Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Qupperneq 16
úrlausnarefni ganga á misvíxl, eins og nefnd vora dæmi um á fundi lagadeild-
arinnar 7. nóvember 1998.7 Dómar ganga jafnvel, þar sem skýrum lagatextum
er vikið til hliðar, án þess að því sé fundin viðhlítandi stoð að aðrar helgari rétt-
arheimildir útheimti slíkt.8 Og lögfræðingastéttin í landinu lætur mönnum í té
svonefnd lögfræðiálit, þar sem unnt virðist vera að komast að nánast hverri
þeirri niðurstöðu sem menn vilja. Spyrja má hvers virði lögfræðiálit sé frá lög-
fræðingi, sem segist geta komist að tveimur eða fleiri jafngóðum niðurstöðum.
A hverju er hann að gefa álit? Er hann bara að nefna til sögunnar einn mögu-
leika af mörgum jafngóðum? Hvað er lögfræðiálit? Er það ekki forspá um nið-
urstöðu dómstóla ef álitaefnið yrði undir þá borið? Hvemig getur maður, sem
telur fleiri en eina niðurstöðu jafnrétta, gefið slíka forspá? Lögfræðingar sem
aðhyllast svona kenningar eru í raun og veru að grafa undan eigin fræðigrein.
Niðurstöður þeirra í lögfræðilegum efnum eru ekki mikils virði.
Það er lrka erfitt að vera starfandi lögmaður í þessu umhverfi og eiga m.a. að
ráðleggja mönnum hvenær efni standi til málshöfðunar. Ég réði eitt sinn um-
bjóðanda mínum að bíða með málssókn þar til dómur fengist í máli sem til með-
ferðar var fyrir dómstólum um hliðstætt efni. Ég vildi reyna að spara honum
málssóknina, ef sjá mætti fyrir að hún væri vonlaus. Þegar dómurinn, sem við
biðum eftir, var genginn í Hæstarétti,9 ráðlagði ég manninum að höfða mál, þar
sem nú væri fengið fordæmi sem ætti við hann. Hann hlyti að ná kröfu sinni
fram. Málið var höfðað, en nú varð niðurstaðan í Hæstarétti um þetta réttaratriði
öndverð við það sem verið hafði í fyrra málinu.10 Ég veit ekki enn hvaða mis-
munur í málunum réttlætti þetta. Raunar er nú kominn enn einn dómur sem
fylgir lögskýringu þess fyrsta með glerfínum rökstuðningi, sem allur hefði líka
átt við í máli umbjóðanda míns.11 Þegar ég skildi við umbjóðanda minn sagði
ég honum að hann hefði gert þau mistök að leita ráða hjá lögmanni. Hann hefði
frekar átt að fara til spákonu. Ég er nú með það til athugunar fyrir annan mann,
hvort fara beri í mál út af sama réttaratriði. Ég er ekki enn búinn að ákveða hvað
ég á að ráðleggja honum.
7 Á fundinum fluttu prófessor Eirfkur Tómasson, Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður og Valtýr
Sigurðsson héraðsdómari erindi. Gestur Jónsson nefndi hæstaréttardóma, þar sem reyndi á 2. mgr.
97. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt sem dæmi um þetta, en að þessum dómum er vikið hér á
eftir, sbr. einnig neðanmálsgreinar 9, 10 og 11.
8 Dæmi um þetta er H 1995 306, sem vikið er að síðar.
9 H 1996 470. Málið snerist um túlkun á svonefndri tveggja ára reglu í 2. mgr. 97. gr. laga nr.
75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt í tilviki, þar sem gjaldfærð hafði verið eftirlaunaskuldbinding
í ársreikningi fyrirtækis, en slík skuldbinding hefur í dómum ekki verið talin til frádráttarbærra
gjalda í rekstri. I dóminum var talið, að tveggja ára reglan ætti við slíkt tilvik og skatti yrði ekki
breytt lengra aftur í tímann en tvö ár.
10 H 1997 3023.
11 H 1. október 1998 í málinu nr. 85/1998.
10