Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Side 31

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Side 31
úrlausn á því hvort foreldra skuli fara með forsjá barns þar til leyst hefur verið úr forsjárdeilunni. Það á t.d. við þegar aflétta þarf ófremdarástandi sem komist hefur á af einhverjum ástæðum, ef bam er í alvarlegri hættu eða velferð þess er stefnt í voða, sbr. orðalag í athugasemdum með 56. gr. í frumvarpi til bama- laga.10 í þriðja lagi getur verið brýnt að foreldrar verði til samvinnu um athuganir sem fram þurfa að fara áður en leyst er úr ágreiningi um forsjá. Dómara sem ber ábyrgð á því að fram fari fullnægjandi gagnaöflun í forsjármáli, sbr. 60. gr. barnalaga, getur þótt nauðsynlegt að bamið njóti fremur forsjár annars foreldr- isins en hins til að tryggja viðunandi aðstæður undir rekstri málsins og vegna þeirra athugana sem fram þurfa að fara. Sambærileg regla gildir um ábyrgð dómsmálaráðuneytisins á að upplýsa mál samkvæmt 1. mgr. 69. gr. barnalaga og 10. gr. stjómsýslulaga.* 11 Ef öryggi bamsins er tryggt og foreldrar em sammála um hvernig forsjá bamsins skuli hagað þar til leyst hefur verið úr forsjárdeilunni er ekki þörf á að kveða sérstaklega á um forsjá barnsins til bráðabirgða. Ef þessi skilyrði em ekki fyrir hendi kallar það yfirleitt á úrlausn á því hvort foreldranna skuli fara með forsjá bamsins þar til endanleg úrlausn liggur fyrir í forsjárdeilunni. 5. REKSTUR MÁLS UM BRÁÐABIRGÐAFORSJÁ Krafa um forsjá bams til bráðabirgða getur ýmist komið fram munnlega eða skriflega. í málum sem rekin em fyrir dómstólum getur munnleg krafa komið fram í þinghaldi og er hún þá bókuð í þingbók. Skrifleg krafa getur komið fram í stefnu, greinargerð varnaraðila eða í sérstakri beiðni um forsjá barns til bráðabirgða, frá öðmm málsaðila eða báðum. Um kröfur sem gerðar eru í málum sem dómsmálaráðuneytið leysir úr gildir sú regla að aðilum ber að setja fram skýrar kröfur fyrir stjómvaldi, sbr. 1. mgr. 69. gr. barnalaga. Þegar krafa um forsjá bams til bráðabirgða hefur komið fram undir rekstri forsjármáls fyrir dómi er oft rekið sérstakt mál um þann ágreining. Við Héraðsdóm Reykjavíkur eru mál um bráðabirgðaforsjá skráð í málaskrá sem B- mál en einkamál eru almennt skráð sem E-mál, þ.m.t. forsjármál.12 Þannig er haldin sérstök málaskrá yfir þau mál sem rekin eru fyrir dómstólnum vegna ágreinings um bráðabirgðaforsjá. Oft hefur þegar verið leyst úr þeim ágreiningi þegar forsjármálinu er úthlutað til dómara. Sú regla er þó ekki einhlít af ýmsum ástæðum. 10 Alþingistíðindi A 1991-1992 bls. 1179. 11 Einnig má í þessu sambandi benda á að talið heftir verið að tilgangur úrræðisins um að ákveða forsjá barns til bráðabirgða sé sá að skapa festu um forsjá í erfiðum forsjárdeilum á meðan könnun fer fram og gagna er aflað um mál. Þetta kemur m.a. fram á bls. 205 í Barnarétti eftir Davíð Þór Björgvinsson og f úrskurðum sem kveðnir hafa verið upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. 12 Um málaskrár sjá reglugerð um skráningu mála hjá héraðsdómstólum, þingbækur, skjalavörslu o.fl. nr. 225/1992. 171

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.