Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Page 15

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Page 15
Fallist menn á, að til séu tvær eða fleiri mismunandi en jafnréttar niðurstöður í einu og sama álitaefninu, hafa þeir sagt skilið við þessa meginkröfu réttar- ríkisins, því þeir hafa þá samþykkt, að ekkert sé athugavert við að dæma tvö sambærileg mál á tvo mismunandi vegu. Rétturinn er þá ekki lengur einn. Það er líka forsenda fyrir starfsemi réttarríkisins, að réttarreglan sem við á sé þegar til, þegar þau atvik verða sem skera þarf úr um. Það getur aldrei gengið að leiðin til að skera úr ágreiningsmálum felist í að vísa þeim til aðila, sem í tilefni ágreiningsins fær heimild til að setja nýja reglu. Henni verði svo beitt með afturvirkum hætti til að leysa úr honum. Af þessari ástæðu er ekki unnt að fallast á kenningar um að hlutverk dómstólanna sé að móta nýjar réttarreglur. Hlutverk þeirra hlýtur að vera bundið við að slá því föstu, hvaða reglur hafi gilt á þeim tíma sem atvik urðu. Hugsum okkur líka, í þágu rökræðunnar, að löggjafinn hafi fyrir vangá sett tvær ósamrýmanlegar lagareglur um sama réttaratriðið. Varla greinir menn á um að þá skuli aðeins önnur reglan gilda, eða hvað? í lögfræði er fjallað um að- ferðir til að ákveða hvor það skuli vera. T.d. er talið að yngri lög skuli ganga fyrir eldri. Fyrir því eru augljósar ástæður. Akvæði sérlaga eru oft talin gilda framar ákvæðum almennra laga. Lögfræðingar kannast við þessar aðferðir. Hvers vegna ætli ekki sé talið að báðar hinar ósamrýmanlegu lagareglur skuli gilda og dómari skuli þá einfaldlega eiga val um hvorri hann beitir á úrlausnar- efni sitt? Það er vegna kröfunnar, sem ég nefndi, um að rétturinn skuli vera einn, þ.e.a.s. að ein og sama reglan skuli gilda um sambærileg úrlausnarefni. Þó að smiðir kenninganna um val dómara á réttarheimildum geri örugglega engan ágreining um þetta, er eins og þeir telji að eitthvað annað skuli gilda, þegar um aðrar réttarheimildir en sett lög ræðir. Þá sé í lagi að telja tvær ósamrýmanlegar reglur jafngildar. Mér finnst þetta nálgast að geta talist hrein fjarstæða. Auk alls þessa er ástæða til að nefna, að dómarar, sem starfa í þeirri réttar- skipan sem ríkir hér á landi, sækja allar valdheimildir sínar aðeins til hinna settu laga.6 Þeir hafa ekki beint umboð frá þjóðinni, eins og dómarar í sumum öðr- um ríkjum. Það fær ekki staðist þá grunnhugsun sem íslensk réttarskipan hvílir á að þessu leyti, að dómarar teljist hafa vald til að setja lög. Dómari, sem ein- ungis sækir vald sitt til settra laga, getur ekki talist hafa vald til að breyta gild- andi lagareglum eða setja nýjar. Mér er nær að halda, að ólögfróðir menn eigi erfitt með að skilja kenningar af því tagi sem ég hef hér gagnrýnt. Þeir tala um að leita réttar síns, telji þeir á honum brotið. Varla finna menn til mikils réttaröryggis í kerfi, þar sem mis- munandi niðurstöður eru taldar jafnréttar. Málsmetandi lögfræðingar halda þessum kenningum fram opinberlega og merki þeirra virðast svo sannarlega sjást í framkvæmd. Kenningamar stuðla að réttaróvissu. Dómar um sambærileg 61 stjórnarskránni er ríkisvaldi sérstaklega skipt á milli handhafa þess í 2. gr. Þar kemur m.a. fram, að Alþingi og forseti Islands skuli fara saman með löggjafarvaldið og að dómendur skuli fara með dómsvaldið. Ýmis önnur ákvæði stjómarskrárinnar fjalla nánar um meðferð þessara valdþátta. Hvergi er þar að finna heimild til dómstóla til að fara með löggjafarvald. 9

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.