Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Page 79

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Page 79
Á skrifstofu Antonin Scalia hœstaréttardómara: Garðar Gíslason hœstaréttardómari og fararstjóri ferðarinnar, Antonin Scalia hæstaréttardómari, Dögg Pálsdóttir hrl. og formaður Lögfrœðingafélags íslands, Pétur G. Thorsteinsson sendifulltrúi í Sendiráði íslands í Wasington DC. í hádeginu var haldið í íslenska sendiráðið í Washington. Sendiráðið flutti í ný húsakynni fyrir nokkrum árum. Innréttingar eru hannaðar af íslendingum og vekja mikla athygli fyrir sérstöðu sína. Einar Benediktsson sendiherra og Pétur Gunnar Thorsteinsson sendiráðunautur kynntu starfsemi sendiráðsins, og þá einkum ýmis lögfræðileg verkefni sem þar er leyst úr. Eftir heimsóknina í sendiráðið skiptist hópurinn í tvennt. Annar hópurinn fór í Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og kynnti sér starfsemi hans. Þar bauð fulltrúi á Norðurlanda- og Eystrasaltsskrifstofu sjóðsins, fr. Kerstin Heinonen, lögfræð- ingana velkomna en síðan hélt Bruno Mauprivez lögfræðingur erindi um verkefni sjóðsins og hlutverk hans. Auk þess var gestum sýnt myndband um sjóðinn. Hinn hópurinn fór í útibú bandaríska lögmannafélagsins (American Bar Association) í Washington, en félagið hefur höfuðstöðvar sínar í Chicago. Robert D. Evans framkvæmdastjóri skrifstofunnar kynnti starfsemi félagsins. Athygli vakti að þrátt fyrir nafn félagsins er það opið öllum lögfræðingum. Fram kom í máli Evans að ýmsir hefðu áhyggjur af því hversu margir lögfræð- ingar væru í Bandaríkjunum en þeir nálgast nú eina milljón. Samstarfsmenn Evans skýrðu frá einstökum þáttum í starfseminni, umfangsmikilli blaða- og bókaútgáfu og viðamiklum verkefnum á alþjóðavettvangi. Síðla dags sameinuðust hóparnir að nýju á heimili Péturs Gunnars Thorsteinssonar þar sem við þáðum veitingar og nutum gestrisni hans og konu hans Birnu Hreiðarsdóttur. 219

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.