Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Síða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Síða 22
Samkvæmt II. kafla skógræktarlaga er meðferð og nýtingu skóglendis, í víðtækri merkingu, þ.á m. kjarrs, viðarróta, fjalldrapa, víðis, mels o.fl., settar fjölþættar takmarkanir. Meðal annars er bannað að rjóðurfella svæði, ekki má rífa fyrrnefndan trjágróður, banna má allt skógarhögg og hrístekju, þar sem slíkt veldur hættu á uppblæstri og landspjöllum, réttur til að beita skóg er takmark- aður og stjórnvöldum er heimilað á einstökum svæðum að setja beit enn frekari skorður og raunar banna hana, en þá gegn bótum. Enn fremur er þeim sem skóg eða kjarr eiga óheimilt að gefa óupphöggvinn við nema leyfi stjómvalda liggi fyrir. Loks er í II. kafla skógræktarlaga gert ráð fyrir að öll nýting skóga og kjarrs sæti eftirliti og fyrirmælum stjórnvalda.51 í III. kafla skógræktarlaga er m.a. að finna fjölþætt fyrirmæli um land það sem Skógrækt ríkisins hefur til friðunar og skógræktar. Víðtækustu eignar- réttarlegu hömlurnar, sem í skógræktarlögum finnast, lúta síðan að heimild skógræktaryfirvalda til að taka skóglendi eða kjarr, sem er í bersýnilegri hættu af gróðureyðingu, bótalaust af viðkomandi fasteignareiganda til að friða það, sbr. 2. mgr. 20. gr. laganna. Slfk ráðstöfun getur staðið í 20 ár eða lengur, ef þörf krefur. Við skil á landinu aftur til eiganda ber honum að greiða fyrir þann verðauka á landinu, sem friðunaraðgerðir hafa haft í för með sér. Skógrækt ríkisins er jafnvel heimilað að taka hluta af skóglendinu sem greiðslu fáist afrakstur friðunarinnar ekki bættur af viðkomandi fasteignareiganda, sbr. nánari fyrirmæli í 2. mgr. 20. gr. skógræktarlaga i.f.52 Að endingu skal þess getið að í IV. kafla skógræktarlaga eru víðtæk fyrirmæli um ræktun nytjaskóga á bújörðum, sem sérstaklega er styrkt af stjómvöldum. Meðferð þeirra aðila og nýting á skógi sínum sætir enn frekari takmörkunum en hér hafa verið raktar. Þar sem samningur milli stjómvalda og viðkomandi einstaklinga er grundvöllur þess réttarsambands, verður ekki fjölyrt frekar um það hér.53 Rétt er að árétta að hér hafa eingöngu verið tilgreind nokkur veigamikil dæmi um umhverfisréttarlegar takmarkanir við nýtingu umræddra náttúmauðlinda. Nefna má þessu til viðbótar, að þær eignarréttarlegu skorður, sem leiðir af friðlýsingum samkvæmt náttúmverndarlögum nr. 47/1971, geta auðvitað leitt til meiri eða minni takmarkana á nýtingarheimildum fasteignareiganda á náttúruauðlindum sínum. Þar koma til bæði friðlýsingar sérstakra náttúruvætta, dýra og gróðurs, sbr. 22. og 23. gr. laganna, svo og friðlýsingar heilla land- svæða í formi friðlanda, fólkvanga og þjóðgarða, sbr. 24.-26. gr. laganna. 51 Sjá nánari fyrirmæli í reglugerð nr. 239/1940. 52 Astæða er til að vekja athygli á forvera nefndrar lagaheimildar, þ.e. 11. gr. eldri skóg- ræktarlaga nr. 100/1940. Samkvæmt því ákvæði var heimilt að svipta menn endanlega eignar- heimildum yfir landsvæði, sem var í hættu af þessum sömu orsökum, en þá gegn greiðslu eignarnámsbóta. Sjá nánar um þetta Gauk Jörundsson, Um eignamám, bls. 204. 53 A sama hátt og með annan gróður koma einstök ákvæði náttúruverndarlaga nr. 47/1971 til athugunar í þessu sambandi, sbr. hér fyrr. 98

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.