Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Page 70

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Page 70
Jón Finnbjörnsson. Sjóréttur - námsefni í sjórétti fyrir 1. og 2. stig Stýrimanna- skóla. 1992. 126 bls. Verð: 855 kr. í bókinni Sjóréttur eftir Jón Finnbjörnsson dómarafulltrúa er fjallað um nokkur atriði er tengjast réttarsviðinu, en ritið er einkum ætlað nemendum á 1. og 2. stigi stýrimannaskóla. Ritið skiptist í 12 kafla þar sem fjallað er um skip, skráningu og eftirlit með skipum, rannsóknir sjóslysa, sjómenn og skiprúms- samninga, skipstjóra, lögskráningu sjómanna, skaðabótaábyrgð útgerðarmanns, árekstur skipa, björgun, sameiginlegt sjótjón og sjóvátryggingar. I viðauka er að finna útdrátt úr helstu lagabálkum sem réttarsviðinu tengjast. Lára V. Júlíusdóttir. Kennslubók í verslunarrétti. Höf. gaf út. 1993. 232 bls. Verð: 2.350 kr. Kennslubók í verslunarrétti var gefin út í fimmta sinn árið 1993. Bókin hefur einkum verið notuð við lögfræðikennslu í framhaldsskólum. Hún skiptist í sex hluta og átján kafla. í fyrsta hluta er fjallað um grundvallaratriði hins íslenska réttarkerfis, í öðrum hluta er fjallað um samninga, í þriðja hluta er fjallað um félög í atvinnurekstri, í fjórða hluta er fjallað um fasteignakaup, í fimmta hluta er fjallað um ýmsar réttarreglur viðskiptalífsins og í sjötta hluta er vikið að öðrum réttarreglum, á sviði skaðabótaréttar, sifjaréttar og réttarfars. Aftan við hvem kafla er að finna spurningar varðandi efni kaflans, sem eykur gildi bókarinnar sem kennslurits. Lögfrœðingatal 1736-1993. Iðunn. 1993. 3 bindi. 1760 bls. Verð: 28.800 kr. Fyrstu þrjú bindin af Lögfræðingatali 1736-1993 komu út árið 1993. í fyrsta bindi er að finna ritgerð eftir Agnar Kl. Jónsson um laganám íslenskra lögfræðinga 1736-1975 og ritgerðir eftir Sigurð Líndal um nám og menntun íslenskra lögfræðinga 1975-1993, málflytjendur og lögmenn á íslandi og yfirlit yfir þær stofnanir og embætti sem nefnd eru í æviskrám. Síðan fylgja æviskrár 1488 lögfræðinga og ná þær yfir þrjú bindi. I hverju bindi er að finna skrá yfir helstu skammstafanir. I fjórða bindi, sem ekki hefur verið gefið út þegar þetta er ritað um mitt ár 1997, verður að finna kafla um erlenda lögfræðinga af íslenskum uppruna. Þá verður þar að finna heimilda- og tilvísanaskrá, umfjöllun um nokkrar lögfræðingaættir og skrá yfir lögfræðinga í tímaröð miðað við prófdag. í lokakafla ritsins verður að finna umfangsmikla nafnaskrá. Páll Sigurðsson. Lagaþœttir - Greinar af ýmsum réttarsviðum. Háskólaútgáfan. 1993. 381 bls. Verð: 5.170 kr. Páll Sigurðsson. Lagaþœttir II - Greinar af ýmsum réttarsviðum. Háskólaútgáfan. 1993. 468 bls. Verð: 5.170 kr. Páll Sigurðsson. Lagaþœttir III - Greinar afýmsum réttarsviðum. Háskólaútgáfan. 1994. 430 bls. Verð: 5.170 kr. 210

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.