Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Síða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Síða 13
EES samningsins.24 Nú er það svo að einungis hluti umræddra gerða hafa verið teknar upp í landsrétt okkar í formi löggjafar, reglugerða eða stjórnvaldsfyrir- mæla. Þó er auðvitað um slíkt að ræða og má í dæmaskyni nefna lög nr. 63/1993 um mat á umhverfisáhrifum, sem beinlínis eru tilkomin vegna fyrirmæla samn- ingsins.25 Þýðing þeirra gerða, sem tilgreindar eru í viðaukum samningsins, svo og þeirra gerða, sem síðar eru tilkomnar, og ekki hafa verið teknar upp í landsrétti hér, er alls ekki óumdeild. Er um venjulegar þjóðréttarskuldbindingar að ræða eða er vægi þeirra meira, jafnvel þannig að um nálgun við landsrétt sé að ræða?26 Úr því verður ekki skorið hér, enda ekki um þetta eining meðal evrópuréttarsérfræðinga og raunar líklegt, að dómstólar þurfi að taka af skarið. Það er aftur á móti umhugsunarefni, burtséð frá því hvor framangreindur skilningur verður ofaná, að bein umhverfisréttarleg lagafyrirmæli, sem eiga rætur að rekja til EES samningsins eða þeirra gerða Evrópusambandsins sem samningurinn vísar sérstaklega til, geta beint eða óbeint leitt til frekari eignar- réttarlegra takmarkana á heimildum og nýtingarmöguleikum fasteignareiganda hér á landi, hvað sem líður fyrirmælum 125. gr. EES samningsins um óbreytta eignarréttarskipan. Eru tilvitnuð lög um mat á umhverfisáhrifum skýrt dæmi um þetta. 4. SKORÐUR UMHVERFISRÉTTARINS VIÐ NÝTINGU OG MEÐ- FERÐ FASTEIGNAREIGANDANS Á NÁTTÚRUAUÐLINDUM SÍN- UM OG HLUNNINDUM 4.1 Almenn atriði Nú verður vikið nánar að nokkrum þeirra lögbundnu takmarkana, sem reglur af umhverfisréttarlegum toga setja fasteignareiganda við nýtingu og meðferð helstu náttúruauðlinda sinna í framangreindum skilningi, þó ekki reka. Eins og fyrr sagði, getur ekki orðið um neina tæmandi yfirferð að ræða og ekki verður t.d. fjallað sérstaklega um þær reglur, sem lúta að almannarétti, þó svo óum- deilt sé raunar að þær setji eignarráðum skorður í þessu sambandi. Þegar virtar eru þær takmarkanir, sem lagafyrirmæli af vettvangi umhverfis- réttarins setja fasteignareiganda við umræddri nýtingu, er nauðsynlegt að gera sér nánari grein fyrir eðli eða réttara sagt markmiði slíkra takmarkana. Engin samræmd lagaskilgreining um markmið og tilgang umhverfisverndar er hins vegar til enn sem komið er hér á landi, enda engin heildarlöggjöf verið sett um umhverfismál. Eftirfarandi þættir koma þó ótvírætt til skoðunar, þ.e. skipulags- 24 Raunar er vikið að umhverfismálum í fleiri ákvæðum í meginmáli EES samningsins og þá eftir atvikum vísað til frekari skuldbindinga samkvæmt viðaukum og bókunum við samninginn. Sjá Gunnar G. Schram, Umhverfisréttur. Verndun náttúru Islands, Reykjavík 1995, bls. 228 og áfram. 25 Alþt. 1992 A, bls. 988. 26 Er þá m.a. litið til hinna víðtæku ákvæða 2. og 3. gr. laga nr. 2/1993, sbr. 7. gr. EES samn- ingsins. 89

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.