Ægir - 01.12.1995, Blaðsíða 18
Kælismiðjan Frost:
Aukin eigin framleiðsla
„Markmið okkar er að koma upp kælifyrirtæki sem geti veitt sambærilega
þjónustu og löndin í kringum okkur," sagði Jónatan S. Svavarsson forstjóri
Kælismiðjunnar Frosts í samtali við Ægi.
Kælismiðjan Frost var stofnuð í lok
árs 1993 þegar „gamla" Kælismiðjan
Frost, starfsmenn kælideildar Slipp-
stöðvarinnar Odda hf. á Akureyri og
Eignarhaldsfélags Alþýðubankans sam-
einuðust um ofangreint markmið.
Fyrirtækið getur rakið sögu
sína til 1946 þegar Sveinn Jóns-
son stofnaði sitt kælifyrirtæki en
margir starfsmenn Kælismiðj-
unnar störfuðu hjá eða með
honum. Upphaflega voru 19
starfsmenn og ársvelta um 200
milljónir. Starfsmönnum fjölg-
aði og umsvifin jukust hröðum
skrefum og nú vinna 50 manns
hjá Kælismiðjunni sem veltir
tæplega 400 milljónum í ár.
Starfsemin skiptist í tvær deild-
ir, á Akureyri og í Reykjavík.
Þeir hjá Frosti hafa sannar-
lega ekki setið auðum höndum
síðustu mánuði. Þeir settu upp
og smíðuðu að hluta nýtt frysti-
kerfi í Engey RE sem nýlega kom
úr stórfelldum breytingum í Póllandi,
frystihús fyrir Seaflower Whitefish í
Namibíu og frystikerfi í Sundafrost svo
eitthvaö sé nefnt. Það vekur athygli að
ammóníak er notað sem kælimiðili
eins og gert er í stórri frystigeymslu
Eimskips sem nýlega var tekin í notk-
un í Sundahöfn en þar sá Kælismiðja
Frost um hönnun, framleiöslu, upp-
setningu og stillingar kerfisins. Frost
setti upp frystiklefa í vinnsluskipið
Hannover fyrir Seaflower Whitefish í
Namibíu en þar eru einnig starfsmenn
Frosts að vinna að uppsetningu frysti-
búnaðar í stóru frystihúsi.
Með þessu blanda þeir sér í hóp
þeirra fyrirtækja íslenskra sem sinna al-
þjóðlegum verkefnum en að sögn Jóna-
tans leggur Frost vaxandi áherslu á eig-
in framleiðslu en þeir smíða sjálfir
þrýstikúta, vélasamstæður og frysti-
kerfaeiningar auk frystivélakerfa í gám-
um og fleiri einstaka hluta í frysti- og
kælikerfi. Fyrirtækið hefur nýlega feng-
ið vottun frá Lloyds á hönnun, fram-
leiðslu og hæfni subumanna og sagði
Jónatan að menn væru ákaflega stoltir
af þeirri viðurkenningu.
Eðli málsins samkvæmt felst starf-
semi svona fyrirtækis bæði i nýsmíði,
viðhaldi og þjónustu við kælitækjaeig-
endur en starfsemi Frosts skiptist i
tæknideild, söludeild, framleibsludeild
og þjónustudeild auk fjármálasviðs sem
sér um rekstur skrifstofu, lagers og smá-
vöruverslunar sem verður opnuð á
næsta ári.
„Við leggjum mikla áherslu á þjón-
ustuhliðina og höfum sent fjölda starfs-
manna okkar á námskeið og endur-
menntað þá til þess að fylgjast með því
nýjasta á þessu sviði. Þessu verður hald-
ið áfram og við reiknum með aö veita á
næsta ári milli 1 og 2% af veltu fyrir-
tækisins til endurmenntunar og þjálf-
unar."
Umsvif þjónustudeildar hafa aukist
verulega að undanförnu er Frost tók
við umboöi fyrir Sabroe verksmiðjurnar
í Danmörku en Sabroe á 8% hlut í
Frosti í dag. Sabroe þarf varla að kynna
en fyrirtækið er og hefur verib leibandi
í frystiiðnaði í heiminum en fyrirtækið
verður 100 ára á næsta ári.
Jónatan sagði að vaxtarmöguleikar
væru umtalsverðir á sviði kæli- og
frystitækni í fiskvinnslu, útgerð og mat-
vælavinnslu á íslandi í dag.
„Á undanförnum árum hafa menn
fjárfest í veiðiheimildum,
vöruþróun og markaðssetn-
ingu. Til að ofangreindar að-
gerðir skili því sem vænst er
og forðast megi áföll er mikil-
vægt að kæli- og frystibúnað-
ur sé í lagi.
Á síðustu árum hefur á-
herslan beinst að framleiðni-
aukandi aðgerðum, svo sem
flæðilínum og vigtarbúnaði á
meðan kæli- og frystibúnaður
hefur setið á hakanum. Á-
standið er orðið mjög slæmt
víða og rekstraröryggi kerf-
anna orðið vafasamt.
Á undanförnum mánuðum
hefur Kælismiðjan Frost unn-
ið að þróunar- og uppsetning-
arverkefni með innlendum sláturhús-
um og kjötvinnslum með faglegri að-
stoð Rannsóknastofnunar landbúnað-
arins vib salarkælingu og tengd verk-
efni. Þegar unnið er með matvæli er
mikilvægt að kælikeðjan rofni ekki, þ.e.
að hitastig vörunnar fari ekki yfir
ákveðið mark (t.d. 7-10 á Celsíus) þar
sem það orsakar margföldun í gerla-
magni vörunnar og tilheyrandi vanda-
mál á leið til neytenda.
Kæling niður í 7-10 C veldur vanlíð-
an og sjúkdómum hjá starfsmönnum
þannig að sú lausn gengur ekki. Sam-
spil hita- og rakastýringar er sú lausn
sem við höfum valið en hún gefur
einnig abra kosti sem hafa áhrif á nýt-
ingu og fleiri þætti." □
18 ÆGIR