fiskur komi að landi. Aukning á þorskaflamarki 54. Fiskiþing leggur til að aflamark þorsks á yfirstandandi fiskveiðiári (1995-1996) verði aukið ef framkomnar fullyrðingar um stóraukna þorskgengd reynast réttar ab mati Haf- rannsóknastofnunar. Endurnýjun smábáta 54. Fiskiþing mótmælir harðlega þeirri reglu að tvöfaldan tonnafjölda þurfi vib endurnýjun smábáta. Endurnýjun fiskiskipa 54. Fiskiþing leggur áherslu á að reglur um endurnýjun fiskiskipa verði aflagðar í núverandi mynd og reynt verði að tryggja eins og kostur er að hverjum og einum verði í sjálfsvald sett hvernig skip hann notar til veiöa. Ljóst má vera að mörg tækifæri em ab glatast vegna lítillar sóknargetu flotans og má þar nefna veiðar á loðnu, síld, kolmunna, búra, úthafskarfa og rækju. Ráðgefandi stjórn Fiskistofu 54. Fiskiþing ítrekar enn á ný fyrri samþykktir um að Fiskistofu verði sett ráðgefandi stjórn sem hagsmunaaðilar í sjávarútvegi eigi aöild að, þ.m.t. Fiski- félag íslands. Veiðieftirlit 54. Fiskiþing krefst þess að veiðieftir- lit verði gert miklu skilvirkara en verið hefur. Þá bendir fundurinn á að hann telur nauðsynlegt að samstarf veibi- eftirlits Fiskistofu og Landhelgisgæslu verði aukið enn frekar. Jöfnunarsjóðir aflaheimilda 54. Fiskiþing telur óeðlilegt ab starf- ræktir séu sérstakir jöfnunarsjóðir afla- heimilda. Því er þeirri áskorun beint til sjávarútvegsráðherra að hann beiti sér fyrir því að slíkir sjóbir verði lagðir niður þegar aflaheimildir í þorski veröa komnar í 200 þús. tonn. Þær aflaheimildir sem þeir hafa haft til úthlutunar falli inn í heildarúthlutun aflamarks, að frátöldum Byggbarstofnunarsjóði. Dragnótaveiðar 54. Fiskiþing beinir þeim tilmælum til Hafrannsóknastofnunar að stofnunin skoði vandlega hvort takmarka beri drag- nótaveiöar á ákvebnum tímabilum og svæðum ár hvert. Banndagakerfi róðrardagabáta 54. Fiskiþing skorar á Alþingi að tryggja róðrardagabátum 82 sóknardaga á ári næstu 3 ár að því tilskildu ab ekki komi til skerðingar á aflamarki annarra skipa. Jafnhliba verði málefni þeirra tekin til endurskoðunar meb það að markmiði að þeim sem verst standa í greininni verði gert kleift að hætta, en hinum, sem kjósa aö halda áfram, tryggb vibunandi rekstrarskilyrbi. Samþykktar tillögur er snúa að innra starfi Fiskifélagsins Endurskoðun laga F.í. 54. Fiskiþing samþykkir að skipa þriggja manna milliþinganefnd til þess að endurskoða lög Fiskifélagsins og meta reynsluna af þeim. Nefndin skal skila stjórn Fiskifélagsins tillögum sínum nægilega snemma til þess að hægt sé að kynna þær fyrir fiskideildum fyrir næsta Fiskiþing. Þakkir Fiskiþing þakkar skýrslu fiskimálastjóra og færir honum og starfsfólki Fiski- félagsins þakkir fyrir vel unnin störf. Kynning á F.í. 54. Fiskiþing samþykkir að Fiskifélagið hefji nú þegar stóraukna kynningu á störfum og starfsemi félagsins. Markmib kynningarinnar verði að fjölga félögum og efla félagsstarfsemi, meðal annars með opnum fundum um það sem efst er á baugi í sjávarútvegsmálum á hverjum tíma. Reikningar Fiskifélags íslands Fjárhagsnefnd leggur til að 54. Fiski- þing samþykki reikninga Fiskifélags íslands sem staðfestir eru af stjórn og endurskoðanda. Jafnframt þakkar 54. Fiskiþing fiski- málastjóra og starfsliöi hans fyrir vel unnin störf frá síðasta Fiskiþingi og vænt- ir þess að samningar takist við ríkisvaldið svo félagið haldi áfram að sinna þeim verkefnum sem það hefur sinnt meb prýöi á undanförnum áratugum. □ 34 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.