Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Page 43

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Page 43
ABC hjálparstarf, Alnæmissamtökin, Geðhjálp, Handknattleiksdeild Breiðabliks, Handknattleiksdeild Kópavogs, Hitt húsið, æskulýðsmið- stöð, Hjálpræðisherinn, íþróttafélag fatlaðra, Kattavinafélagið, Knatt- spymufélagið Hauka, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Rauða Kross Islands, en innan þeirra vébanda eru fjölmargir og fjölbreyttir vinnu- staðir svo sem Foldabær, heimili fyrir aldraðar konur með alzheimer, Nytjamarkaður RKI og Vin, heimili fyrir geðfatlaða, Til stendur að gera samninga við fleiri íþróttafélög og einnig standa yfir viðræður við íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar, en innan þeirra vé- banda er að fínna mörg áhugaverð störf. 5.3 Eftirlit Fangelsismálastofnun fer með yfirumsjón eftirlits. Á fyrsta fundi samfélags- þjónustunefndar var lögð áhersla á mikilvægi eftirlits með samfélagsþjónum enda forsenda þess að unnt verði að festa úrræði sem þetta í sessi auk þess sem það mun, eðli máls samkvæmt, móta afstöðu almennings gagnvart því. Segja má að eftirlitið sé tvískipt, þ.e. eftirlit umsjónarmanns (eftirlitsmanns) á vinnu- staðnum sjálfum, sem starfar oft með samfélagsþjóninum, svo og eftirlit fang- elsismálastofnunar. Samfélagsþjóni er fylgt á vinnustað í fyrsta sinn og við það tækifæri er vinnuveitanda afhent skírteini samfélagsþjóns þar sem fram koma þau skilyrði er honum eru sett og einnig er gengið frá vinnuáætlun hans. Eftirlit umsjónar- manns, en sá getur verið annar en vinnuveitandinn sjálfur, felst fyrst og fremst í því að sjá til þess að samfélagsþjónn stundi þá vinnu sem honum er ætluð og brjóti ekki skilyrði þau sem honum eru sett og snúa að samfélagsþjónustu- starfínu. Umsjónarmaður staðfestir viðveru samfélagsþjóns með undirritun sinni að vinnutíma afloknum hverju sinni og ber honum að tilkynna án tafar telji hann að um skilorðsrof sé að ræða svo og ef samfélagsþjónn fylgir ekki fyrrgreindri vinnuáætlun. Honum er og óheimilt að bregða út frá vinnuáætlun án samráðs við fangelsismálastofnun. Tilgangurinn með eftirliti fangelsismálastofnunar er sá að veita bæði vinnu- veitanda og samfélagsþjóni ákveðið aðhald. Reglubundið eftirlit mun án efa draga úr skilorðsrofum hjá samfélagsþjónum til langs tíma litið og oft á tíðum nægir í raun vitneskjan um að fylgst sé með ástundun hans. Á hinum Norður- löndunum hefur mönnum þótt reynslan af samfélagsþjónustu leiða í ljós að vinnuveitendur líti á úrræðið sem einhverskonar „endurhæfingu“ en ekki refs- ingu og hefur því komið fyrir að þeir hafa séð í gegnum fingur sér með eitt og annað. Ekki hefur orðið vart þessa viðhorfs meðal vinnuveitenda hér á landi og hafa þeir staðist væntingar þær sem til þeirra hafa verið gerðar. Eftirlit fang- elsismálastofnunar fer bæði fram með samskiptum við umsjónarmann í gegnum síma svo og ótilkynntum heimsóknum á vinnustaði eins oft og þurfa þykir og aðstæður krefjast. 119

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.