Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Blaðsíða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Blaðsíða 11
ml. 1. mgr. greinarinnar. Hefur ákvæðið þvert á móti verið túlkað sem svo- kölluð vísiregla, sem miði að verulegu leyti við réttarvitund og sanngirnismæli- kvarða við mat á því hvort eignarskerðingar teljast bótaskyldar eða ekki.16 3.2 Almennar takmarkanir eignarréttar Þegar rætt er um bótalausar skerðingar, má segja að um tvo meginflokka sé að ræða. í fyrsta lagi er um að ræða svokallaðar hefðhelgaðar eignarskerðingar og má í því sambandi nefna skatta, sektir, eignaupptöku og sambærileg úrræði, svo og brottfall réttinda fyrir hefð, fyrningu, vanlýsingu, traustfang o.fl. I aðalatriðum er ágreiningslaust hvar mörk umræddra takmarkana og bótaskyldra eignarskerðinga liggja, þó ávallt geti verið um takmarkatilvik að ræða.17 I öðru lagi er um að ræða þær eignarréttarlegu takmarkanir, sem til sérstakrar skoð- unar eru hér, þ.e. skorður og takmarkanir á meðferð, nýtingu og eftir atvikum framsali eignarréttinda, sem leiða má beint af lögum eða eru heimilaðar þar og oft eru nefndar almennar takmarkanir eignarréttar.18 Helstu vandamál sem komið hafa upp í nefndri umræðu lúta einmitt að því að draga mörkin milli eignarnáms annars vegar og umræddra takmarkana hins vegar, sem mönnum hefur þá verið gert að þola bótalaust. Þar er um flókið og margslungið álitaefni að ræða.19 í aðalatriðum má segja, að þær eignaskerðingar skoðist eignamám, sem leiða af sér hreina og endanlega yfirfærslu eignarheimilda frá þolandanum til annars aðila og viðkomandi ráðstöfun beinist alfarið og eingöngu að viðkomandi eign. Hinar almennu takmarkanir fela fremur í sér almennt bann eða takmörkun, sem leiðir beint af lögum, beinist gegn öllum þeim eignum sem eins er ástatt um, hafa alla jafna óverulegt fjárhagslegt tjón í för með sér og leiða yfirleitt ekki til yfirfærslu eða afnáms eignarheimilda. Hér á milli liggur fjöldi takmarkatil- vika.20 Þegar skoðaðar eru nánar hinar almennu takmarkanir eignarréttar, er vert að undirstrika þá staðreynd, að engum eignarréttindum eru af hálfu löggjafans sett jafn fjölþætt og veigamikil takmörk og umráða- og nýtingarrétti fasteignareig- 16 Gaukur Jörundsson, „Eign og eignarnám.“ Úlfljótur, 4. tbl. 1964, bls. 171 og 185-186 og Um eignamám, bls. 394-404. 17 Sjá nánar Gauk Jörundsson, Um eignarnám, bls. 114-117. 18 Ástæða er til þess að geta þess, að mörk hefðhelgaðra eignaskerðinga og almennra tak- markanna eignarréttar eru kannski ekki fyllilega skýr og má t.d. benda á, að Olafur Lárusson virðist ekki gera skýran greinarmun þama á milli, sbr. Eignaréttur /, bls. 34 og áfram. 19 Vandamálið hefur enn fremur snúið að því að meta hvort í löggjöf kunni jafnframt að vera gert ráð fyrir bótaskyldum takmörkunum sem þó teljast ekki vera eignarnám í skilningi 2. ml. 1. mgr. 72. gr. stjómarskrár. Gaukur Jörundsson telur þó að það hafi líkur á móti sér að í löggjöf geti verið um annars konar eignarnámshugtak að ræða en skv. 2. ml. 1. mgr. 72. gr., sbr. Um eignamám, bls. 117. 20 Gaukur Jörundsson, Eignaréttur, bls. 50-52. 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.