Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Side 60
Sigurður Líndal. Réttarsaga. Heimildafrœði. Alþingi á þjóðveldisöld - Megiit-
drœttir í réttarsögu íslands. Fjölrit. 1994. 60 bls.
Fjölritið var gefið út til kennslu við lagadeild HÍ og þar eru viðfangsefnin
þrjú. Stutt umfjöllun er fremst um heimildafræði í tengslum við réttar-
sögulegar rannsóknir. I öðru lagi er þar að finna grein um Alþingi á þjóðveldis-
öld, þar sem gerð er grein fyrir megineinkennum stjórnskipunar germanskra
þjóða, landnámi Islands, upphafi allsherjarrrkis, sendiför Úlfljóts, vali á
þingstað, goðum og goðorðum, vorþingum, Alþingi, alþingistíma og þing-
helgun, alþingisstaðnum, lögsögumanni, lögréttu, skráningu laga, hlutverki
dómstóla, dómaraskilyrðum, fjórðungsdómum, fimmtardómi, almennum
einkennum á réttarfarinu, málsaðilum og forræði sakar, sönnunaraðferðum og
sönnunargögnum, málsmeðferð fyrir dómstólum og loks helstu þjóðfélags-
hugmyndum sem birtast í íslenska þjóðveldinu. Greinin um Alþingi á
þjóðveldisöld var gefin út af Alþingi árið 1995. í þriðja lagi er fjallað um
megindrætti í réttarsögu íslands. Þar er fjallað um landnám og upphaf
allsherjarríkis, skráningu laga, fjallað er um þegar íslendingar gengu Noregs-
konungi á hönd, Jónsbók og átök um stjórnskipun tímabilið 1280-1319. Þá er
fjallað um konungsvald og þingstjórn 1319-1662, siðbreytingartíma 1541-
1551, einveldi, norsku og dönsku lög á Islandi og réttarsagan fram til fullveldis
og stofnunar Hæstaréttar rakin.
2.10 Sifja- erfða- og persónuréttur
Armann Snœvarr. Erfðaréttur. Námssjóður Lögmannafélags íslands. 1991. 639 bls.
Verð: 4.500 kr.
Erfðaréttur eftir Armann Snævarr, fyrrv. hæstaréttardómara og prófessor,
skiptist í tólf hluta og 54 kafla, og er þar að finna heildarúttekt á íslenskum
erfðarétti. í fyrsta hluta er að finna aðfararkafla um erfðir og erfðarétt, í öðrum
hluta er fjallað um ýmsar erfðaforsendur, í þriðja hluta um réttarheimildir í
erfðarétti og viðhorf um beitingu þeirra, í fjórða hluta um lögerfðir og í fimmta
hluta óskipt bú. í sjötta hluta er fjallað um bréferfðir, erfðaskrár og aðra
erfðagerninga, í sjöunda hluta um dánargjafir og erfðasamninga, í áttunda hluta
er fjallað um samninga um væntanlegan arf, erfðaafsöl og höfnun arfs,
fyrirfram greiddan arf og brottfall erfðaréttar, í níunda hluta er fjallað um
erfðareglur og skiptameðferð og tímamörk um vitjun arfs, í tíunda hluta
lagatengsl og lagaskil og alþjóðlegan einkamálarétt, í ellefta hluta er gerð grein
fyrir sérreglum urn erfð að ættaróðali og erfðaábúð og í tólfta hluta er fjallað
um sköttun á erfðafé. Dóma- laga- og atriðisorðaskrár fylgja og auk þess ítarleg
skrá um rit og ritgerðir í erfðarétti.
200