Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Síða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Síða 38
Fangelsismálastofnunar ríkisins við framkvæmd samfélagsþjónustunnar voru rædd og reynt að meta áætlaðan fjölda umsækjanda. Árið 1994 bárust 264 óskilorðsbundnir refsivistardómar til fangelsismálastofnunar þar sem tildæmd refsing var allt að þriggja mánaða óskilorðsbundin refsivist, en það er hámarks- lengd dóms sem unnt er að fullnusta með samfélagsþjónustu, sbr. 1. gr. 1. 55/1994. Það voru því 58,8% allra óskilorðsbundinna dóma sem til fangelsis- málastofnunar bárust á árinu 1994. Hluti þessara dóma voru blandaðir dómar, þ.e. þar sem tildæmd refsing er samsett skilorðsbundin og óskilorðsbundin refs- ing en lögin gera ekki ráð fyrir að hægt verði að fullnusta þá með samfélags- þjónustu. Einnig verður að hafa í huga að hluti dómþola mun ekki sækja um samfélagsþjónustu eða sækja um of seint, sbr. 1. tl. 1. mgr. 2. gr. 1. 55/1994, aðrir geta átt mál til meðferðar og verða því sjálfkrafa útilokaðir, sbr. 2. tl. 1. mgr. 2. gr. s.l. a.m.k. þar til þau mál verða fullafgreidd. I frumvarpi því sem varð að lögum um samfélagsþjónustu var á því byggt, með hliðsjón af reynslu nágrannaþjóðanna, að fullnusta mætti u.þ.b. 15-20 dóma á ári með samfélagsþjónustu. Þar sem form samfélagsþjónustu er með öðru sniði hér á landi og notkunarsviðið þrengra en annars staðar, er eðlilegt að líta svo á að fjöldi þeirra dóma sem fullnustaðir verða með samfélagsþjónustu verði færri. Þó verður að telja að ofangreindar tölur séu stórlega vanmetnar með tilliti til þess að á tímabilinu 22. ágúst 1995 til ársloka 1995 voru samþykktar umsóknir dómþola alls 21. í skýrslu sem samfélagsþjónustunefnd gaf út í ágúst 1995 og var afhent dóms- málaráðherra er að finna nánari útlistun á starfi undirbúningsnefndar. Þar segir að á árinu 1994 hafí mátt búast við því að um 200 dómþolar hafi uppfyllt skilyrði 1. mgr. 1. gr. 1. 55/1994. Ef gert væri ráð fyrir að um þriðjungur þeirra óskaði ekki eftir samfélagsþjónustu og um fimmtungur ætti ódæmt í málum, mætti gera ráð fyrir að hæfir umsækjendur hefðu verið um 100. Taldi nefndin að fjöldinn gæti verið á bilinu 50-70 en það er ekki fjarri lagi. Verði þetta raunin er ljóst að þetta mun hafa töluverð áhrif á nýtingu fangarýma á ári hverju. Áætlað hefur verið með hliðsjón af fenginni reynslu að um 7 fangarými nýtist öðrum dómþolum af þessum sökum. 3.2 Verklagsreglur samfélagsþjónustunefndar Á fyrsta fundi samfélagsþjónustunefndar sem haldinn var 22. ágúst 1995 var hafist handa við að móta fyrstu verklagsreglur nefndarinnar. Taka varð afstöðu til þess til hverra lögin skyldu taka við gildistöku þeirra þar sem þau höfðu ekki að geyma bein fyrirmæli um það. Ákveðið var að fjalla um allar umsóknir án tillits til þess hvenær dómur hefði verið kveðinn upp, svo fremi að umsækjandi hafi óskað eftir samfélagsþjónustu hálfum mánuði áður en afplánun átti upphaflega að hefjast, eins og 1. tl. 1. mgr. 2. gr. laganna gerir ráð fyrir, sbr. þó undantekningarreglu 1. mgr. 7. gr. laganna. Var því við það miðað að þeir dómþolar einir sem upphaflega áttu að hefja afplánun refsivistar eftir gildistökudag laganna þann 1. júlí 1995 ættu kost á að 114

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.