Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Síða 55

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Síða 55
Dómurum er það mæta vel ljóst hversu miklu máli það skiptir aðila að fá hæfan lögmann til að reka mál fyrir dómi. Lögmenn taka hlutverk sitt alvarlega, vinna verk sitt málefnalega og leggja sig fram í gagnaleit svo sem í erlendum fræðiritum. Fyrir þessa vinnu eiga lögmenn að fá greitt. Lögmenn leggja nú í vaxandi mæli fram málskostnaðarreikninga við aðalmeðferð. Það er til bóta enda getur lögmaðurinn alla vega ekki krafið skjólstæðing sinn um hærri þóknun fyrir vinnu sína en þar kemur fram. Ef lögmaður rökstyður fyrir dómara vinnuframlag sitt, reikningurinn er sanngjarn miðað við það, og dómari telur þá vinnu nauðsynlega vegna málsins á hann að taka kröfuna til greina þrátt fyrir að reikningurinn teljist hár í krónum talið. I því sambandi á lögfræðingur með sérfræðimenntun að geta krafið um hærra tímagjald en sá sem minni sérfræðimenntun hefur. I mörgum tilvikum er krafa lögmanna um þóknun hins vegar of há og þá um leið ósanngjörn. Um þetta höfum við fjölda dæma. Aðilum er oftast ofviða að annast málarekstur sinn sjálfir. Þeim er því þörf á aðstoð lögmanna. Það er varla framtíðarsýn okkar um dómskerfið í landinu sem segir í fleygri setningu: „The law is like the Ritz Hotel, it is open to everybody, but only few can afford it“. Osanngjarn kostnaðar við rekstur máls getur takmarkað aðgang almennings að dómstólunum og valdið réttarspjöllum. Dómurum og lögmönnum ber að koma í veg fyrir slíkt enda hvílir sú skylda á þessum stéttum öðrum fremur að sjá til þess að borgararnir hafi það á tilfinningunni að þeir búi í réttarríki. 131

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.