Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Síða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Síða 16
í fimmta lagi er um að ræða þær takmarkanir, sem leitt geta af skyldu manna til aðildar að vatnafélögum, samkvæmt XI. kafla vatnalaga, sem starfa að gerð vatnsveitna, áveitna, orkuvera, vatnsmiðlunar, varna gegn ágangi vatns, land- þurrkunar og holræsagerð. I sjötta og síðasta lagi koma til sögunnar skorður þær, sem settar eru við því að tiltekin vatnsréttindi séu aðskilin og framseld frá viðkomandi fasteign fyrir fullt og allt. Á þetta við um rétt fasteignar til vatnsnota til heimilisþarfa, bús- þarfa og jarðræktar, svo og fortakslaust um jarðhitaréttindi.33 Að auki má geta þess, að í fyrrnefndu frumvarpi til laga um vernd nytjavatns, er gert ráð fyrir því, að fasteignareiganda sé óheimilt að skilja svokölluð nytjavatnsréttindi frá viðkomandi fasteign að fullu og öllu, sbr. 12. gr. nefnds frumvarps.34 Sambæri- legar skorður eru raunar settar við framsali flestra þeirra náttúruauðlinda annarra sem hér eru til skoðunar, en það er á hinn bóginn áhorfsmál hvort slíkt framsalsbann verður yfirleitt tilgreint sem umhverfisréttarleg takmörkun, enda slíkar takmarkanir öðru fremur verið skýrðar á grundvelli landbúnaðarsjónar- miða.35 Til samræmis við efnisafmörkun hér að framan, munu slíkar skorður því ekki sæta sérstakri umfjöllun í yfirferð yfir aðrar náttúruauðlindir hér á eftir. 4.3 Hagnýtingarréttur jarðefna Þó á því hafi verið byggt hér á landi að hagnýting jarðefna sem fínnast á og undir fasteign, tilheyri alfarið eiganda hennar, þá sætir nýting slíkra réttinda, verulegum skorðum í löggjöf, m.a. vegna umhverfisréttarlegra sjónarmiða. Hér koma fyrst til skoðunar námulögin nr. 24/1973, en í þeim eru m.a. settar þær skorður að meiriháttar jarðefnanýting, svo sem vinnsla málma o.fl. er háð leyfi ráðherra, að nánar uppfylltum skilyrðum, sbr. 4. gr., námueigandi er háður sérstöku eftirlitsvaldi stjórnvalda við leit og vinnslu jarðefna, sbr. 5. gr. og 33 Sjá 15. gr. vatnalaga og 16. gr. orkulaga. 34 Er nytjavatn skilgreint sem vatn til drykkjar, til almenns heimilishalds, til búsþarfa, til matvælaiðnaðar og annarrar iðnaðarstarfsemi, sbr. Alþt. 1993-94 A, bls. 3697. Eru hér ótvírætt fyrirhugaðar frekari takmarkanir miðað við eldra réttarástand. Samkvæmt nefndu frumvarpi virðist auk þess gert ráð fyrir því að ákvæði vatnalaga taki ekki til grunnvatns og séu heimildir löggjafans til að setja fasteignareiganda takmarkanir við slíkri nýtingu rúmar. f þessu sambandi verður hins vegar að líta til þess, sem sagði hér fyrr, þ.e. kenninga þess efnis að réttur til grunn- vatns teljist ótvírætt þáttur í eignarrétti fasteignareigandans, sem varinn sé af 72. gr. stjórnar- skrárinnar. Þó svo endanleg afstaða verði ekki tekin til þess hér, er ekki talið útilokað að einstök ákvæði í nefndu frumvarpi kunni að varða við nefnda stjómarskrárgrein. Sjá ennfremur Þorgeir Örlygsson, sama rit, bls. 581-586 og Ólaf Lárusson, Skrifaðir kaflar úr hlutarétti, Vatnsrjettur. 35 Spomað hefur verið við því í íslenskri löggjöf að hlunnindi séu skilin frájörðum og ráðstafað til annarra, þá oft í formi ítaka. Þegar með 4. gr. tilskipunar um veiði á íslandi frá 20. júní 1849 var bannað að skilja að landareign og veiðirétt. í löggjöf finnast nú fjölþættar skorður þessa efnis, auk þess sem minna má á lög nr. 113/1952 um lausn ítaka af jörðum. Til fróðleiks sjá Hrd. 1996 29. febrúar í málinu nr. 92/1995, þar sem tekist var á um lausn beitarítaks af jörðu. 92

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.