Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Side 53

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Side 53
einkahlutafélög í samræmi við nýlega löggjöf á þessu sviði. Bókin skiptist í 30 kafla og er þar m.a. fjallað um sögulega þróun hlutafélagalöggjafar, áhrif Evrópuréttar á hlutafélagalöggjöf, megineinkenni hlutafélagaformsins, stofnun hlutafélags, greiðslu hlutafjár, hlutabréf, hækkun og lækkun hlutafjár, félags- stjóm, hluthafafundi, endurskoðun, ársreikninga og ársskýrslu stjórnar, sjóði og ráðstöfun þeirra, félagsslit, samruna, breytingu úr einu hlutafélagsformi í annað og skiptingu hlutafélaga, skaðabætur, erlend félög og útibú þeirra, skráningu, þvingunarúrræði og refsingar. í fimm srðustu köflum bókarinnar er að finna heimilda- og atriðisorðaskrá, laga- og dómaskrá og loks stutt yfirlit á ensku yfir efni bókarinnar. 2.5 Fjármuna- og kröfuréttur Páll Hreinsson. Dómar í víxilmálum. Bókaútgáfa Orators. 1991. 231 bls. Verð: 3.875 kr. I bók Páls Hreinssonar, aðstoðarmanns umboðsmanns Alþingis og stunda- kennara við lagadeild Háskóla Islands, eru reifaðir dómar í víxilmálum. Þar er jafnt að finna dóma sem varða efnisreglur víxilréttarins, sem og réttarfarsreglur víxilmálaréttarfarsins. í ritinu eru flest allir þeir dómar sem gengið hafa í víxilmálum í Hæstarétti fram til áramóta 1989/1990. Þá em í ritinu nokkrir valdir dómar bæjarþings Reykjavíkur og Landsyfirréttar. Efnisskipan er með þeim hætti að dómum er raðað í tímaröð og gefin númer sem vísað er til í ítarlegum og vönduðum skrám ritsins, þ.e. mála- dóma- laga- og atriðis- orðaskrá. Páll Sigurðsson. Verksamningar - Meginreglur íslensks verktakaréttar. Bókaútgáfa Orators. 1991. 381 bls. Verð: 5.585 kr. I formála bókarinnar segir höfundur, Páll Sigurðsson prófessor, ritinu ætlað að vera fræðileg handbók í verktakarétti. Bókin skiptist í fimm hluta og 26 kafla, og er í fyrsta hluta tjallað um réttarheimildir á réttarsviðinu, hugtakið verksamning, helstu tegundir verksamninga, gerð þeirra, útboð og túlkun verksamninga. í öðmm hluta er fjallað um helstu skyldur verktaka og verk- kaupa, eindaga og efndatíma verksamninga og áhættuskipti milli aðila. í þriðja hluta er fjallað um vanefndir verksamninga og réttaráhrif þeirra, skiladrátt á verki, galla á verki, vanheimild verktaka yfir efni, brottfall vanefndaheimilda verkkaupa, greiðsludrátt á verkkaupi, fjárþrot og viðtökudrátt verkkaupa. í fjórða hluta er fjallað um réttarstöðu við andlát, fjárræðissviptingu, greiðslu- stöðvun eða gjaldþrot aðila, umboð og ábyrgð tæknilegra ráðgjafa, lausn ágreiningsmála og lagaskilareglur í verktakarétti. í fimmta hluta er fjallað um þörf á réttarbótum auk þess sem þar er að finna heimildaskrá, dómaskrá, lagaskrá, staðlaskrá og atriðisorðaskrá. 193

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.