Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Síða 72
vinsson, European human rights protecdon and Iceland or why, when and how
to bring an application before the European commission of human rights e.
Sally Dollé, Embættistakmörk yfirvalda - Urlausnir íslenskra dómstóla um
valdmörk stjórnvalda e. Eirík Tómasson, Forvaltningsklagen og ombuds-
mannsklagen e. Arne Fliflet, Ombudsmandens skriftsprog e. Hans Gammeltoft-
Hansen, Mannréttindaráðstefna í Vínarborg e. Guðmund S. Alfreðsson, Nýr
hafréttarsamningur - Fiskveiðiréttindi ríkja utan efnahagslögsögunnar e.
Gunnar G. Schram, Ættarmark álögunnar e. Gylfa Knudsen, Siðferðileg
verðmæti og mannasetningar e. Hjördísi Björk Hákonardóttur, Um grundvöll,
stöðu og þróun vörumerkjaréttar e. Jón L. Arnalds, Nokkrar hugleiðingar um
rétt manna til að standa utan félaga e. Jón Steinar Gunnlaugsson, Sæmdarréttur
e. Magnús Thoroddsen, Alitsumleitan e. Pál Hreinsson, The long way from
international to supranational cooperation e. Henry G. Schermers, Samning-
arnir um Evrópusambandið e. Stefán Má Stefánsson, Landamerki fasteigna e.
Tryggva Gunnarsson, Um eignarhald á landi og náttúruauðlindum e. Þorgeir
Örlygsson, Synjunarvald forsetans e. Þór Vilhjálmsson, Valdsmaður lögsóttur í
Rómaríki e. Þórð Öm Sigurðsson og Umboðsmaður Alþingis - horft yfir farinn
veg e. Þórhall Vilhjálmsson.
Lagasafn 1995. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið. 1995. 1444 bls. auk 80 bls.
efnisyfirlits. Verð: 15.675 kr.
í lagasafni 1995 er að finna lög sem í gildi voru 1. október 1995. Talsverðar
breytingar eru á lagasafninu frá fyrri útgáfum. Má þar fyrst nefna að öll lög eru
nú birt í einu bindi og efnisyfirlit og skrár í öðru, en allt frá útgáfu á árinu 1955
hefur lagasafninu verið skipt í tvö jafnstór bindi. Þá hefur efnisyfirliti og skrám
verið breytt nokkuð frá síðustu útgáfu lagasafns. Sem fyrr er birt heildar-
efnisyfirlit, skrá yfir lög í aldursröð og atriðisorðaskrá. Svokölluð viðbótarskrá,
um lög sem breyta aðeins öðrum lögum, er hins vegar ekki gerð eins og í
síðustu útgáfum. í efnisyfirliti og lagaskrá í aldursröð era breytingarlög, sem
felld eru inn í texta stofnlaga, heldur ekki nefnd eins og í fyrri útgáfum. Þá er
atriðisorðaskrá ekki alveg eins ítarleg og verið hefur heldur er hún nær alveg
bundin við orð sem koma fyrir í heiti laga, kaflaheitum eða öðrum fyrirsögnum.
Þórir Örn Arnason. Samningar og skjöl - Handbók. Framtíðarsýn. 1995. 232 bls.
Verð: 5.310 kr.
Bókin Samningar og skjöl eftir Þóri Öm Arnason lögfræðing er formálabók,
þar sem er að finna uppsett skjöl og samninga. Bókin skiptist í níu kafla og er
í hverjum kafla lauslega fjallað um réttarreglur þær sem gilda á viðkomandi
sviði. I fyrsta kafla er að finna samninga og skjöl á sviði fjármunaréttar
varðandi kaup og sölu fasteigna, bifreiða, báta, skipa, flugvéla, fyrirtækja o.fl.
Einnig eru skjöl varðandi eignarleigu, riftun, leigusamninga, umboð og
starfssamninga, útboð og ýmis viðskiptabréf. I öðrum kafla er að finna
212