Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Side 37

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Side 37
að ræða samkomulag um vistun refsidæmdra manna utan fangelsa og styðst það við 11. gr. laga nr. 48/1988 um fangelsi og fangavist. Um stjómsýsluleiðina má vitanlega rökræða og deila. I umsögn Dómara- félags Islands um frumvarpið til allsherjarnefndar Alþingis segir orðrétt: Stjórnin hefur farið yfir frumvarpið og er sammála því að gera tilraun með sam- félagsþjónustu þótt vissar efasemdir séu um nytsemi hennar í ljósi smæðar þjóð- félagsins. Þá hefur stjórnin komist að þeirri niðurstöðu að rétt sé að dómstólar landsins meti hvort dæma beri mann til samfélagsþjónustu að fengnu samþykki hans en slíkt vald sé ekki falið sérstakri nefnd sem eftir umsókn dómþola taki ákvörðun um hvort óskilorðsbundinni refsivist verði breytt í samfélagsþjónustu. Vekur stjórnin sérstaka athygli á því að samkvæmt 2. gr. stjómarskrár lýðveldisins Islands nr. 33/1944 fara dómendur með dómsvaldið og hlýtur því sú spurning að vakna hvort brotið sé gegn þessu stjórnarskrárákvæði með því að nefnd á vegum framkvæmdavaldsins gjörbreyti gerðum dómenda. Eins og málum er skipað í dag, sækir samfélagsþjónustunefnd umboð sitt til löggjafans og er að sjálfsögðu bundin af fyrirmælum hans. Segja má að lög- gjafinn hafi skilgreint þetta svo, að um heimild til sérstakrar fullnustu dómsins sé að ræða, en ekki breytingu á dóminum þar sem refsingin var tiltekin. Kemur það ekki síst fram í þeirri staðreynd, að fullnusta samkvæmt dómsorði hefst á ný, verði skilyrði samfélagsþjónustu rofin. 3. UNDIRBÚNINGUR 3.1 Undirbúningsnefnd Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða í lögum um samfélagsþjónustu skyldi skipa samfélagsþjónustunefnd skv. 5. gr. laganna er hefði það hlutverk að undirbúa gildistöku þeirra. Undirbúningsnefnd þessi breyttist sjálfkrafa í sam- félagsþjónustunefnd við gildistöku laganna 1. júlí 1995. Nefndin var skipuð 1. janúar 1995. Hana skipa Guðmundur Þór Guðmundsson, hdl. og framkvæmda- stjóri, Ómar Rristmundsson, stjórnsýslufræðingur hjá Hagsýslu ríkisins, Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri RKÍ og ritari nefndarinnar er Erlendur S. Baldursson, afbrotafræðingur og deildarstjóri hjá Fangelsismálastofnun ríkis- ins. Fundi nefndarinnar situr einnig Sigríður Hjaltested, löglærður fulltrúi fang- elsismálastofnunar, sem sinnir þessum málaflokki. Nefndarfundir undirbúningsnefndar voru samtals 15 og voru þeir haldnir á tímabilinu 1. febrúar 1995 til 2. ágúst 1995. Varnefndinni nokkur vandi áhönd- um vegna skamms tíma sem gert var ráð fyrir til undirbúnings að gildistöku laganna. Utan þessara undirbúningsnefndarfunda voru einnig haldnir nokkrir fundir með fulltrúum dómsmálaráðuneytisins, Fangelsismálastofnunar ríkisins og fulltrúum nokkurra væntanlegra vinnustaða. Á fyrstu fundum undirbúningsnefndarinnar voru lögin kynnt, farið var yfir verkefni nefndarinnar og fjármál og gengið var frá verkefnaáætlun. Verkefni 113

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.