Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Side 45

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Side 45
1. INNGANGUR í eftirfarandi grein er fjallað um íslenskar bækur um lögfræðileg málefni, sem gefnar voru út á árunum 1990-1996, að báðum árum meðtöldum. Grein þessi er ekki hugsuð sem gagnrýni á umræddar bækur, heldur einungis sem upplýsinga- og yfirlitsgrein; samantekt yfir íslenskar lögfræðibækur sem gefnar voru út á tímabilinu. Gerð er stuttlega grein fyrir efni hverrar bókar, höfundi, útgefanda og verði, ef upplýsingar um slíkt liggja fyrir. A umræddu tímabili var töluverð gróska í útgáfu lögfræðibóka. Verður hér um 90 rita getið, bækur gefnar út af bókaforlögum og höfundum sjálfum sem og fjölrit, sem einkum hafa verið gefin út til kennslu, í flestum tilvikum í lagadeild Háskóla íslands. Um nokkur rit lék vafi á hvort flokka ætti þau með þeim ritum sem hér er getið. Atti það við um nokkur fjölrit sem gefin hafa verið út til kennslu. Mörkuð var sú stefna að ekki er getið fjölrita sem síðar hafa birst sem tímaritsgreinar. í eftirfarandi samantekt verður tekið á efninu eftir réttarsviðum. Vel kann að vera að ekki sé hér getið bóka sem vafalaust eiga heima í umfjölluninni og skrifast slíkt alfarið á reikning greinarhöfundar, en tekið skal fram að reynt var af fremsta megni að grafast fyrir um öll íslensk lögfræðirit sem gefin voru út á tímabilinu. 2. LAGABÓKMENNTIR EFTIR RÉTTARSVIÐUM 2.1 Almenn lögfræði Sigurður Líndal: Inngangur að lögfrœði. Þjóðréttarreglur. Fjölrit. 1994. 25 bls. Sigurður Líndal: Inngangur að lögfrœði. Þjóðréttarreglur II. Löggjöf Evrópu- sambandsins. Fjölrit. 1995. 85 bls. Sigurður Líndal: Inngangur að lögfrœði. Þjóðréttarreglur III. Löggjöf Evrópska efnahagssvœðisins. Fjölrit. 1995. 45 bls. Sigurður Líndal: Inngangur að lögfrœði. Réttarheimildir. Sett lög - venjuréttur. Fjölrit. 1996. 91 bls. Sigurður Líndal: Inngangur að lógfrœði. Fordœmi. Fjölrit. 1996. 71 bls. Sigurður Líndal prófessor hefur á undanförnum árum verið að vinna að riti sem hann hefur kallað Inngang að lögfræði. Kaflar úr ritinu hafa verið gefnir út í formi fjölrita og notaðir við kennslu á 1. ári í lagadeild Háskóla íslands. Um er að ræða fimm fjölrit sem höfundur hefur á tímabilinu endurskoðað og gefið út á ný. Hér að framan er getið nýjustu útgáfna, en öll komu ritin fyrst út árið 1994. Umfjöllunarefni þeirra eru eftirfarandi: í ritinu Þjóðréttarreglur er m.a. gerð grein fyrir heimildum þjóðaréttar, þjóðarétti sem réttarheimild samkvæmt innanríkisrétti, tengslum þjóðaréttar og landsréttar, almennum reglum þjóðaréttarins, þjóðréttarsamningum, fullgild- ingu og lögfestingu þeirra. I ritinu Þjóðréttarreglur II - Löggjöf Evrópusambandsins, er m.a. gerð grein 185

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.