Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Blaðsíða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Blaðsíða 19
bann við veiðum á ákveðnum svæðum (friðlýst svæði, sellátur, æðarvörp o.fl.)- Verulegar skorður eru settar við því, samkvæmt lögum nr. 64/1994, hvaða veiðiaðferðum og veiðitækjum má beita, sbr. 9. gr. og nú er gerð krafa um hand- höfn sérstaks veiðikorts, sbr. 10. gr., en umræddar kvaðir ná jafnt til hlutaðeig- andi fasteignareiganda, sem annarra veiðimanna. Með lögum nr. 64/1994 urðu nokkrar breytingar frá eldri löggjöf, þegar hugað er sérstaklega að þeim takmörkunum, sem fasteignareiganda eru settar við nýtingu þessa þáttar eignarréttar síns. Þegar hefur verið minnst á meginregluna um alfriðun. Ef grannt er skoðað kemur hins vegar í ljós, að sú regla felur fremur í sér formbreytingu, en raunverulega efnisbreytingu. I annan stað hafa kröfur til veiðitækja og veiðiaðferða verið hertar til muna frá eldri löggjöf. Loks er ástæða til að vekja athygli á því, að með umræddum lögum er í auknum mæli horfið til þess lagasetningarháttar að flytja alla nánari útfærslu laganna til ráðherra og stjórnvalda í formi reglugerðarheimilda eða stjórnvaldsákvarð- ana.44 4.4.2 Réttur til lax og silungsveiði Rétti fasteignareiganda til lax- og silungsveiða hefur allt frá tímum Jónsbókar verið sett veruleg takmörk. Upphaflegar takmarkanir á þessu sviði lutu fyrst og fremst að hreinum grenndarsjónarmiðum, t.d. með banni við því að þvergirða ár. Með lögum nr. 16/1876 var síðan mælt fyrir um árstíðabundna friðun á laxi, skorður settar við veiðiaðferðum o.fl. A síðustu 100 árum hefur löggjöf á þessu sviði verið að þróast, með vaxandi áherslu á víðtækari sjónarmið, og þá ekki síst friðunar- og náttúruvemdarsjónarmið. Segja má að grundvelli þessara sjónarmiða sé ágætlega lýst í greinargerð með frumvarpi því, sem síðar varð að lax- og silungsveiðilögum nr. 61/1932, en það var gert þannig: „... að skapa tryggingu fyrir veiðinni, þannig að náttúruauður sá, er fólgin er í veiði- vötnum landsins, verði ekki eyddur með offorsi og rányrkju, heldur geti hann haldizt og aukizt til hagsmuna þjóðinni" 45 Með gildandi lögum um lax- og silungsveiði nr. 76/1970 með síðari breyting- um felast að öllum líkindum veigamestu skorður sem íslenskum fasteignar- eigendum eru settar við nýtingu einstakra náttúruauðlinda, sem undir eignar- umráð þeirra falla.46 Hér skal getið helstu þátta. 44 Alþt. 1993 A, bls. 1288. Þar er þetta fyrirkomulag rökstutt með því að í tímans rás breytist staða einstakra stofna í vistkerfinu, þekking og afstaða manna til villtra dýra og nytja af þeim. Setning rammalaga og reglugerða á grundvelli þeirra skapi því meiri sveigjanleika við stýringu einstakra stofna og nytja af þeim. 45 Alþt. 1930 A, bls. 832. 46 Sjá nánar um þetta umfjöllun Gauks Jörundssonar í ritinu, Um eignamám, bls. 250-287. 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.