Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Side 4
rannsóknir og í hlutarins eðli liggur að ætlast er til þess að þeir birti niðurstöður
sínar, því varla eiga þeir einir að sitja að þeim. Hins vegar eru það því betur
fleiri lögfræðingar en prófessorar og kennarar sem leggja stund á fræðistörf og
ritstörf á sviði lögfræðinnar. Hér má heldur ekki gleyma kandídatsritgerðum
laganema, sem margar hverjar eru ágæt og gagnleg rit. Verður ekki betur séð en
þrátt fyrir það að lögfræðingar séu ekki stór hópur að tölunni til að í honum séu
þó nokkrir ágætir fræðimenn. Meinið er hins vegar það að erfitt er að útvega fé
til fræðistarfa og útgáfu því að markaðurinn fyrir lögfræðirit er afar smár og því
nánast í öllum tilfellum borin von að sala á lögfræðibókum standi undir
eðlilegum kostnaði við útgáfuna. Er þá sérstaklega haft í huga að höfundar fái
bærileg laun fyrir vinnu sína, því að varla er hægt að gera ráð fyrir að menn
skrifi mikið til lengdar án þess að fá greiðslu fyrir. Ef lögfræðirit selst í eitt
þúsund eintökum á einhverju árabili þykir það mjög góður árangur. Það er
deginum ljósara að með einhverjum hætti þarf að útvega meira fé til rann-
sóknarstarfa og skrifta til þess að styrkja fræðilegan bakhjarl íslenskrar lög-
fræði. Ef til vill gætum við þá komist þangað með tærnar sem frændur okkar á
hinum Norðurlöndunum hafa hælana. Það er ekki sérstaklega metnaðarfullt
markmið en ef til vill raunhæft. Hvað er svo til ráða er spurning sem sá er þetta
ritar kann því miður ekki svör við, en er þó varpað fram öðrum snjallari til
svara.
Ritstjórn þessa tímarits hefur löngum verið áhyggjuefni og nánast feimnismál
að í því skuli ekki jafnharðan vera getið þeirra lögfræðirita sem gefin eru út
hérlendis og jafnvel skrifaðir um þau ritdómar. Má þetta teljast til töluverðs
vansa. Aðalástæða þessa er sú, svo til afsakana sé gripið, að reynst hefur nánast
útilokað að fá menn til að skrifa ritdóma. Hins vegar er nú í þessu hefti reynt að
ráða hér á nokkra bót. Ungur og vaskur lögfræðingur tók að sér að beiðni
ritstjómar að skrifa grein þar sem getið skyldi og gerð grein fyrir þeim
lögfræðiritum sem út hafa komið á ámnum 1990-1996. Á hann miklar þakkir
skildar fyrir vikið.
I inngangi greinarinnar kemur fram að í henni er getið um 90 rit sem gefin
vom út á umræddu tímabili og vel má vera að þau hafi verið eitthvað fleiri. Er
því um að ræða nær 13 rit að meðaltali sem gefin hafa verið út á ári hverju. Rit
þessi em vissulega misjöfn að stærð og eflaust að gæðum, þótt ekkert mat sé á
það lagt í greininni sem ekki var ætlast til. Meðal ritanna er að finna Grágás,
Lagasafnið og Lögfræðingatal, tvö afmælisrit, skýrslur og greinasafn. Nafn-
greindir höfundar em 31 en þeir eru reyndar ekki allir lögfræðingar. Það er hið
besta mál eins og sagt er, því að yfirleitt er fróðlegt að sjá hverja sýn þeir hafa
á lögfræðileg efni sem ekki hafa lagt sérstaka stund á lögfræði.
Svo sem búast mátti við eiga prófessorar við lagadeild háskólans stóran hlut
af því sem gefið hefur verið út. Er ekki fjarri því að hver þeirra gefi út að
meðaltali eitt rit á ári á þessu árabili og reyndar einn þeirra einu riti betur. Þetta
eru að sjálfsögðu einungis tölulegir útreikningar og segja ef til vill ekki mikla
sögu. Tölumar segja þó það að ekki verður betur séð en þessir prófessorar
144