Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Síða 12
umræður með þátttöku 6 lögfræðinga auk umræðustjóra. Flutti undirritaður eins
konar inngangserindi að þeim umræðum, þar sem vakið var máls á ýmsum efn-
um sem áhugavert gæti verið að ræða. Ekki var óskað eftir að ég tæki þátt í pall-
borðsumræðunum sjálfum. Er sjálfsagt allt gott að segja um þetta fyrirkomulag
á fræðafundi, þó að það sé frekar óvenjulegt.2
Eins og kunnugt er, hef ég á undanförnum árum gagnrýnt opinberlega ýmsa
þætti í meðferð dómsvalds í landinu, einkum á vettvangi Hæstaréttar. Hef ég
leitast við að vera málefnalegur, þ.e.a.s. ég hef jafnan útskýrt á hvaða efnisatrið-
um gagnrýnin hefur byggst. Ég hef einskorðað hana við dæmi þar sem mér hef-
ur þótt dómstóllinn sneiða með augljósum hætti hjá réttum aðferðum við dóm-
sýsluna. Ég hef aldrei gagnrýnt verk dómstólsins í tilvikum þar sem „frambæri-
legur“ ágreiningur hefur verið um niðurstöður hans. Auk þessa hef ég að
undanförnu vakið opinberlega máls á kenningu, sem mun vera kennd við laga-
deild Háskóla Islands, þar sem segir að oft séu til fleiri en ein jafnrétt niðurstaða
á sama lögfræðilega úrlausnarefninu. Dómarar eigi oft val um þær réttarheim-
ildir sem þeir beiti og þar með um niðurstöðuna. Ég hef talið að þessi sjónarmið
fái ekki staðist. Við úrlausn lögfræðilegra úrlausnarefna verði menn jafnan að
ganga út frá því, að ein niðurstaða sé rétt. Vék ég m.a. að sjónarmiðum mínum
um þetta í erindinu á fundinum 7. nóvember.
Einn þátttakenda í pallborðsumræðunum var prófessor Sigurður Líndal, sem
um langt árabil hefur kennt almenna lögfræði og lögskýringar við lagadeildina.
Ekki er ofsagt, að Sigurður hafi með framgöngu sinni á fundinum komið flest-
um fundarmönnum á óvart. Hafði hann flest á hornurn sér, þótt framar öðru hafi
persóna mín farið fyrir brjóstið á honum. Ekki varð séð að hann hefði fengið
nokkurt tilefni til að reiðast af því sem fram hafði farið á fundinum. Kallaði
hann mig lýðskrumara og fleiri illum nöfnum. Hann taldi mig eina lögfræð-
inginn í allri veröldinni, sem teldi að rétt niðurstaða í hverju lögfræðilegu úr-
lausnarefni væri aðeins ein. Raunar sneri hann út úr orðum mínum svo þau
hentuðu betur málflutningi hans.3 Þá sendi hann stjórnmálamönnum almennt
skeyti sín. Var á prófessornum að skilja, að þeir hefðu aldrei nokkurt vit á því
sem þeir segðu. Þessar sendingar virtust ekki síst ætlaðar forsætisráðherra
landsins vegna ummæla hans urn hina margfrægu dóma í svonefndum Guð-
mundar- og Geirfinnsmálum. Ég hef orðið allnokkra reynslu af málflutningi
fyrir dómi. Minnist ég þess ekki að hafa heyrt málflytjanda í kappi sínu missa
taumhald á sjálfum sér með þeim hætti sem prófessorinn gerði á fundinum. Allt
þetta var því furðulegra, þegar haft er í huga að hér voru menn staddir á
akademiskum fundi, þar sem málefnið hefði átt að sitja í fyrirrúmi.
2 Frá fundi þessum var sagt í Morgunblaðinu 10. nóvember 1998.
3 Þessari sérkennilegu uppákomu og eftinnálum hennar er lýst í grein eftir Hrein Loftsson hæsta-
réttarlögmann, sem birtist í Morgunblaðinu 22. desember 1998. í kjölfarið fylgdu tvo næstu daga á
eftir ágætar greinar eftir Hrein, þar sem hann lýsir kenningum fræðimannsins Ronalds Dworkins
um þetta efni, en prófessor Sigurði Líndal hafði ekki þótt mikið til þeirra koma á fundinum 7. nóv-
ember 1998.
6