Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Side 59
2.9 Réttarsaga
Gísli Ágúst Gunnlaugsson. Því dæmist rétt vera - afbrot, refsingar og íslenskt
samfélag á síðari hluta 19. aldar. Sagnfrœðistofnun Háskóla Islands. 1991. 100 bls.
1.225 kr.
í bókinni Því dæmist rétt vera fjallar Gísli Agúst Gunnlaugsson sagn-
fræðingur um afbrot og refsingar á íslandi á síðari hluta 19. aldar. Bókin skiptist
í 10 kafla þar sem m.a. er fjallað um kenningar um orsakir afbrota, sænskar
rannsóknir á afbrotum og refsingum, hvers konar mál komu fyrir rétt á 19. öld,
hórdóm, legorð og dulsmál, brot á atvinnustéttalöggjöfinni, þjófnað, skuldir og
réttarvitund og refsiviðhorf. Yfirlit á ensku um efni ritsins fylgir sem og
heimildaskrá og nafnaskrá.
Grágás - Lagasafn íslenska þjóðveldisins. Mál og menning. 1992. 567 bls. Verð:
8.990 kr.
Grágás, lagasafn íslenska þjóðveldisins, var gefið út í glæsilegri útgáfu árið
1992, en Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson og Mörður Amason sáu um
útgáfuna. í henni er texti aðalhandritanna tveggja frá 13. öld felldur saman svo
að lagasafnið myndar eina heild. Því fylgir inngangur um aldur þess og sögu,
skýringarmyndir til glöggvunar um ýmsa samfélagsþætti að fornu, og ítarleg
atriðisorðaskrá. Textinn er með nútímastafsetningu og fylgja orðskýringar
neðanmáls.
Páll Sigurðsson. Svipmyndir úr réttarsögu - Þœttir um land og sögu í Ijósi laga og
réttarframkvœmdar. Skjaldborg. 1992. 399 bls. Verð: 3.065 kr.
Bókin Svipmyndir úr réttarsögu hefur að geyma níu ritgerðir um margvísleg
réttarsöguleg málefni. í fyrstu ritgerðinni er fjallað um Jónsbók, önnur ritgerðin
nefnist Lagastefnur gegn látnum mönnum - Þegar Bjarni sýslumaður Halldórsson
stefndi Lafrentz amtmanni dauðum, sú þriðja Brúðarrán og brúðarkaup - Þegar
Oddur V. Gíslason „rændi” brúði sinni og sú fjórða nefnist Fyrsta borgaralega
hjónavígslan á íslandi - Þáttur í þróun trúfrelsis og almennra mannréttinda.
Fimmta ritgerðin nefnist Meinsæri - Söguleg þróun viðurlaga, réttarheimildir
og þjóðtrú, sú sjötta nefnist Fom réttur um manntjón af völdum dýra, sjöunda
ritgerðin nefnist Aftökur og örnefni - Um framkvæmd líflátshegningar og um
aftökustaði og „aftökuörnefni” á íslandi, utan alþingisstaðarins við Öxará,
áttunda ritgerðin nefndist Kirknaítök - Saga þeirra og þróun og sú síðasta
nefnist Stjómarlög og stjórnskipun Nýja Islands - nýlendu íslenskra landnema
í Kanada. Aftast er að finna skrá um höfunda eða varðveislustaði myndefnis og
skrá yfir mannanöfn og staðanöfn.
199