Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Side 58

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Side 58
héraði. Þá fylgja skrár yfir lög, alþjóðasamninga og stjómvaldsfyrirmæli, sem og dómaskrá. Markús Sigurbjömsson. Aðfarargerðir. Námssjóður Lögmannafélags íslands. 1995. 615 bls. Verð: 8.405 kr. Ritið fjallar eins og nafnið gefur til kynna um aðfarðargerðir, og er mikið að vöxtum. Það skiptist í 12 kafla þar sem umfjöllunarefnin eru hugtakið fullnustugerð og tegundir fullnustugerða, helstu hugtök á sviði fullnustugerða, hverjir framkvæma fullnustugerðir, aðfararheimildir, upphaf, frestun og lok aðfararhæfis, aðilar að aðfarargerð, aðfararbeiðni og meðferð hennar á fyrstu stigum, almennar reglur um framkvæmd aðfarar, sérreglur um fjárnám, sérreglur um aðför skv. 11. kafla aðfararlaga, dómsmál um aðfarargerð eftir lok hennar og loks skaðabætur vegna aðfarargerða. Hefðbundar skrár fylgja. Atriðisorðaskráin er óvenju ítarleg og vel unnin sem gefur þessu frábæra riti enn meira gildi. 2.8 Réttarheimspeki Heimspekileg forspjallsvísindi í lagadeild - Greinasafn. Bóksala stúdenta. 1990. Fjölrit. 133 bls. Greinasafnið hefur að geyma sjö greinar þar sem umfjöllunarefnið er heimspeki og réttarheimspeki, enda var ritið notað til kennslu í heimspekilegum forspjallsvísindum við lagadeild HI. Þar er að finna greinarnar Um stjórnspeki Aristótelesar og Um sögustefnuna eftir Sigurð Líndal, Eru lög nauðsynleg?, Náttúruréttur í nýju Ijósi, Um lög og siðferði og Hvað er réttarríki og hverjir eru kostir þess eftir Garðar Gíslason og loks greinin Lífsskoðun Hávamála og Aristóteles eftir Guðmund Finnbogason. Garðar Gíslason. Eru lög nauðsynleg? Bókaútgáfa Orators. 1991. 153 bls. Verð: 3.305 kr. Rit Garðars Gíslasonar hæstaréttardómara er safn greina sem birst hafa í tímaritum. Allar fjalla greinamar um spurningar og vandamál, þar sem tekist er á við réttarheimspeki. Greinamar em átta og nefnast Nokkur viðfangsefni réttarheimspeki, Er valdbinding höfuðeinkenni á lagareglum, Eru lög nauðsyn- leg?, Náttúraréttur í nýju ljósi, Meginreglur laga, Eðli máls, Um lög og siðferði og Um rétt, réttlæti og réttarrrki. Heimilda- nafna- og atriðisorðaskrár fylgja. 198

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.