Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Síða 51

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Síða 51
Fyrir nokkrum árum barst Dómarafélagi íslands bréf frá Neytendasamtök- unum þar sem rakinn er gangur tiltekins dómsmáls en annar aðili þess hafði leitað til samtakanna. I bréfinu kom fram að þrotabú hafði höfðað mál gegn tilteknum einstaklingi Ó og var hann sýknaður bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Ó hafði talið sig frá upphafi sýknan saka í málinu. Samtals fékk hann dæmdar kr. 137.200 í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, en reikningar lögmanns voru kr. 378.634,95. Þannig hafi kostnaður Ó við að sanna sakleysi sitt í málinu numið kr. 241.434,95. í framhaldi var óskað svara við nokkrum spumingum, m.a. hvort eðlilegt teljist í réttarríki að það kosti viðkomandi umtalsverðar tjárhæðir að sanna sakleysi sitt. í þessu bréfi er komið að kjarna málsins. 2. BEINN KOSTNAÐUR AF MÁLAFERLUM Það sem máli skiptir um hvað telst til málskostnaðar skv. 129. gr. eml. er annars vegar gjöld sem renna í ríkissjóð svo sem þingfestingargjöld, auk kostn- aðar af birtingu stefnu og hins vegar kostnaður við rekstur máls fyrir dómi, s.s. við öflun sönnunargagna þ.m.t. matsgerðir o.fl. svo og málflutningslaun lög- manns. I skoðanakönnun, sem fram fór á vegum Dómarafélags íslands og LMFÍ fyrir nokkru, þar sem afstaða lögmanna til ýmissa atriða í samskiptum við héraðs- dómstólana var könnuð, var m.a. fullyrt: „Há réttargjöld hindra aðgang að héraðsdómstólunum“. Yfir 50% lögmanna töldu þessa fullyrðingu standast. Þingfestingargjald almennra einkamála er kr. 3.000 hér á landi. Önnur opinber gjöld leggjast ekki á rekstur málsins fyrir héraðsdómi ef undanskilinn er kostnaður vegna endurrita. Kostnaður við birtingu stefnu er um kr. 1.000. Þingfestingargjöld eru í flestum nágrannalöndum á bilinu frá 2.000 til 10.000 krónur. í Noregi er almennt þingfestingargjald einkamála hins vegar um 30.000 ísl. krónur. Ákvörðun um þessa fjárhæð var borin undir Stórþingið þar sem sérstaklega var kannað hvort hún bryti í bága við stjórnarskrá landsins. Þrátt fyrir að viðurkennt væri að í þessari fjárhæð fælist ákveðin takmörkun á dóm- stólaleiðinni fyrir almenning þótti þetta engu að síður tækt. I þessu sambandi verður hins vegar að hafa í huga að öll einkamál í Noregi fara fyrir sáttanefndir en málsmeðferð þar er aðilum að kostnaðarlausu. I Noregi, þar sem svipað meðdómendakerfi er við lýði og hér, þarf sá aðili sem tapar máli að greiða kostnað vegna meðdómsmanna. í öllum nágranna- löndum okkar þurfa aðilar að greiða þóknun til þeirra vitna sem þeir leiða fyrir dóminn. Til undantekninga heyrir að slík gjöld séu innt af hendi hér. 1 Danmörku er þingfestingargjald í venjulegu einkamáli 5.000 ísl. krónur auk prósentu af hagsmunum yfir 60.000 ísl. krónur. Þannig eru réttargjöld fyrir kröfu að fjárhæð 1.000.000 ísl. krónur 14.400 ísl. krónur. Við þessa fjárhæð bætast 2.900 ísl. krónur fari málið í aðalflutning. Málskostnaður lögmanns í slíku máli yrði um 108.500 ísl. krónur. Þetta þýddi heildarkostnað um 125.800 ísl. krónur. 127

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.