Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Side 47

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Side 47
vegna umferðarlagabrota. Slíkir menn eiga það hins vegar sammerkt að persónulegir hagir þeirra hafa breyst verulega. Margir hverjir eru í dag fjöl- skyldumenn með fasta atvinnu, aðrir virðast hafa breytt lífi sínu til betri vegar og hafa leitað sér aðstoðar við fíkniefna- eða áfengisvanda sínum með góðum árangri. Af sakarvottorði slíkra manna má einnig sjá ákveðin skil og oft hafa þeir ekki framið refsiverð brot svo árum skiptir. Mikill hluti samfélagsþjóna hafa gengist undir fíkniefna- og áfengismeðferð í einhverri mynd og sumir oftar en einu sinni. Samfélagsþjónusta var talið vera úrræði sem myndi henta ungum afbrota- mönnum einkar vel. Eru samfélagsþjónar flestir á aldrinum 21-37 ára og aðeins örfáir eru yfir 45 ára aldri. Karlmenn eru almennt í miklum meirihluta dómþola og gildir það einnig um umsækjendur samfélagsþjónustu. Hafa aðeins fimm konur sótt um samfélagsþjónustu og voru þrjár þeirra samþykktar af samfélags- þjónustunefnd. Mikill hluti samfélagsþjóna er í sambúð eða hjúskap og hefur börn á framfæri sínu. Þess má geta að flestir samfélagsþjónar hafa aðeins lokið grunnnámi og nokkur hluti þeirra hefur auk þess stundað eða lokið einhverju iðnnámi. Almennt var gert ráð fyrir að samfélagsþjónn sinni vinnu eða námi samhliða samfélagsþjónustu, sem þá er unnin í frítíma hans, og er það langalgengast. í greinargerð með lögunum segir að það eitt að dómþoli sé atvinnulaus á þeim tíma sem fjallað er um beiðni hans eigi ekki að koma í veg fyrir að hann teljist hæfur til samfélagsþjónustu, enda sé líklegt að hann fái vinnu í náinni framtíð eða séu tryggð önnur kjör er nægi honum til lífsviðurværis. Segja má að samfélagsþjónustan gefi þeim sem atvinnulausir eru byr undir báða vængi en oft hafa þeir setið aðgerðalausir vegna yfirvofandi afplánunar í stað þess að leita sér að vinnu. 7. HUGSANLEG ÁLITAEFNI Það er ekkert svo gott að ekki megi gera betur. Álitaefni og hugmyndir um úrbætur eða breytingar koma oft ekki fram fyrr en einhver reynsla er komin á hlutina. I dag er fullsnemmt að leggja fram tillögur um hugsanlegar breytingar en hins vegar er ljóst að ýmislegt má taka til skoðunar síðar. Má sem dæmi nefna nokkur atriði. í 1. gr. laganna segir að hafí maður verið dæmdur í allt að þriggja mánaða óskilorðsbundna refsivist sé heimilt, ef almannahagsmunir mæli ekki gegn því, að fullnusta dóminn þannig að í stað refsivistar komi ólaunuð samfélagsþjónusta. Orðalag greinarinnar virðist ótvírætt og hefur greinin verið túlkuð samkvæmt orðanna hljóðan. Samt sem áður hafa heyrst óánægjuraddir um túlkun hennar og hafa menn talið að rétt sé að blandaðir dómar heyri undir greinina þar sem aðeins hluti tildæmdrar refsingar er skilorðsbundinn. Greinargerð útilokar þennan möguleika hins vegar með öllu en þar segir beinlínis að blandaðir dómar komi ekki til álita. Vakin hefur verið athygli dóms- og kirkjumálaráðuneytisins á ábendingum um hugsanlega mis- munun dómþola í tilvikum sem þessum. Má þess geta í þessu sambandi að hjá 123

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.