Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Side 14

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Side 14
því við lausn lögfræðilegra úrlausnarefna, að einungis ein niðurstaða sé rétt og að hlutverk dómstóla sé að leita uppi þá réttarheimild sem við eigi, en ekki að setja nýja lagareglu.4 Síðan mun ég skoða ofurlítið þær kenningar sem fram hafa komið hér á landi á þessu sviði, þar sem mér sýnist prófessor Sigurður Líndal hafa gengið miklu lengra en aðrir hafa gert, og víkja þá að hinum skað- legu áhrifum, sem ég tel kenningarnar hafa haft fyrir dómstólastarfið og traust almennings til dómskerfisins. Köpuryrði hans í minn garð mun ég að mestu leiða hjá mér.5 2. EIN RÉTT NIÐURSTAÐA í íslenskri lögfræði, sem og í lögfræði annarra þjóða sem okkur eru skyldar, er uppi kenning um, að til séu fleiri en ein, jafnvel margar, mismunandi en jafn- réttar, niðurstöður í sama lögfræðilega úrlausnarefninu. Er þá kennt, að oft eigi dómari val um réttarheimildir, sem beita megi í tilvikinu og jafnframt, að hlut- verk dómstóla sé ekki aðeins að finna gildandi réttarreglur, heldur einnig að setja nýjar. Þessu er ég ósammála. Ég tel reyndar kenninguna beinlínis hættu- lega, þar sem hún sé til þess fallin að greiða leið lögfræðinga, þ.m.t. dómara, að niðurstöðum, sem ráðast af vildarsjónarmiðum þeirra, fremur en hlutlausri beit- ingu réttarreglna. Starf dómara við úrlausn á réttarágreiningi hlýtur að beinast að því að leita uppi réttarheimildina sem við á og beita henni, en ekki að búa nýja til. Dóm- stólar setja ekki lög. Menn verða við þetta starf að ganga út frá því að einungis ein niðurstaða sé rétt. Málið snúist um að finna hana. Þetta þýðir auðvitað ekki, að hin rétta niðurstaða sé alltaf augljós eða blasi við mönnum. Hún kann að vera torfundin og menn kann meira að segja að greina á um hver hún sé, þó að allir séu eftir bestu vitund að reyna að finna hana. Allar mannlegar hugsanir eru háðar alls konar takmörkunum. En meginviðhorfið verður að vera skýrt. Málið snýst um leit að þeirri réttarheimild sem beita beri og þar með að hinni einu réttu niðurstöðu. Ég tel að grundvallarhugmyndin um réttarríkið krefjist þess, að menn nálgist úrlausnir sínar á þennan hátt. Þar er meginkrafa um að réttarstaða manna skuli ráðast af almennum lagareglum, sem fari ekki í manngreinarálit og gildi jafnt fyrir alla. Þessi krafa birtist berum orðum í 61. gr. stjórnarskrárinnar, þar sem segir að dómendur skuli í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum. 4 Ég óskaði sérstaklega eftir þvf við Lögfræðingafélag fslands, að prófessor Sigurði Líndal yrði boðið að hafa framsögu ásamt mér á fundinum 12. janúar 1999, svo að við gætum að hætti háskóla- menntaðra manna skipst á skoðunum okkar. Hann hafnaði boði félagsins um þetta. Ekki veit ég hvers vegna. 5 Þess skal getið, að ég fór þess á leit við Úlfljót, að blaðið birti þessa grein. Þótti mér eðlilegt að birta hana á þeim vettvangi, þar sem hún er að hluta til andsvar við þeim óvægnu árásum á mig í hátíðarræðu prófessors Sigurðar Líndals sem blaðið birti. Blaðið hafnaði birtingu greinarinnar. I bréfi ritstjórans til mín kemur m.a. fram að ástæða synjunarinnar sé sú, að í greininni sé fjallað um persónu prófessors Sigurðar Líndals! 8

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.