Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Blaðsíða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Blaðsíða 12
anda. Þær takmarkanir og skorður eru raunar ekki nein síðari tíma uppfinning, en þýðing þeirra hefur hins vegar vaxið mjög síðari ár og áratugi, samhliða því sem öll samfélagsgerðin hefur orðið flóknari, þjóðfélagið og þjóðfélagsgerðin þróaðri og ríkisafskipti vaxið. Helstu flokkar umræddra takmarkana hafa snúið að öryggis- og heilbrigðisþáttum, mengunarvömum, náttúruverndarsjónarmið- um, verndun sögulegra minja, nauðsyn hagkvæmrar tilhögunar á byggð í þétt- býli, nýtingu bújarða til sveita, samgöngumálum, o.fl.21 Fundust því í lögum fjölþættar og yfirgripsmiklar takmarkanir við nýtingu fasteignareiganda á eignarheimildum sínum, beinlínis af umhverfisréttarlegum toga, miðað við síðari tíma skilgreiningar, löngu áður en menn höfðu mótað umhverfisréttinum, sem slíkum, ákveðinn bás eða réttarsvið. Almennar lögbundnar takmarkanir í framangreindum skilningi má fella í tvo meginflokka. Annars vegar eru það takmarkanir sem settar eru við meðferð og nýtingu eignar, en hins vegar takmarkanir sem beinast gagngert að mögulegum aðilaskiptum og framsali eignarréttinda að viðkomandi eign. Þær umhverfis- réttarlegu takmarkanir sem eru til sérstakrar skoðunar hér falla í aðalatriðum í fyrri flokkinn.22 3.3 Eignarréttarvernd og EES samningurinn Aður en lokið er almennri umfjöllun um inntak stjórnskipulegrar verndar eignarréttar, þykir rétt að víkja örfáum orðum að EES samningnum, aðild Islands að honum og setja fram þá spurningu, hvort fullgilding hans kunni að hafa leitt til frekari eignarréttarlegra takmarkana en leiddar verða beint af landsrétti og eðlileg lögskýring 72. gr. stjórnarskrár leyfir. Samkvæmt 125. gr. EES samningsins, sbr. 2. gr. laga nr. 2/1993, er beinlínis mælt fyrir um að tilvist hans skuli í engu hrófla við þeim reglum, sem gilda um skipan eignarréttar í aðildarríkjunum. Grundvöllur eignarréttar einstakra aðildar- ríkja, þ.m.t. heimild til eignarnáms eða bótalausra takmarkana eignarréttar, ræðst þannig eftir sem áður af þeirra eigin stjórnskipan, sbr. 72. gr. stjórnarskrár okkar.23 Fram hjá hinu verður hins vegar ekki horft, að aðild íslands að umræddum samningi hefur ýmsar skyldur í för með sér, og þar á meðal gekkst ísland undir skyldur á sviði umhverfismála, sbr. einkum 3. kafla, V. hluta EES samningsins, sbr. lög nr. 2/1993. í tilgreindum kafla EES samningsins, sbr. 73. gr. hans er m.a. kveðið á um markmið samningsaðila í umhverfismálum og í 74. gr. er síðan vísað til viðauka XX við hann, þar sem tilgreindar eru þær gerðir Evrópusambandsins af sviði umhverfisréttar, sem gilda skuli í aðildarlöndum 21 Sjá nánar um þetta atriði, Gauk Jörundsson, Umeignarnám, bls. 114-117 og Eignaréttur, bls. 50-52, Ólaf Lárusson, Eignaréttur 1, bls. 34 og áfr. og Tryggva Gunnarsson, Takmark- anir aðilaskipta áfasteignum. Handrit til kennslu, Reykjavík 1996, bls 4-5. 22 Um takmarkanir aðilaskipta að fasteignum sjá nánar Tryggva Gunnarsson, Takmarkanir aðilaskipta áfasteignwn. 23 Ólafur W. Stefánsson, Stefán M. Stefánsson og Tryggvi Gunnarsson, sama rit, bls. 28- 29. Sjá samhljóða ákvæði í 222. gr. Rómarsáttmálans. 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.