Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Síða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Síða 9
undir yfirborði jarðar sem yfir því. Ekki er um neina ákveðna markalínu að ræða, en talið hefur verið, að miða beri við þær kröfur, sem eðlilegt sé að viðurkenna með tilliti til hagsmuna eigandans.9 Eignarrétti að fasteign fylgja síðan að meginstefnu til þær náttúruauðlindir og hlunnindi, sem finnast á eða undir yfirborði hennar og sætir nýting þeirra þá ekki öðrurn takmörkunum en þeim, sem tilkomnar eru vegna óbeinna eignar- réttinda annarra eða lagafyrirmæla á hverjum tíma. Ráðstöfunarréttur og nýting viðkomandi náttúruauðlinda rúmast þannig innan eignarheimilda fasteignar- eiganda og nýtur vemdar eignarréttarákvæðis 72. gr. stjómarskrárinnar.10 Hugtakið náttúruauðlindir er hér notað um vatn, þ.m.t. orkunýtingarrétt fall- vatna og jarðhita, jarðefni, veiði, beit, nýtingu skóga og reka. Um tæmandi taln- ingu er þó ekki að ræða. Til nýtingarmöguleika í víðtækri merkingu nær auk þess rétturinn til að nýta fasteignina með öðrum hætti, þ.á m. reisa mannvirki, framselja rétt til að láta reisa mannvirki, bæði til búsetu og til atvinnurekstrar, og til að stunda atvinnurekstur á fasteigninni. Útilokað er í knappri upptalningu sem þessari að telja tæmandi alla þá kosti, sem fyrir hendi eru, en vísa verður almennt til fyrrnefndrar neikvæðrar skilgreiningar á inntaki eignarréttar.* 11 2.4 Nánar um réttinn til vatns og jarðefna Umfjöllun um inntak eignarréttar fasteignareiganda verður ekki lokið án þess að geta þess að ekki hefur alltaf rfkt full eining um þá grandvallarafstöðu eða skoðun, að eignarrétti fasteignareiganda tilheyri öll framangreind náttúrugæði, og þá í _þeim skilningi, að þau njóti eftir atvikum vemdar 72. gr. stjórnarskrár- innar. Alitaefni sýnast einkum hafa risið um heimildir fasteignareiganda til jarðefna, svo og vatns og vatnsorku þeirrar, sem fyrir hendi er á fasteign hans.12 Að lokum skal því gerð hér nánari grein fyrir forsendum framangreindrar afstöðu um stjórnarskrárvarinn rétt fasteignareiganda til umræddra gæða. Um rétt fasteignareiganda til jarðefna þeirra sem finnast í og á landi hans hefur almennt verið talið, að með gildistöku tilskipunar frá 13. júní 1787 um verslunar- og siglingamálefni á íslandi, hafí endanlega verið tekið af skarið um 9 Sjá frekar um þetta atriði, Gauk Jörundsson, Eignaréttur, bls. 38, Ólaf Lárusson, Eigna- réttur I, bls. 46, Sigurð Líndal, sama rit, bls. 21 og Þorgeir Örlygsson, sama rit, bls. 558-560. 10 Sjá Ólaf Lárusson, Eignaréttur /, m.a. bls. 84-87 og Þorgeir Örlygsson, sama rit, bls. 551 og 577 og áfram. 11 í fræðilegri umræðu hefur tíðkast að framangreindar heimildir eða þættir eignarréttarins séu talin sérstök réttindi, sbr. vatnsréttindi, veiðiréttindi, námuréttindi og réttindi til reka. Sjá nánar Gauk Jörundsson, Eignaréttur, bls. 32. 12 f þessu sambandi vísast til óbirtra frumvarpsdraga, sem samin voru að tilhlutan iðnaðar- ráðuneytisins á árinu 1992 og tóku til ráðstafana á virkjunarrétti fallvatna og eignarhaldi á auðlindum í jörðu. Á undanfömum árum og áratugum hafa ennfremur verið lögð fram einstök þingmannafrumvörp, þar sem út frá því virðist gengið að umræddar auðlindir verði skertar eða gerðar að ríkis- eða almenningseign, án bótaskyldu gagnvart viðkomandi eiganda. 85

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.