Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Qupperneq 8

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Qupperneq 8
verandi hæstaréttardómara, og greinarhöfunda í nefnd, sem falið yrði að taka afstöðu til þess hvort efni væru til þess að breyta skaðabótalögum nr. 50/1993. Ráðherra varð við tilmælum allsherjarnefndar og skipaði 18. febrúar 1994 tilgreinda menn í nefnd í þessu skyni. Með þessu hófst vinna við endurskoðun laganna, sem stóð yfir með hléum fram til maí 1996. Sú þriggja manna nefnd, sem skipuð var til starfans sendi ráðherra niðurstöður sínar 23. júní 1994, en varð ekki sammála um niðurstöður. Höfundar þessara skrifa skiluðu sameiginlegri niðurstöðu og gerðu tillögu um breytingu á lögunum, en Guðmundur Skaftason skilaði séráliti og taldi ekki ástæðu til breytinga að svo stöddu. Sú úttekt, sem þarna var gerð á lögunum, leiddi þó ekki til þess að lagðar yrðu fram á Alþingi tillögur um breytingar á þeim. Afgreiddi allsherjamefnd Alþingis málið frá sér í febrúar 1995 með bókun, þar sem fram kom að ekki þætti ástæða til aðgerða að svo stöddu. Vorið 1995 hófust umræður að nýju á opinberum vettvangi um lögin og gagnrýni á þau hélt áfram. Um líkt leyti eða 30. mars 1995 féll dómur í Hæstarétti, sem breytti fyrri dómaframkvæmd varðandi vaxtaforsendur, samanber það sem síðar segir. Af þessum ástæðum samþykkti allsherjarnefnd Alþingis á fundi sínum 6. júní 1995 að fara þess á leit við greinarhöfunda að þeir tækju á ný upp þá athugun á ákvæðum skaðabótalaga er þeir gerðu á árinu 1994. Var í bókun allsherjarnefndar jafnframt vísað til fyrrgreinds dóms Hæstaréttar varðandi breyttar vaxtaforsendur. I bréfi þann dag var viðfangs- efnið nánar skilgreint. Sá munur var orðinn frá fyrra erindi allsherjamefndar í janúar 1994, að nú var ætlast til að gerð yrði mun viðameiri könnun á ákvæðum laganna en fym nefndinni hafði verið falið að gera. Að auki var farið fram á að greinarhöfundar semdu frumvarp til breytinga á lögunum, ef rannsókn á viðfangsefninu gæfi tilefni til. Niðurstöður greinarhöfunda lágu fyrir 10. nóvember 1995 og voru þann dag sendar allsherjarnefnd Alþingis með tilbúnu frumvarpi, er gerði ráð fyrir breytingum á mörgum greinum laganna. Allsherjarnefnd sendi skýrsluna og breytingartillögur fjölmörgum til umsagnar og hlaut málið ítarlega meðferð í allsherjarnefnd Alþingis og á opinberum vettvangi. Sætti frumvai-pið harðri andstöðu tryggingarfélaga í landinu. Niðurstaða málsins varð sú, að í maí 1996 samþykkti Alþingi tillögu allsherjarnefndar um breytingar á tveimur greinum laganna. Annars vegar var margfeldisstuðull 6. greinar hækkaður úr 7,5 í 10,0 og hins vegar var lágmarks miskastig í 8. gr. lækkað úr 15% í 10%. Eru það lög nr. 42/1996 um breytingu á skaðabótalögum nr. 50/1993. Hér á eftir verður gerð grein fyrir störfum nefndanna tveggja, eftir því sem kostur er í tveim tímaritsgreinum. Þess ber strax að geta, að báðar eru nefndarskýrslurnar langar og ítarlegar, auk þess sem fjölmargar töflur með talnasamanburði og útskýringum koma fyrir í meginmáli þeirra. Til að vinna þessa útreikninga var fengin besta sérfræðiaðstoð sem til var. Nokkrum vandkvæðum er bundið að endursegja efni þessara taflna nema í löngu máli, sem þó verður leitast við að stytta svo sem kostur er. Er þá tæpast unnt að gera 148
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.