Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Qupperneq 36

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Qupperneq 36
Þá verður einnig að líta til þess að sú hætta hlýtur óhjákvæmilega að vera fyrir hendi að það foreldri sem fær að hafa barnið hjá sér nái betri stöðu í forsjárdeilunni, þ.e. í baráttunni um barnið. Sá sem leysir úr forsjárdeilunni er þá á vissan hátt að hjálpa foreldrinu sem fær forsjá barnsins til bráðabirgða. Honum er því sérstakur vandi á höndum þegar hann tekur ákvörðun um bráðabirgðaforsjána. I lagagreininni er þó sérstaklega tekið fram að ákvörðun um skipan forsjár til bráðabirgða bindi ekki hendur úrskurðarvalds þegar forsjá er ákveðin til frambúðar, enda verði sá aðili sem kveði á um bráðabirgðaforsjá ekki vanhæfur til að leysa úr forsjármálinu að öðru leyti. Einnig er rétt að geta þess að dómarinn eða annar úrlausnaraðili getur ekki látið það sjónarmið eitt ráða niðurstöðu í málinu að úrlausnin megi ekki veita öðrum aðilanum betri stöðu í forsjárdeilunni. Hins vegar gæti það sjónarmið ráðið úrslitum að öðrum aðilanum sé betur treystandi til að misnota ekki þá aðstöðu sem hann fær við að hafa barnið hjá sér undir rekstri málsins. I máli nr. B-15/1996 sem rekið var fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur reyndi að nokkru á þetta atriði, sbr. úrskurð dómsins frá 27. nóvember 1996. Málsaðilar gerðu samkomulag vegna hjónaskilnaðar um sameiginlega forsjá tveggja barna þeirra 2. apríl 1996. Samkvæmt samkomulaginu bjuggu börnin hjá móður sinni en höfðu umgengni við föðurinn. Þann 2. september sama ár tók faðirinn börnin af heimili þeirra og móðurinnar og fór með þau heim til sín þar sem þau dvöldu þegar kröfur málsaðila um bráðabirgðaforsjá voru til umfjöllunar fyrir héraðsdómi. í úrskurðinum segir að faðirinn hafí í byrjun september rofið samkomulag aðila um að börnin hefðu dvalarstað og lögheimili hjá móðurinni. Hann hafi þannig raskað löngu gerðum áætlunum um hagi þeirra í náinni framtíð. Þetta framferði hans virtist hvorki hafa verið vel ígrundað né skipulagt. I úrskurðinum segir ennfremur að tilgangur úrræðisins um bráðabirgðaforsjá sé að skapa festu um forsjá í erfiðum forsjárdeilum meðan könnun og gagnaöflun fer fram og sé mikilvægt fyrir bömin að sem minnst röskun verði á högum þeirra og dvalarstað. Engin könnun hafði þá farið fram á forsjárhæfni foreldranna né heldur athugun á því hvernig tengslum barnanna við foreldrana væri í raun háttað. Ekki lá heldur fyrir könnun á tengslum systkinanna innbyrðis. Segir í úrskurðinum að slíkar athuganir þurfi væntanlega að fara fram áður en endanlegur dómur um forsjárskipan verði felldur í málinu. Samkvæmt gögnum málsins virtust bæði börnin hafa verið í nokkuð góðu jafnvægi og væru það enn þrátt fyrir langvarandi samskiptaörðugleika og togstreitu foreldra. Því verði ekki annað séð en að báðir aðilar væru færir um að sinna foreldraskyldum sínum og geti boðið bömum sínum upp á fullnægjandi heimilisaðstæður. Ekki hafi verið sýnt fram á augljósa þörf á að breyta því fyrirkomulagi samningsins að bömin hefðu lögheimili hjá móður sinni og dveldust þar að jafnaði. Taldi dómurinn að með því að koma á fyrri skipan fæli hún í sér staðfestingu á því að öryggi bamanna væri ekki háð skyndiákvörðunum foreldris. Ekki var það talið hafa skaðvænleg áhrif á andlega líðan barnanna að fara aftur til móðurinnar, sérstaklega þar sem þau voru tengd henni. Var hagsmunum barnanna talið best borgið með því að móðirin færi með forsjá þeirra til bráðabirgða. 176
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.