Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Page 10

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Page 10
það, að fasteignareigandi ætti einn rétt til slíkrar hagnýtingar jarðefna. Þeirri stefnu virðist hafa verið fylgt í löggjöf síðan, sbr. nú námulög nr. 24/1973.13 Um eignarhald og ráðstöfunarrétt yfir því vatni og vatnsréttindum, sem á fast- eign finnst og um hana fellur, má að sama skapi segja, að réttarstaðan hafi endanlega verið ákvörðuð með setningu núgildandi vatnalaga nr. 15/1923. Með lögunum var tekin sú stefnumarkandi afstaða, að fasteignareiganda tilheyri allar þær hagnýtingarheimildir vatns, sem máli skipta og hafa dómstólar raunar stað- fest þann grundvallarskilning með dómi Hæstaréttar, Hrd. 1955 431, svoköll- uðum Kífsárdónri. Um eignarhald eiganda á jarðhita, sem finnst í jörðu hans, vísast sérstaklega til meginreglu 12. gr. orkulaga nr. 58/1967, með síðari breyt- ingum.14 3. UM LÖGBUNDNAR TAKMARKANIR EIGNARRÁÐA YFIR FAST- EIGNUM 3.1 Um grundvöll eignarréttarverndar skv. 72. gr. stjórnarskrár I framangreindri umfjöllun hefur ítrekað verið vikið að því, að eignarrétt- indum að fasteign séu settar skorður af tvenns konar ástæðum. Annars vegar vegna óbeinna eignarréttinda annarra aðila, en hins vegar vegna lagafyrir- mæla. Það er einmitt síðamefnda atriðið sem fyrirhugað er að kanna nánar hér síðar og þá sérstaklega þær skorður, sem löggjöf af vettvangi umhverfisréttar setur. Áður er þó nauðsynlegt að víkja nokkrum orðum að almennum forsend- um lögbundinna takmarkana eignarréttar. Ákvæði 72. gr. núgildandi stjórnarskrár um vernd eignarréttar, og takmark- anir þær, sem skerðingu þeirra réttinda eru settar, er upphaflega komið úr elstu stjórnarskrá okkar frá 1874. Að stofni til er umrætt ákvæði þó mun eldra, þ.e. komið úr júnístjómarskránni dönsku frá 1849 en það á sér, a.m.k. að hluta til, enn eldri fyrirmynd, t.a.m. úr frönsku mannréttindayfirlýsingunni frá 1789. Enginn vafi leikur á því að upphafleg lögfesting slíkrar reglu í stjórnskipunar- rétti ýmissa ríkja var ætlað að stuðla að víðtækri vernd einstaklingseignarréttar. Óneitanlega var þar þó tekið mið af fábrotnari þjóðfélagsháttum og einfaldari eignaskerðingum en tekist er á um í hinu tæknivædda og miðstýrða samfélagi nútímans.15 Umrætt stjórnarskrárákvæði, sbr. nú fyrmefnda 72. gr. stjómar- skrárinnar, hefur hins vegar aldrei verið skilið eða túlkað með svo víðtækum eða tæmandi hætti, að eignarréttindi manna verði ekki skert eða þeim sett takmörk öðruvísi en að talið verði, að um eignarnám sé að ræða í skilningi 2. 13 Sjá Þorgeir Örlygsson, sama rit, bls. 578-581. 14 Sjá um álitaefni þetta Þorgeir Örlygsson, sama rit, bls. 581-586. Niðurstaða Þorgeirs er enn fremur sú, að réttur til grunnvatns falli einnig undir eignarheimildir landeigandans, þó svo ekki sé sérstaklega tekið á réttarstöðu þess í vatnalögunum frá 1923. Byggir Þorgeir hér m.a. á kenningum Ólafs Lárussonar, Skrifaðir kaflar úr hlutarétti, Vatnsrjettur, Reykjavík 1929. 15 Gaukur Jörundsson, Um eignarnám, Reykjavík 1969, bls. 32-34 og Ólafur Lárusson, Eignaréttur I, bls. 22-24. 86

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.