Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Side 46

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Side 46
fyrir þróun EB yfir í ESB, réttarheimildum ESB-réttar, stofnsáttmálum banda- lagsins, einingarlögunum, Maastrictsáttmálanum, meginreglum ESB, tegund- um réttargerða ESB, stofnunum ESB, sérstaklega er fjallað um framkvæmda- stjórnina, Evrópuþingið og dómstól EB. I ritinu Þjóðréttarreglur III - Löggjöf Evrópska efnahagssvæðisins er fjallað um réttarheimildir EES, sérstaklega er fjallað um það hvernig EES-sáttmálinn verður íslensk réttarheimild, gerð er grein fyrir lögfestingu hans og hvernig réttarheimildum verði beitt, fjallað er um stofnanir EES, þ.e. EES-ráðið, sam- eiginlegu EES-nefndina, Eftirlitsstofnun EFTA, EFTA-dómstólinn, sameigin- legu þingmannanefndina, ráðgjafamefnd EES og gerðardóm EES. Loks er gerð grein fyrir ákvarðanaferli innan EES, laganýmælum innan EES og áhrifum EFTA-ríkja á gerð nýmæla í lögum. I fjórða ritinu, Réttarheimildir - Sett lög - Venjuréttur, er fjallað um settan rétt í rýmri og þrengri merkingu. Fjallað er um nauðsyn settra laga, gerð grein fyrir flokkun þeirra og fjallað um stjórnsýslufyrirmæli. I kaflanum um réttarvenju er gerð grein fyrir nokkrum flokkum venjuréttar og löghelgun venju. Þá er að síðustu fjallað um kjarasamninga sem réttarheimild í bókarlok. I fimmta ritinu fjallar höfundur um réttarheimildina fordæmi. Gerir hann grein fyrir því hvað fordæmi sé, sögulegri þróun fordæma, samleik löggjafar- valds og dómsvalds, hvemig leggja eigi mat á fordæmi, vægi fordæmis, sérstökum röksemdum með bindandi áhrifum fordæma og gegn bindandi verkan fordæma. Þá fjallar höfundur um hvers vegna fordæmum er fylgt, stjómsýslufordæmi o.fl. Davíð Þór Björgvinsson. Lögskýringar. Fjölrit. 1996. Verð: 3.200 kr. Davíð Þór Björgvinsson prófessor segir í formála fyrstu útgáfu fjölritsins Lögskýringar, að það sé tekið saman með það í huga að það megi gagnast sem lesefni fyrir nemendur í almennri lögfræði við lagadeild HÍ. í ritinu er í kjölfar inngangs fjallað um textaskýringar, þá lögskýringargögn og lögskýringar- sjónarmið. Fjallað er um lögskýringarleiðir, lögjöfnun og gagnályktun, árekstur lagaákvæða og þá em sérstakir kaflar um skýringu á ákvæðum stjómar- skrárinnar og lögfestra þjóðréttarsamninga. Að síðustu er fjallað um reglur um lögskýringar sem mótast hafa í réttarframkvæmd. 2.2 Eigna- og veðréttur Magnús Thoroddsen: Dómar um veðréttindi 1920-1988. Námssjóður Lögmanna- félags íslands. 1990. 144 bls. Verð: 1.595 kr. Bókin Dómar um veðréttindi eftir Magnús Thoroddsen hrl. skiptist í sjö kafla, og eru þar reifaðir dómar Hæstaréttar frá 1920 til 1988 varðandi handveð, 186

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.